Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Seyðisfjörður

"Fjarða best af Guði gjörður" orti skáldið Karl Finnbogason um Seyðisfjörð þar sem gömul timburhús kúra í skjóli hárra og formfagurra fjalla. Frá náttúrunnar hendi er hafnaraðstaðan í firðinum einstök og hefur hún gert Seyðisfjörð að mikilvægri samgönguæð allt frá aldamótunum 1901 til dagsins í dag. Er það einkum vegna nálægðarinnar við meginland Evrópu. Eina farþega- og bílaferjan sem siglir milli Íslands og meginlands Evrópu kemur til Seyðisfjarðar vikulega. Litrík, norskættuð timburhúsin frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Lista- og menningarstarfsemi er blómleg í bænum, sérstaklega yfir sumartímann.

Fjölmargir listamenn hafa komið við sögu og þeir dvelja þar við listsköpun um lengri eða skemmri tíma . Skaftfell, miðstöð myndlistar, stendur fyrir sýningum árið um kring og þar er m.a. að finna verk eftir hinn kunna listamann Dieter Roth er dvaldi löngum á Seyðisfirði en hann lést 1998. Um 650 manns búa nú á Seyðisfirði, fiskvinnsla og útgerð hafa verði aðalatvinnuvegurinn fram til þessa, en ferðaþjónusta vex stöðugt. Í bænum er tónlistarskóli, sjúkrahús og ágæt aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkunar.

Com_229_1___Selected.jpg
Seyðisfjörður
GPS punktar N65° 15' 39.660" W14° 0' 27.328"
Póstnúmer

710

Fólksfjöldi

650

Vefsíða www.sfk.is

Seyðisfjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Veiðileyfi í Fjarðará - síðsumars
Stangveiði
 • Hafnargata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1700
Handverksmarkaður
Söfn
 • Austurvegur 9
 • 710 Seyðisfjörður
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
Golfvellir
 • Kúahagi / Vesturvegi
 • 710 Seyðisfjörður
 • 893-6243
Rarik Safnið
Söfn
 • Fjarðarsel
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1122
Bókasafn Seyðisfjarðar
Bóka- og skjalasöfn
 • Austurvegur 4
 • 710 Seyðisfjörður
 • 470-2339
Austursigling ehf.
Dagsferðir
 • Fjörður 4
 • 710 Seyðisfjörður
 • 899-2409
Skálanes Náttúru- og Menningarsetur
Ferðasali dagsferða
 • Suðurgata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • info@skalanes.com

Aðrir

Lónsleira íbúðir
Íbúðir
 • Lónsleira
 • 710 Seyðisfjörður
 • 849-3381, 849-7094
Gistihús Sillu
Heimagisting
 • Botnahlíð 10
 • 710 Seyðisfjörður
 • 865-4605, 472-1189
Gistiheimili Ólu
Heimagisting
 • Botnahlíð 13
 • 710 Seyðisfjörður
 • 862-2990

Aðrir

Kaffi Lára - El Grilló Bar
Kaffihús
 • Norðurgata 3
 • 710 Seyðisfjörður
 • 778-3340
Saga og menning
Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði var sett á stofn árið 1984. er að mestu helgað því skeiði er nútíma-tækni var að ryðja sér til rúms hérlendis; 1880 - 1950. Safnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. í véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist, eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningar eru gæddar lífi og leitast við að endurvekja andrúmsloft þess tíma sem fjallað er um.

Náttúra
Skálanes

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.

Náttúra
Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Fylgt er sumarvegi frá Fjarðarheiði sem er opinn frá júní fram á haust eða þar til fenna fer ár hvert. Ekin er 5 kílómetra leið upp að snjóflóðavarnargörðum sem eru í rúmlega 600 m.y.s. Mannvirkið er mikilfengleg sýn og stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð og bæinn. Vegurinn er fær fjórhjóladrifsbílum yfir sumartímann. Útsýnið er einstök upplifun fyrir þá sem ekki eru fjallfærir með öðrum hætti; e.k. "sófa-safari". Á Bjólfi eru kjöraðstæður fyrir svifdreka. Akstur upp að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.

Saga og menning
Fossastígur

Fjarðará og Fjarðarselsvirkjun (safn)

2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.

Auðgengið frá júní fram til hausts.

Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.
Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta.
Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.

Saga og menning
Dvergasteinn

Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Þjóðsagan um Dvergastein og ferðalag hans yfir fjörðinn á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn, er landskunn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið.Hann er auðfundinn og aðgengi gott.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur