Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stöðvarfjörður

Stöðvarfjörður liggur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Fjörðurinn er grunnur og er undirlendi takmarkað að sunnanverðu. Inn af firðinum skerast Jafnadalur og Stöðvardalur. Um Stöðvardal fellur samnefnd á út í fjörð og myndar svonefnda Öldu við sjóinn. Kauptúnið hét áður Stöð og er einstaklega snyrtilegt þorp. Stöðfirðingar hafa viðurværi sitt af sjávarútvegi en þar þrífst einnig blómlegur listiðnaður og ferðaþjónusta.

Stytta af Petru Sveinsdóttur

Flestir landsmenn hafa heyrt um stöðfirska steinasafnarann Petru Sveinsdóttur. Í dag einkennist bærinn enn af ástríðufullu og skapandi krafti fólks sem sækir innblástur í þennan fallega fjörð. Þennan kraft má sjá í Sköpunarmiðstöðinni í gömlu uppgerðu frystihúsi. Við hlið þess er smábátahöfnin sem strandveiðar hafa hleypt lífi í.

Fagur fjallahringur

AFÞREYING

Fjallahringur Stöðvarfjarðar er fagur. Ofan kauptúnsins eru Steðji og Sauðabólstindur en sunnan við fjörðinn eru Súlurnar. Súlurnar eru blágrýtistindur sem klofinn er í tvennt. Þangað er krefjandi gönguleið fyrir klifurkappa. Neðra eru Kambanesskriður sem áður fyrr voru verulegur farartálmi. Á Kambanesi er fagurt útivistarsvæði. Í Jafnadal er steinbogi í hlíðum Álftafells og einnig klettaþyrpingin Einbúinn sem skemmtilegt er að skoða.

Í Sköpunarmiðstöðinni

Fjöllin eru auðkleif og sérlega góð gönguleið er upp á svonefndar Landabrúnir og Ólukku. Í þessum gömlu formfögru fjöllum hafa fundist margir þeirra dýrgripa sem prýða steinasafn Petru.

Út með firðinum norðanverðum, rétt við hin gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps, er einstakt náttúrufyrirbrigði; gatklettur sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, kurlar það í smátt og feykir hátt í loft upp.

d3858509d35883cc87bc51e8e983373a
Stöðvarfjörður
GPS punktar N64° 50' 1.690" W13° 52' 25.439"
Póstnúmer

755

Stöðvarfjörður - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Runólfur J. Hauksson
Dagsferðir
 • Skólabraut 18
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 845-5885
Gallerí Snærós
Sýningar
 • Fjarðarbraut 42
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 475-8931, 861-7556

Aðrir

SAXA Guesthouse and Café
Gistiheimili
 • Fjarðarbraut 41
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 511-3055
Heiðmörk
Gistiheimili
 • Heiðmörk 17-19
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 896-2830

Aðrir

Brekkan
Veitingahús
 • Fjarðarbraut 44
 • 755 Stöðvarfjörður
 • 475-8939
Náttúra
Saxa

Skammt utan við Lönd í Stöðvarfirði er Saxa. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbrigði, þar sem úthafssaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt upp í loft í tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með í brimgosunum.

Náttúra
Kambanes

Milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar liggja þrennar brattar skriður ofan úr fjallinu Súlum. Þjóðvegur var lagður um þær 1962. Þær nefnast (frá Breiðdal austur um) Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Kambanes er tilvalið til útivistar, enda er landslag þar mjög fagurt þar og tignarleg sýn til Súlna.

Náttúra
Einbúi í Jafnadal

Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.

Powered by Wikiloc
Saga og menning
Gallerí Snærós og Grafíksetur

Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er hægt að fylgjast með listamönnum að verki eða bregða sér sjálfur á stutt námskeið. Á sama stað er Gallerí Snærós að finna.

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur