Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Um okkur

Meginmarkmið og hlutverk markaðssviðs Austurbrúar er markaðssetning Austurlands innanlands sem utan sem hágæða áfangastaðar og vænlegs búsetukosts auk þess að efla ferðaþjónustuna sem framtíðaratvinnugrein.

Hafðu samband við starfsfólk okkar ef þig vantar frekari upplýsingar. 

María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri markaðsmála - sími: 470 3826 -  netfang: maria at austurbru.is

Ingvi Örn, Hönnun og vefumsjón - sími: 470 3862 - netfang: ingvi@austurbru.is 

Sjá nánar.

 

Austurland

Bæir og þorp

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þar má t.d. lesa götuheitin á íslensku og frönsku! Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en þarlendir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld. Á Egilsstöðum eru engin slík áhrif að finna en bærinn er sá yngsti á Austurlandi, varð til á fimmta tug aldarinnar sem leið, og hefur orðið að þjónustumiðstöð Austurlands.  

Map Vopnafjörður Borgarfjörður Eystri Egilsstaðir Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður Breiðdalsvík Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur