Fara í efni

 

Örstutt um Austurland

Á Austurlandi eru lítil þorp, stórbrotin strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll. Nálægðin við náttúruna er mikil og landslagið er heillandi. Hér eru frábærir og fjölbreyttir möguleikar til útivistar, allt árið um kring. Hálendið er stórbrotið og útsýnisferðir meðfram ströndinni við jaðar Norður-Atlantshafsins eru ógleymanlegar.

Á Austurlandi, sem er 22.721 km², búa 10.900 manns á landfræðilega fjölbreyttu svæði. Byggðin er dreifð og þéttbýliskjarnarnir ólíkir þrátt fyrir að hafa flestir orðið til í kringum sjávarútveg. Í dag eru ferðaþjónusta og iðnaður einnig áberandi á svæðinu en hvert samfélag hefur sín sérkenni. Endilega kíktu í heimsókn! 

Viltu vera með?

Ert þú starfandi þjónustuaðili á Austurlandi og langar að birtast í appinu? Eða ertu að halda spennandi viðburð sem að þú vilt koma á framfæri? Það er alltaf pláss fyrir ný fyrirtæki, tilboð, fasteignir og laus störf í appinu. Sendu okkur línu á austurland@austurland.is og við bætum þér við!

Austurland á einum stað

Við gáfum nýverið út endurbætta og uppfærða útgáfu af SparAustur afsláttar appinu sem naut mikilla vinsælda meðal ferðalanga og heimamanna í fyrra. Snjallforritið einskorðast ekki lengur við tilboð - heldur birtast nú allir viðburðir, þjónustuaðilar, fasteignir og störf sem í boði eru á Austurlandi. Með því að hala niður Austurlands appinu hefur þú greiðan aðgang að fjölmörgum og fjölbreyttum tilboðum, upplýsingum um viðburði og allri þjónustu á Austurlandi. Ekki vera fastur í fortíðinni - sæktu appið í dag!