Skriðuklaustur
Skriðuklaustur er fornt höfuðból og sýslumannssetur í Fljótsdal. Þar var munkaklaustur á árunum 1493-1552. Klausturrústirnar hafa verið grafnar upp og uppgröfturinn leiddi í ljós að þar hafa verið stundaðar lækningar og bókagerð. Í uppgreftrinum fundust einnig ýmsir merkilegir munir.
Árið 1939 settist Gunnar Gunnarsson skáld að á Skriðuklaustri og reisti þar einstakt stórhýsi. Gunnar gaf íslenska ríkinu jörðina þegar hann flutti til Reykjavíkur árið 1948. Þar var lengi rekin tilraunastöð í landbúnaði en árið 2000 hóf Gunnarsstofnun starfsemi á staðnum. Skriðuklaustur er í dag rekið sem menningar- og fræðasetur. Á sumrin eru fjölbreyttar sýningar í boði og gestir geta fengið persónulega leiðsögn um hús skáldsins. Auk þess er hægt að gæða sér á dásamlegum veitingum í Klausturkaffi.
Opnunartími
Apríl, kl. 12-16
Maí, kl. 12-17
Júní - ágúst, kl. 10-18
September - 17. október, kl. 11-17