Flýtilyklar
Finnsstaðir
Hestaleigan að Finnsstöðum státar af góðum hestum sem tölta fyrir eitt orð. Hvort sem þú ert vanur eða óvanur hestamaður eiga þau rétta hestinn fyrir þig.
Riðið er út í litlum hópum og reiðleiðin valin eftir stemmningu og veðri.
Öll áhersla er lögð á örugga og ánægjulega upplifun manna og dýra.
Boðið er upp á 1 klst og 2 klst hestaferðir.
Gisting
Finnsstaðir leigja út einbýlishús á bænum. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum, s.s. þvottavél og þurrkara, eldavél, örbylgjuofni, sjónvarpi og nettengingu.
Fyrir utan bíður náttúran með ótal áhugaverðum gönguleiðum, húsdýragarði í hlaðinu og svo er stutt að renna inn á Egilsstaði ef eitthvað vantar.
Gestir fá afslátt í hestaferð og ef dvalið er lengur en í 5 nætur fylgir frí
hestaferð!
Húsdýragarðurinn að Finnsstöðum telur kindur og lömb, kýr og kálfa, svín og grísi, endur og andarunga, hesta, hænur og hana og er opinn alla daga frá 10 til 17 frá 1. maí til 30. september.
Dýrin að Finnsstöðum eru hrifin af fólki, sérstaklega smáfólki, frá öllum heimshornum.
Finnsstaðir 1


Finnsstaðir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands