Flýtilyklar
Blábjörg Gistiheimili
Gistiheimilið Blábjörg er staðsett í gamla Frystihúsinu í miðju Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Húsið var byggt árið 1946 og hófst vinnsla þar tveimur árum síðar en lagðist af seint á árinu 1991.
Húsið stóð að mestu ónotað fram til ársins 2006 þegar núverandi eigendur keyptu húsið. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu undanfarin ár og gistiheimilið opnaði 18.júní 2011.
Við bjóðum upp á bæði herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig íbúðir af mismunandi stærðum. Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur áherslu á ferskt, staðbundið hráefni. Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðunni okkar.
Spa&Wellness:
innisvæði: heitur pottur, innrauð sauna.
útisvæði: nuddpottur, viðarpottur, gufubað, kaldur pottur.
- Frábært útsýni út Borgarfjörðinn
- Fundarherbergi
- Einstakt fuglalíf í fjörunni við húsið
Góðar gönguleiðir í nágrenninu
Netfang: blabjorg@blabjorg.is
Bókanir: bookings@blabjorg.is
Gamla Frystihúsið







Blábjörg Gistiheimili - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands