Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Avis bílaleiga

Bílaleiga Avis rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1946, til borgarinnar Detroit í Michigan, sem oft er nefnd bílaborgin. Í þessari vöggu bílaiðnaðarins gekk ungur maður að nafni Warren E. Avis með þá grillu í höfðinu að bílaleiga og flugferðalög fólks í viðskiptalífinu væri hægt að tengja saman og hafa af því lifibrauð. Fyrsta bílaleiga Avis opnaði á Willow Run flugvellinum í Detroit og samanstóð af þremur bílaleigubílum, litlum skúr og afgreiðsluborði.

Í dag ríflega 60 árum síðar er bílaleiga Avis heimsþekkt alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í meira en 165 löndum víðsvegar um heiminn og telur yfir 5.000 leigustöðvar. Árið 1962 tók bílaleiga Avis upp einkunnarorðin "We try harder" sem á íslensku gæti útlagst "Við gerum betur". Í þessum orðum er fólgin sannfæring um að gott samband við viðskiptavini byggi á einbeittum vilja fyrirtækisins til þess að "Gera betur" bæði hvað varðar þjónustu og fagmennsku.

Bílaleiga Avis hefur fjölda leigustöðva um land allt sem þýðir að viðskiptavinir geta auðveldlega fengið bíl á einum stað og skilað honum á öðrum. Viðskiptavinir geta líka treyst því að Avis er bílaleiga sem er ávallt með gott úrval af nýjum bifreiðum og vinnur stöðugt að því að gera bókun á bílaleigubíl eins aðgengilega og einfalda og kostur er.

Bílaleiga Avis er skipað öflugu þjónustuveri sem er opið alla daga frá kl. 08:00 til 18:00. Reyndir þjónustufulltrúar bóka bíl fyrir þig hvar á landinu sem er og að sjálfsögðu einnig erlendis.

Avis bílaleiga hefur hlotið fjöldann allan af ferðaviðurkenningum og þar með fest sig í sessi sem framúrskarandi alþjóðlega bílaleiga.

Opið er í þjónustuveri alla daga frá kl 08:00 - 18:00.

Á Arnarvöllum er opið frá 05:00 - 17:00 frá 1. september.

Á flugvelli Keflavíkur er opið frá 05:00 - 02:00 og öll flug eru þjónustuð.

Athugið að yfir stórhátíðir kann opnunartími að breytast. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver í síma 591 4000 til að fá frekari upplýsingar.

e124a63bfecf1e54e2f22d57f6c078e0
Avis bílaleiga

Egilsstaðaflugvöllur / Egilsstaðir Airport

GPS punktar N65° 16' 28.952" W14° 24' 22.414"
Vefsíða www.avis.is
Opnunartími Allt árið
Flokkar Bílaleigur

Avis bílaleiga - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

    Austurland

    Bæir og þorp

    Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

    Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur