Djúpavogskörin
Djúpavogskörin eru skemmilegur baðstaður rétt sunnan við Djúpavog. Heitt vatn streymir upp úr borholu sem var boruð fyrir nokkrum árum og heimamenn settu þar upp tvö kör til þess að nýta heita vatnið og njóta útsýnisins yfir fjörðinn. Hitinn í öðru karinu er um 42°C en úr því rennur í hitt karið og það er um 40°C.
Gestir eru beðnir um að ganga vel um og skilja við staðinn eins og þeir vilja koma að honum.