Fljúga beint til Egilsstaða með breska skólakrakka
Þó ekki verði framhald á áætlunarflugi Discover the World milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar þá ætla forsvarsmenn þessarar bresku ferðaskrifstofu að bjóða skólahópum, þar í landi, upp á beint flug á Austfirði. Fyrsta ferðin verður farin í október og að sögn Clive Stacey, forstjóra og stofnanda Discover the World, er nú þegar uppselt í hana.