Fara í efni

Hengifoss gistihús

- Tjaldsvæði

Undir hinu fagra Valþjófsstaðafjalli við Tröllkonustíg stendur Hengifoss gistihús við Végarð í Fljótsdal. Dalurinn er með veðursælli stöðum landsins. Boðið er upp á gistingu í tveggja til fjögurra manna herbergjum með uppábúnum rúmum með sér baðherbergi. Nokkur herbergi eru með eldunaraðstöðu. Einnig er í húsinu salur með kamínu þar sem gestir geta notið morgunverðar og kvöldverðar. Kvöldverð er hægt að fá frá 18. júní til loka ágúst og morgunverð alla morgna sé þess óskað.

Þá er hægt er að fá gistingu í herbergjum með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi. Við bjóðum jafnframt upp á svefnpokagistingu í sér herbergjum með rúmum.

Hjá okkur er líka fullbúið tjaldstæði með rafmagni, góðri snyrtingu, grillaðstöðu og leiksvæði.

Aðstaðan okkar hentar vel fyrir brúðkaup, ættarmót, starfsmannaferðir og minni fundi. Félagsheimilið Végarður er á sama stað og þar má leigja stærri sal.

Nóg er að skoða í næsta nágrenni. Má þar nefna Skriðuklaustur (1 km). Þar er safn og kaffihús og á þar rétt við er Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs með upplýsingum um hálendið í máli og myndum. Hengifoss, einn hæsti foss landsins, er líka á næsta leiti (6 km) sem mörg þúsund manns leggja leið sína að ár hvert. Strútsfoss er í Suðurdal og er þægileg gönguleið að fossinum frá bænum Sturluflöt (13 km).

Valþjófsstaðarkirkja er í göngufæri frá gistihúsinu en þar er eftirlíking af hinni fornu Valþjófsstaðahurð. Svo má ekki gleyma Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal en heimsókn þangað er mögnuð upplifun. Það er stutt upp í Laugarfell (um klukkustundar akstur) og þar er hægt að baða sig í náttúrulaugum. Hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell er ein af mestu perlum Íslands og blasir það við þegar ekið er upp að Laugarfelli. Haldi menn ferð sinni áfram er hægt að aka á malbikuðum vegi alla leið að Kárahnjúkastíflu.

Hengifoss gistihús

Hengifoss gistihús

Undir hinu fagra Valþjófsstaðafjalli við Tröllkonustíg stendur Hengifoss gistihús við Végarð í Fljótsdal. Dalurinn er með veðursælli stöðum landsins.
Valþjófsstaður

Valþjófsstaður

Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuð
Klausturkaffi

Klausturkaffi

Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð o
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 19
Skriðuklaustur

Skriðuklaustur

Skriðuklaustur er fornt höfuðból og sýslumannssetur í Fljótsdal. Þar var munkaklaustur á árunum 1493-1552. Klausturrústirnar hafa verið grafnar upp og
Snæfelsstofa, upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfelsstofa, upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt v
Snæfellsstofa

Snæfellsstofa

Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún opnaði árið 2010 og er fyrsta vistvænt vottaða byggingin
Fljótsdalur

Fljótsdalur

Fljótsdalur er veðursæll dalur á Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót, sem um hann rennur. Dalurinn er djúpur og breiður, veðursæll

Múlakollur

Þingmúli skiptir Skriðdal í Norðurdal og Suðurdal en hringvegurinn liggur einmitt um Suðurdal til Breiðdals. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Aus