Flýtilyklar
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.
Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.
Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.
Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Norðurdalur

Óbyggðasýning
LIFANDI SÝNING UM ÆVINTÝRI ÓBYGGÐANNA
Ferðastu með leiðsögn um ævintýri óbyggðanna í sjónrænni og fjölbreyttri sýningu sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga.
Skrifað hefur verið um sérstöðu sýningarinnar í Vogue, The Cosmopolitan, Marie Claire og víðar.
Sýning sem hentar öllum aldurshópum og kemur skemmtilega á óvart.
- Opið daglega 11:00-17:00
- Aðgangseyrir: 2.500 kr
- Aðgangseyrir fyrir börn 12 ára +, námsmenn, aldraða og öryrkja: 2.150 kr
Óbyggðasetur Íslands - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands