Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Á Hreindýraslóðum

Skjöldólfsstaðir á Jökuldal býður upp á gistingu í eins- tveggja- og þriggja manna herbergjum með aðgangi að hreinlætisaðstöðu og baði. Einnig svefnpokapláss. Leikaðstaða fyrir börn er úti og inni. Sundlaug og heitir pottar eru á staðnum. Einnig veitingasala og tjaldstæði. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Einnig tekið á móti hópum eftir samkomulagi.

Á Hreindýraslóðum

Skjöldólfsstaðir

GPS punktar N65° 18' 58.885" W15° 7' 11.860"
Fax

471-1694

Á Hreindýraslóðum - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sænautasel
Vetrarafþreying
  • Jökuldalsheiði
  • 701 Egilsstaðir
  • 853-6491, 471-1086
Náttúra
19.99 km
Stuðlagil

Stuðlagil

Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Þessi perla er Stuðlagil í Jökulsárgljúfri sem nefnt er eftir einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi sem þar er að finna.

Tvær leiðir eru að gilinu:

Stuðlagil frá vestri. Grundarleiðin, ýta HÉR fyrir mynd frá þessari leið. (Mynd: Bella Freydís)

Keyrt er suður af hringveginum (vegi nr. 1) rétt innan við Skjöldólfsstaði, inn á veg númer 923. Þaðan eru um 19 km að bænum Grund en þar eru bílastæð. Gönguleiðin að brúninni er stutt eða um 250 metrar. Þar er útsýnið ágætt ofaní gilið. ATH. Frá Grund kemst þú ekki niður í sjálft gilið. Í sumar þarf að fara sérstaklega gætilega á þessum stað þar sem unnið er að framkvæmdum við útsýnispalla.

Stuðlagil frá austri. Klausturselsleiðin, ýta HÉR fyrir mynd frá þessari leið. (Mynd: Páll Guðmundur Ásgeirsson)

Hin leiðin er svo að aka að Klausturseli. Hér kemst þú ofaní gilið. Það er keyrt að brúnni hjá bænum Klausturseli, einnig eftir vegi nr. 923, um 14 kílómetra frá hringveginum. Ekki má keyra yfir brúna heldur er lagt á bílastæðinu vestan megin við hana, gengið yfir brúna og eftir slóða (rúmlega 5 kílómetra löng ganga) þangað sem hægt er að komast niður í gilið. Á leiðinni (um 2 kílómetra frá brúnni) er tignarlegur foss, Stuðlafoss, sem fellur fram af þverhníptu stuðlabergi. Þessi gönguleið er rúmlega 10 kílómetra löng samanlagt og þegar gert er ráð fyrir að stoppað sé við fossinn og gilið sjálft gæti hún tekið 3 tíma.

Útsýnið í gilinu er mjög stórbrotið klausturselsmegin með stuðlaberg allt í kring.

Þegar komið er að gilinu ber að hafa í huga að klettar og steinar geta verið blautir og þar af leiðandi mjög sleipir.

Mikilvægt er að hafa í huga, sama hvor leiðin er farin, að náttúra svæðisins er viðkvæm. Stuðlagil er nýr áfangastaður og aðsóknin er mikil en uppbygging skammt á veg komin. Gestir eru því hvattir til að bera virðingu fyrir umhverfinu og ganga snyrtilega um. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní verpa fjölmargar heiðagæsir á svæðinu. Þá er sérstaklega mikilvægt að gestir haldi sig innan merktra gönguleiða og gefi fuglunum nægt rými.

ATH. Áin breytir um lit ef það er snjóbráð í Snæfelli en við yfirfall verður hún grámórauð. Yfirfall hefur verið sl. 3 ár í byrjun ágúst. Það sést á hverju ári hver staðan er í Hálslóni og hvenær megi vænta yfirfalls.

Hér getur þú fylgst með vatnshæð Hálslóns í raumtína á vef landsvirkjunar.

Náttúra
22.25 km
Sænautasel

Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.

Náttúra
9.77 km
Rjúkandi

Rjúkandi er fallegur foss sem fellur tignarlegum fossastiga fram af heiðarbrún og að þjóðvegi. Aðgengi að fossinum er mjög gott enda liggur hann við þjóðveg 1 í Jökuldal.

Náttúra
10.20 km
Hnjúksvatn

Gegnt Merki á Jökuldal uppi á heiðinni er Hnjúksvatn. Gengið frá skilti við veg nr. 923 upp með Hnjúksánni að Binnubúð við Hnjúksvatn. Þar er hólkurinn með gestabók og stimpli. Gaman er að ganga í kringum vatnið áður en haldið er til baka. Það var gömul kona af Jökuldalnum, Brynhildur Stefánsdóttir, ljósmóðir, sem lét reisa þetta hús á sinn kostnað fyrir fólk, sem vildi halda til við vatnið og ganga um þetta hálendi.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°14.333-W15°15.887

Powered by Wikiloc
Náttúra
7.03 km
Grjótgarður við Hjarðarhaga

Stutt ganga en nokkuð brött. Bílum er lagt við vegamótin að Hnefilsdal. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 stikaða leið upp með Sauðá upp á brún að Grjótgarðinum. Gengið út með Grjótgarðinum uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Haldið áfram í átt að Teigará út að vörðu og síðan aðeins til baka og niður stikaða reiðgötu um Hestagilið. Ekki er vitað hvaða tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°21.391-W15°00.061

Powered by Wikiloc

Aðrir

Sænautasel
Vetrarafþreying
  • Jökuldalsheiði
  • 701 Egilsstaðir
  • 853-6491, 471-1086

Aðrir

Sænautasel
Vetrarafþreying
  • Jökuldalsheiði
  • 701 Egilsstaðir
  • 853-6491, 471-1086

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur