Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Seyðisfjörður

Seyðisfjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi árið 1895. Á Seyðisfirði er fjöldi gamalla timburhúsa sem kúra í skjóli hárra og formfagurra fjalla. Litrík, norskættuð timburhúsin frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi. Fjölmargir listamenn hafa komið við sögu Seyðisfjarðar og hafa dvalið þar við listsköpun um lengri eða skemmri tíma. Frá náttúrunnar hendi er hafnaraðstaðan í firðinum einstök og hefur hún gert Seyðisfjörð að mikilvægri samgönguæð allt frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Eina farþega- og bílaferjan sem siglir milli Íslands og meginlands Evrópu kemur til Seyðisfjarðar vikulega. Fiskvinnsla og útgerð hafa verði aðalatvinnuvegurinn fram til þessa en ferðaþjónusta vex stöðugt ásmegin og má finna fjölbreytta gisti- og veitingastaði í bænum. Í bænum er tónlistarskóli, listalýðskóli, heilsugæsla og ágæt aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkunar.

Hýr halarófa er árviss viðburður.

MANNLÍF

Seyðisfjarðarkaupstaður er rómaður fyrir afslappað andrúmsloft og úrval menningarviðburða. Þar er að finna Tækniminjasafn Austurlands, Fjarðarselsvirkjun og hljóðskúlptúrinn Tvísöng. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, stendur fyrir sýningum árið um kring. Þar er m.a. að finna verk eftir hinn kunna listamann Dieter Roth og The Dieter Roth Academy.

Á Seyðisfirði er fjöldi gönguleiða.

ÚTIVIST

Fjölbreyttir möguleikar eru til útivistar í Seyðisfirði. Þar má bæði finna langar og stuttar gönguleiðir, á borð við Fossagönguna, Fjarðarselshringinn, Tvísöng og Vestdal. Einnig er hægt að skella sér í fjallgöngu á Bjólf, Hádegistind eða Strandartind. Það er líka skemmtilegt að rölta um bæinn í rólegheitum og skoða gömlu húsin.

Á Seyðisfirði eru leikvellir fyrir börn og einnig má finna bæði golf- og folfvöll. Svo er hægt að skella sér í sund í hinni sjarmerandi Sundhöll Seyðisfjarðar.

Stafdalur

Uppáhaldsstaðurinn minn er Stafdalur og nágrenni, skíðasvæði Seyðfirðinga og Egilsstaðabúa. Það eru ekki margir staðir á Austurlandi sem ég hef eytt meiri tíma á um ævina, æskuheimilið mitt talið með. Ég byrjaði að skíða þar tveggja ára, æfði skíði fram á unglingsaldur og hef svo stundað snjóbretti þar alla tíð síðan. Það fer um mig alveg sérstök sælutilfinning að koma þangað hvern vetur vegna minninganna sem tengjast staðnum en í seinni tíð kemst ég líka alltaf betur og betur að því að þetta er eitt besta skíðasvæði landsins, sérstaklega fyrir fólk sem vill skíða fyrir utan brautir, en möguleikarnir eru ótal margir og ég er ennþá að finna faldar perlur á svæðinu.

Ívar Pétur Kjartansson, tónlistar- og snjóbrettamaður

rhombie_film_seydisfjordur_1.jpg
Seyðisfjörður
GPS punktar N65° 15' 35.451" W14° 0' 17.643"
Póstnúmer

710

Vefsíða www.sfk.is

Seyðisfjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Austursigling ehf.
Dagsferðir
 • Fjörður 4
 • 710 Seyðisfjörður
 • 899-2409
Skálanes Náttúru- og Menningarsetur
Ferðasali dagsferða
 • Suðurgata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • info@skalanes.com
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
Golfvellir
 • Kúahagi / Vesturvegi
 • 710 Seyðisfjörður
 • 893-6243

Aðrir

Lónsleira íbúðir
Íbúðir
 • Lónsleira
 • 710 Seyðisfjörður
 • 849-3381, 849-7094
Báran, Studio by the Sea
Íbúðir
 • Ránargata 8
 • 710 Seyðisfjörður
 • 897-7163
Media Luna Guesthouse
Gistiheimili
 • Hafnargata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • 864-3082
Farfuglaheimilið Hafaldan - Gamli Spítalinn
Gistiheimili
 • Suðurgata 8
 • 710 Seyðisfjörður
 • 611-4410
Við Lónið
Gistiheimili
 • Norðurgata 8
 • 710 Seyðisfjörður
 • 899-9429

Aðrir

Kaffi Lára - El Grilló Bar
Barir og skemmtistaðir
 • Norðurgata 3
 • 710 Seyðisfjörður
 • 4721703, 472-1703
Náttúra
Sjö Tindar

Aðgengilegt yfir sumartímann.

Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is

Saga og menning
Regnbogagatan Seyðisfirði

Regnbogagatan á Seyðisfirði er líklega meðal mest mynduðu kennileita á Austurlandi, enda einstaklega skemmtilegt uppátæki hjá bæjarbúum sem hjálpuðust að við að mála götuna jafn fallega og raun ber vitni. Við enda regbogagötunnar stendur svo Bláa kirkjan sem laðar ekki síður að sér fagurkera.

Saga og menning
Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði var sett á stofn árið 1984. er að mestu helgað því skeiði er nútíma-tækni var að ryðja sér til rúms hérlendis; 1880 - 1950. Safnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. í véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist, eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningar eru gæddar lífi og leitast við að endurvekja andrúmsloft þess tíma sem fjallað er um.

Hitt og þetta
Golfvöllurinn á Seyðisfirði

Golfvöllurinn á Seyðisfirði er Hagavöllur, 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Huggulegur golfskáli tekur á móti gestum áður en gengið er á 1.teig. Hagavöllur er annálaður fyrir breiðar brautir, einstaka kyrrð og nálægð við fjallahringinn.

Saga og menning
Dvergasteinn

Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Þjóðsagan um Dvergastein og ferðalag hans yfir fjörðinn á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn, er landskunn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið.Hann er auðfundinn og aðgengi gott.

Náttúra
Tvísöngur

Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina.

Náttúra
Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m., hæð eru snjóflóðavarnargarðar en frá þeim er stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð. Á sumrin er hægt að keyra að varnargörðunum á fjórhjóladrifnum bíl en það er einstakt tækifæri fyrir þá sem treysta sér ekki í fjallgöngur til þess að njóta útsýnisins. Vegurinn liggur frá Fjarðarheiði og akstur að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.

Náttúra
Gufufoss

Gufufoss er fallegur foss innarlega í Seyðisfirði. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. Vegurinn yfir Fjarðaheiði liggur rétt við fossinn og er aðgengi að honum mjög gott.

Náttúra
Skálanes

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.

Náttúra
Vestdalur

Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið, ein sú fjölfarnasta á Austurlandi á árunum 1880-1910. Gönguleiðir eru upp að Vestdalsvatni, að skúta Fjallkonunnar, inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um Vestdal.

Saga og menning
Fossastígur

Fjarðará og Fjarðarselsvirkjun (safn)

2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.

Auðgengið frá júní fram til hausts.

Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.
Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta.
Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur