Fara í efni

Silfurberg

- Hótel

Silfurberg er nýtt lítið sveitahótel, staðsett að Þorgrímsstöðum í botni Breiðdals. Silfurberg er við þjóðveg 1 í 53 km fjarlægð frá Egilsstöðum og 30 km fjarlægð frá Breiðdalsvík.

Silfurberg býður upp á gistingu í fjórum tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi sem staðsett eru í nýuppgerðri hlöðu. Morgunverður er innifalinn í verði. Aðrar máltíðir eru í boði samkvæmt samkomulagi. Vakin er athygli á því að panta þarf kvöldverð að kvöldi komudags með sólarhrings fyrirvara. Boðið er upp á hollan og góðan mat og aðeins notað fyrsta flokks hráefni.

Mikil áhersla er lögð á þægindi sem og góða og persónulega þjónustu. Metnaður er lagður í að gera dvölina sem eftirminnilegasta. Öll aðstaða er fyrsta flokks. Vistarverurnar eru mjög vandaðar. Á Silfurbergi eru setustofa, bar og þráðlaus internettenging. Boðið er upp á heitan pott og gufubað (sauna). Utandyra er völlur fyrir vinsælan kúluspilsleik (sem á ensku nefnist boules og á frönsku petanque).

Nánari upplýsingar um verð og bókanir eru á heimasíðu Silfurbergs. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Silfurberg

Silfurberg

Silfurberg er nýtt lítið sveitahótel, staðsett að Þorgrímsstöðum í botni Breiðdals. Silfurberg er við þjóðveg 1 í 53 km fjarlægð frá Egilsstöðum og 30