Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Farfuglaheimilið Hafaldan

Farfuglaheimilið Hafaldan á Seyðisfirði býður uppá gistingu í tveimur húsum í bænum. Starfsemin hófst á sama tíma og ferjan Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar árið 1975.

Í gamla síldarvinnslubragganum hóf farfuglaheimilið göngu sína að Ránargötu 9. Húsið er norðan megin í bænum, u.þ.b. tveggja mínutna akstri frá miðbænum. Eigandi farfuglaheimilisins, Þóra Guðmundsdóttir býr í einum helmingi hússins sem gefur því persónulegan blæ og útsýnið úr bláu stofu (borðstofunni) er öllum sem þar koma ógleymanlegt. Krossviðurinn er allt um vefjandi í húsinu og falleg antík húsgögn gefa húsinu mikinn sjarma. Hér er boðið uppá tveggja og fjögurra manna herbergi, öll með sameiginlegu klósetti og sturtuaðstöðu.

Á gamla spítalanum að Suðurgötu 8 býður Hafaldan uppá fleiri og fjölbreyttari gistimöguleika miðsvæðis í bænum. Árið 2013 voru gerðar endurbætur á húsinu til að sníða það betur að þörfum ferðalangsins. Breytingarnar hafa fallið vel í kramið hjá gestum okkar sem hafa hrifist mjög af hönnun þess sem er í senn tignlarleg og hlýleg. Gestamóttakan er á Suðurgötu og best að hefja heimsóknina þar. Hér er boðið uppá tveggja manna herbergi með eða án baðherbergis, fjögurra og fimm manna herbergi, rúm í dormitory og sérniðin fjölskylduherberg. Í kjallaranum bjóðum við upp á sturtur og gufubað.

Á báðum stöðum er frábær aðstaða fyrir gesti: góð sameiginleg rými, eldhús, borðstofa, þvottavél og þráðlaus nettenging. Það er hægt að leigja rúmföt á staðnum og einnig kaupa morgunverðarkörfu. Hafaldan fellur undir grænt farfuglaheimili þar sem boðið er uppá flokkun sorps og allur lífrænn úrgangur fer til landnámshænsna okkar á Ránargötu. Eggin þeirra má síðan finna í gestaeldhúsunum þar sem hægt er að skipta á þeim og 100 krónum. Framboð fer eftir eggjaham hænsnanna og því hversu mikið af eggjum starfsfólk og gestir háma í sig. Þannig er ekki hægt að reiða sig á þessa þjónustuJ

Bókanir eru gerðar gegnum Farfuglahreyfinguna á vefnum www.hostel.is - seydisfjordur. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni okkar www.hafaldan.is. Sími: 611 4410, email: seydisfjordur@hostel.is. Við tökum vel á móti þér !

Farfuglaheimilið Hafaldan

Suðurgata 8 (reception) / Ránargata 9

GPS punktar N65° 15' 58.139" W14° 0' 45.411"
Sími

611-4410

Vefsíða www.hafaldan.is/
Gisting 21 Herbergi / 61 Rúm
Opnunartími 01/04 - 01/11
Þjónusta Áningarstaður Gönguleið Heimilisveitingar Sumarhúsaleiga Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Bensínstöð Eldunaraðstaða Sturta Handverk til sölu Söluskáli Gufubað Bar

Farfuglaheimilið Hafaldan - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Skálanes Náttúru- og Menningarsetur
Ferðasali dagsferða
 • Suðurgata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • info@skalanes.com
Seyðisfjörður Tours ehf.
Gönguferðir
 • 785-4737
Veiðileyfi í Fjarðará - síðsumars
Stangveiði
 • Hafnargata 2
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1700
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
Golfvellir
 • Kúahagi / Vesturvegi
 • 710 Seyðisfjörður
 • 893-6243
Saga og menning
1.86 km
Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði er starfrækt árið um kring
Opnunartímar:Sumar (1.júní - 15.september)
alla daga Kl. 11:00 -17:00
Vetur (16.september - 31.maí)
virka daga Kl 13:00 - 16:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði var sett á stofn árið 1984. er að mestu helgað því skeiði er nútíma-tækni var að ryðja sér til rúms hérlendis; 1880 - 1950. Safnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. í véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist, eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Sýningar eru gæddar lífi og leitast við að endurvekja andrúmsloft þess tíma sem fjallað er um.

Náttúra
13.13 km
Brimnes

Brimnes skagar fram í fjarðarmynni á norðurströnd Seyðisfjarðar. Um 10 km. akstur er frá miðbæ kaupstaðarins út að bóndabænum Selsstöðum. Þaðan liggur 5,5 km. gönguleið eftir gömlum jeppaslóða. Á öldum áður stóð á Brimnesi ein öflugasta útgerð sem fyrirfannst á Austfjörðum. Þar má enn líta tóftir gamalla bygginga í einstaklega fallegu umhverfi. Á nesinu er einnig viti. Gönguferð í góðu veðri er þeim ógleymanleg sem hana upplifa.

Saga og menning
13.17 km
Fjallkonustígur

Vestdalur og Vestdalseyri

3,5 klst / 6 km

Göngufæri frá júní og frameftir hausti.

Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum.

Saga og menning
5.18 km
Dvergasteinn

Dvergasteinninn stendur í flæðamálinu neðan við samnefnda jörð á norðurströnd Seyðisfjarðar er fyrrum var kirkjustaður. Þjóðsagan um Dvergastein og ferðalag hans yfir fjörðinn á eftir kirkjunni, þegar hún var flutt frá suðurströndinni norður yfir fjörðinn, er landskunn. Steinninn er sérkennilegur að lögun og stingur í stúf við umhverfið.Hann er auðfundinn og aðgengi gott.

Náttúra
18.10 km
Skálanes

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.

Saga og menning
1.10 km
Skaftfell

miðstöð myndlistar á Austurlandi

Starfrækt árið um kring
Austurvegur 42
710 Seyðisfjörður
Sími 472 1632
skaftfell@skaftfell.is
www.skaftfell.is

Starfsemi Skaftfells er helguð myndlist, með megin áherslu á samtímalist. Í Skaftfelli er öflugt sýningarhald, gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffistofa með góðu myndlistar bókasafni. Skaftfell leggur áherslu á að vera tengiliður á milli leikinna og lærðra og stendur fyrir fjölþættu fræðslustarfi, jafnt á fjóðungs vísu og á alþjólegum grundvelli.

Samkvæmt þríhliða samningi Skaftfells, Menningarráðs Austurlands og Seyðisfjarðarkaupstaðar gegnir Skaftfell þjónustuhlutverki fyrir allt Austurland varðandi málefni myndlistar og er jafnframt ein af fjórum miðstöðvum sem saman mynda menningarmiðstöð Austurlands.

Saga og menning
1.53 km
Fossastígur

Fjarðará og Fjarðarselsvirkjun (safn)

2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.

Auðgengið frá júní fram til hausts.

Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.
Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta.
Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega.

Náttúra
12.63 km
Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Fylgt er sumarvegi frá Fjarðarheiði sem er opinn frá júní fram á haust eða þar til fenna fer ár hvert. Ekin er 5 kílómetra leið upp að snjóflóðavarnargörðum sem eru í rúmlega 600 m.y.s. Mannvirkið er mikilfengleg sýn og stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð og bæinn. Vegurinn er fær fjórhjóladrifsbílum yfir sumartímann. Útsýnið er einstök upplifun fyrir þá sem ekki eru fjallfærir með öðrum hætti; e.k. "sófa-safari". Á Bjólfi eru kjöraðstæður fyrir svifdreka. Akstur upp að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.

Náttúra
5.36 km
Sjö Tindar

Aðgengilegt yfir sumartímann.

Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is

Náttúra
22.97 km
Fardagafoss

Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum á leið upp Fjarðarheiði. Er hann efstur fossanna í Miðhúsaánni. Hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær utan síðasti spölurinn. Bak við fossinn er hellir. Sagnir herma að í honum hafi haldið til tröllskessa. var sú trúa á að frá þeim helli lægju jarðgöng yfir í Gufufoss í Fjarðará, handan heiðarinnar. Önnur sögn hermir að náttröll búi í hellinum er hafi í fórum sínum ketil fullan af gulli.

Powered by Wikiloc
Náttúra
10.73 km
Vestdalsvatn

Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð. Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) og stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir.

Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð þar er stikuð leið. Niður Gilsárdal eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal. Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði.

Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.

GPS : N65°17.102-W14°17.887

Powered by Wikiloc

Aðrir

Bókasafn Seyðisfjarðar
Bóka- og skjalasöfn
 • Austurvegur 4
 • 710 Seyðisfjörður
 • 470-2339
Handverksmarkaður
Söfn
 • Austurvegur 9
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1154
Rarik Safnið
Söfn
 • Fjarðarsel
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1122

Aðrir

Kaffi Lára - El Grilló Bar
Kaffihús
 • Norðurgata 3
 • 710 Seyðisfjörður
 • 778-3340
Skaftfell Bistró
Kaffihús
 • Austurvegur 42
 • 710 Seyðisfjörður
 • 472-1633

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur