Flýtilyklar
Hótel Edda Neskaupstaður
Í Neskaupstað er öflugt samfélag í skjóli hárra fjalla. Þangað var ekki
farið öðruvísi en sjóleiðina þar til fyrir ríflega hálfri öld. Austasti tangi
landsins, Gerpir, er skammt undan. Merk söfn eru í nágrenninu, meðal
þeirra Stríðsárasafnið á Reyðarfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði.
Aðstaða á staðnum:
- Alls 29 herbergi
- Öll herbergi eru með baði
- Veitingastaður með útsýni yfir fjörðinn
- Frítt internet
- Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður
Afþreying í nágrenninu:
- Útisundlaug og heitir pottar
- Gönguleiðir
- Berjatínsla í ágúst
- Bátsferðir
- Fuglaskoðun
- Sjóminjasafn
- Náttúrugripasafn
- Hestaleiga
Nesgata 40
444-4001
Hótel Edda Neskaupstaður - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands