Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Reyðarfjörður

Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða um 30 km langur. Hann liggur milli Vöðlavíkur að norðan og Fáskrúðsfjarðar að sunnan. Undirlendi er talsvert, dýpi mikið og fjörðurinn er veðursæll. Þorpið nefnist Búðareyri og stendur að norðanverðu í firðinum. Í gegnum bæinn fellur Búðará. Helstu atvinnuvegir eru þjónusta og verslun en stærsti vinnustaðurinn er álver Alcoa við Hraun. Höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði og um bæinn liggja krossgötur til Héraðs og hinna fjarðanna í sveitafélaginu Fjarðabyggð.

Reyðfirðingar lifðu litríka tíma á dögum hernámsins. Þangað komu Bretar, Norðmenn og Bandaríkjamenn. Íslenska stríðsminjasafnið á Reyðarfirði gefur góða mynd af þeim tíma Íslandssögunnar en finna má stríðsminjar víðsvegar um fjörðinn. Í kirkjugarðinum hvíla nokkrir breskir hermenn. Jarðhiti er til staðar í firðinum og þar hefur rafveita starfað frá 1930 er Búðará var virkjuð í Svínadal. Á Kollaleiru er munkaklaustur. Margar merktar gönguleiðir eru í og við Reyðarfjörð, ganga á Grænafell er vinsæl og er þá oftast farið frá Fagradal. Undir Grænafelli var samkomustaður Reyðfirðinga fyrrum. Ganga upp með Geithúsárgili er fögur og hrikalegt gilið augnayndi. Gönguleiðin um Stuðlaskarð til Fáskrúðsfjarðar er einnig skemmtileg og auðveld og jeppaslóðar liggja um Þórdalsheiði til Skriðdals.

 

 

Com_227_1___Selected.jpg
Reyðarfjörður
GPS punktar N65° 2' 8.692" W14° 13' 26.553"
Póstnúmer

730

Reyðarfjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Bókasafnið á Reyðarfirði
Bóka- og skjalasöfn
  • Heiðarvegur 14a
  • 730 Reyðarfjörður
  • 474-1366

Aðrir

Heiðarvegur 2
Heimagisting
  • Heiðarvegur 2
  • 730 Reyðarfjörður

Aðrir

Olís - Þjónustustöð - Quiznos
Bensínstöð
  • Búðareyri 33
  • 730 Reyðarfjörður
  • 474-1147, 840-1785
Sesam Brauðhús - Handverksbakarí
Kaffihús
  • Hafnargötu 1
  • 730 Reyðarfjörður
Náttúra
Grænafell

Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu. Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar. Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.

Á Fatmap kortinu hér að neðan er hægt að fá upplýsingar um gönguleiðana upp á Grænafell.

Náttúra
Vattarnes

Vattarnes er falleg strandlengja á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðaganga þá var ekin þessi leið þegar farið var á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.

Náttúra
Hólmanes

Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.

Powered by Wikiloc

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur