Fara í efni

Það er margt hægt að upplifa og skoða við Austurströnd landsins. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.

Austurströndin

 

Egilsstaðir
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að halda. Hinu megin við fljótið er systurbærinn Fellabær. Samanlagður íbúafjöldi er um 3000 manns.   Það er auðvelt að komast í Egilsstaði. Þangað er flogið a.m.k. daglega frá Reykjavík og strætisvagnar tengja Egilsstaði við stærri bæina á svæðinu. Egilsstaðir er frábær miðpunktur til þess að fara í ýmis konar leiðangra út frá. Bærinn stendur bókstaflega við Lagarfljótið (þar sem hinn frægi Lagarfljótsormur býr) og margar gönguleiðir liggja um og umhverfis bæinn. Rétt utan við Fellabæ er ein perlan í frábæru baðstaðasafni Íslands, Vök Baths.  Matur úr héraði er áberandi í matarmenningu Egilsstaða. Þar er hægt að kaupa vörur beint frá býli og fá bjór sem bruggaður er á staðnum. Veitingastaðir eru einstaklega fjölbreyttir en þar má finna allt frá fljótlegum skyndibita til hágæðaveitingastaða sem leggja áherslu á staðbundið hráefni.  Ef þig langar að kynnast menningu staðarins nánar þá er margt í boði, til dæmis sýning Minjasafnsins um það hvernig hreindýr urðu hluti af náttúru Austurlands. Árlega eru haldnar hátíðir með fjölbreytt þemu, t.a.m. djasstónlistarhátíð, Dagar myrkurs og Ormsteiti.   Áherslur  Ganga að Fardagafossi, sem fellur við rætur Fjarðarheiðar.  Bragð af hreindýri af svæðinu á einum af veitingastöðum bæjarins. Grænmetisætur ættu að leita eftir byggi ræktuðu á svæðinu.  Bað með krökkunum úr bænum í sundlaug staðarins, eða í fljótandi laugunum í Vök Baths.  Bíltúr í kringum Lagarfljót, meðal annars til þess að skoða Hengifoss, Skriðuklaustur og Snæfellsstofu. 
Lagarfljót og Lögurinn
Lagarfljót er stærsta vatnsfall Austurlands og eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Eyjabakkajökli til Héraðsflóa eða um 140 km leið. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið, gjarnan kallað Lögurinn, nær frá Fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins.  Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að skrímsli hafist við í Lagarfljóti, Lagarfljótsormurinn og er fyrsta skjalfesta frásögnin af orminum frá 1345. Stóð mönnum mikill stuggur af ormi þessum fyrr á öldum og þótti það boða ill tíðindi ef hann sást skjóta kryppum upp úr vatninu. Hin síðari ár hefur minna borið á honum en þó eru þess dæmi að nýlega hafi náðst sæmilega skýrar ljósmyndir af honum.  Áningarstaðir eru víða kringum fljótið og þar er kjörið að staldra við og líta eftir orminum.
Sundlaugin Egilsstöðum
Sundlaug - opnunartími Sumar (1. júní – 31. ágúst)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 21:30Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00 Vetur (1. september – 31. maí)Mánudagar – föstudaga 6:30 – 20:30Laugardaga og sunnudaga 10:00 – 18:00 Héraðsþrek Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi. Opnunartímar Héraðsþreks eru þeir sömu og sundlaugarinnar.
Minjasafn Austurlands
Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið. Hreindýrin á AusturlandiÁ sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum. Sjálfbær einingYfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu. Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins. Opunartímar: September-maí: Þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00 Júní – ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00 Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma. Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðu safnsins.
Selskógur
Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan Eyvindará. Um skóginn liggja stígar og og að vetri til eru þar gönguskíðabrautir.  Í skóginum er líka fótboltavöllur og leiksvæði fyrir börn.
Fardagafoss gönguleið
Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum, við rætur Fjarðarheiðar. Hann er efstur fossanna í Miðhúsaánni en hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær fyrir utan seinasta spölinn sem er svolítið erfiður yfirferðar. Gengið er frá bílastæði við Áningatstein (við veg 93.) Á bak við fossinn er hellir en sagan segir að í honum hafi búið ferleg tröllskessa. Talið er að göngliggi í gegnum Fjarðarheiðina yfir í Gufufoss í Fjarðará í Seyðisfirði. Skessan undir Fardagafossi var fræg fyrir að eiga ketil fullan af gulli. Þegar skessan var orðin svo gömul að hún vissi dauða sinn nálægan þá renndi hún katlinum með gullinu niður í djúpan skessuketil sem er í miðjum Gufufossi, neðar í Miðhúsaánni. Sagt er að sjáist í handfangið á katlinum þegar lítið vatn er í ánni.  Powered by Wikiloc
Reyðarfjörður
Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar eru stór hluti af sögu staðarins. í dag er álver Alcoa Fjarðaáls einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, sem gerir Reyðarfjörð að helsta iðnaðarsvæðinu á Austurlandi. Iðnaður á svæðinu kemur ekki niður á náttúrufegurð þess en Reyðarfjörður vakti mikla athygli þegar breska sjónvarpsþáttaröðin Fortitude var að hluta tekin upp í bænum. Reyðarfjörður tengist Bretlandi einnig í seinni Heimsstyrjöldinni en þá voru Bandamenn með herstöð í firðinum. Ummerki um hana eru enn áberandi á staðnum, en þar eru enn braggar og skotbyrgi. Íslenska stríðsárasafnið sem staðsett er á Reyðarfirði kemur stemmingu stríðsáranna vel til skila, sem er magnað í ljósi þess að Ísland hefur aldrei tekið þátt í hernaði.  Fjölbreytt afþreying er í boði á Reyðarfirði. Mælt er með að ganga upp með Búðaránni, að fossi sem er staðsettur fyrir ofan þorpið, eða í átt að miðbænum. Þeir sem leita að rólegheitum ættu að renna fyrir fisk í Andapollinum, á meðan göngugarpar skella sér í gönguferð um kjarrivaxnar hlíðar Grænafells. Merkt gönguleið liggur á fjallið frá Fagradal, en þar er einnig merkt gönguleið meðfram fallegu gili Geithúsaár. Stórir grjóthnullunar innan um kjarrið gætu verið híbýli álfa en þeir hafa fallið úr fjallinu með snjóflóðum eða skriðum.  Áherslur Ganga – Grænafell hentar einstaklega vel til afþreyingar og útivistar. Á toppi fjallsins er vatn, og glæsilegt gljúfur mótar landslagið við tindinn. Bragð – bakkelsi úr vinsælu bakaríi bæjarins eða máltíð á Tærgesen, veitingastað sem staðsettur er í heillandi gömlu húsi sem var einn af tökustöðum Fortitude.  Bíltúr – ef þú ert á suðurleið, með nægan tíma, getur þú valið að fara lengri og mjög fallega leið eftir vegi 955, í stað ganganna ,til Fáskrúðsfjarðar. 
Mjóifjörður
Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti. Mjóifjörður er 18 kílómetra langur og, eins og nafnið gefur til kynna, mjór. Þorpið í Mjóafirði heitir Brekka og þar eru um 14 manns með fasta búsetu, einstaklingar sem virkilega njóta fámennisins og náttúrunnar. Leiðin til Mjóafjarðar er stórfengleg en hún er aðeins opin í um fjóra mánuði á ári (fer eftir veðri og færð). Annars er einungis hægt að komast til Mjóafjarðar með áætlunarbát frá Norðfirði.  Malarvegurinn sem liggur frá Hringvegi 1 niður í fjörðinn og eftir norðurströnd hans leiðir ferðalanga um marga af merkustu stöðum Mjóafjarðar. Fjörðurinn er skemmtilegt samsafn náttúrufyrirbæra og söguminja sem saman segja áhugaverða sögu. Einn þekktasti segullinn í Mjóafirði er Klifbrekkufossar, sem falla niður klettastalla innst í firðinum. Prestagil er magnað en það dregur nafn sitt af þjóðsögu er segir frá tröllkonu sem reyndi að tæla prest með sér inn í gilið., og Smjörvogur var einu sinni notaður sem fangelsi því þaðan var ekki hægt að sleppa án aðstoðar. Á Asknesi má sjá minjar hvalveiðistöðvar sem byggð var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Stöðin var á þeim tíma sú stærsta í heiminum með um 200 starfsmenn. Ef keyrt er í gegnum þorpið og áfram í austur enda ferðalangar við vitana á Dalatanga (annar frá 1895, hinn 1908) en þar er ótrúlegt útsýni til allra átta. Á sumrin, á meðan vegurinn er opinn, er lágmarksþjónusta á staðnum fyrir ferðamenn sem sækjast eftir kyrrð, magnaðri náttúru, og endalausum möguleikum til gönguferða. Mættu vel undirbúinn, sérstaklega ef dvelja á í lengri tíma. Áherslur Ganga – í leit að besta sjónarhorninu til þess að mynda Klifbrekkufossa. Ef þú ert í stuði þá er hægt að taka sér dag í að ganga yfir í annan af nágrannafjörðunum.  Bragð – kaffi og með því á litla gistiheimilinu sem opnar á sumrin í Brekkuþorpi. Biltúr – eftir norðurströnd fjarðarins, eins langt og þú kemst, til þess að njóta útsýnisins frá Dalatanga.
Klifbrekkufossar
Klifbrekkufossar er stórfengleg fossasyrpa innst inn í botni Mjóafjarðar. Þar falla margir litlir fossar í röð sem mynda fallega og myndræna heild. Fossarnir blasa við hægra megin við þjóðveginn þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.
Dalatangi
Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og giljum. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka á Íslandi. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs, allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.  Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri var reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne árið 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti með steinlími á milli. Yngri vitinn, sem nú er í notkun, var reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir. Við bæjarhúsin er eru skrúðgarður og gróðurhús.
Dalatangaviti
At Dalatangi, there are two lighthouses. The older one was built by the fishing operator Ottó Wathne in 1895. He paid for the lighthouse construction, which is made of basalt with stone glue in between. The Danish Lighthouse Institute then provided lighting fixtures, a kerosene lamp, and a mirror to amplify the light. Following the construction, the National Treasury took over the operation of the lighthouse. The younger lighthouse was built in 1908 and is still in use. The road to Dalatangi lies from Mjóafjörður town. It is not possible to drive further east in Iceland. At Dalatangi, there is an excellent view to the north, to Glettingur and into Loðmundarfjörður and Seyðisfjörður. Dalatangi has a weather station, and regular weather observations have been made there since 1938.
Íslenska Stríðsárasafnið
Andi stríðsáranna endurvakinn Gestir Íslenska stríðsárasafnsins hverfa rúm 70 ár aftur í tímann, allt aftur til 5. áratugarins þegar heimsstyrjöldin síðari geisaði. Sýningar safnsins gera þessu tímabili vönduð skil, bæði út frá sjónarhóli hins almenna hermanns í setuliði bandamanna og íbúa Reyðarfjarðar. Safnið er staðsett við bragga sem voru hluti af stórum spítalakampi. Sjá má líkan af kampnum ásamt aðstöðu óbreyttra hermanna og yfirmanna. Fjöldi upprunalegra muna glæða safnið lífi og veita óvenjulega innsýn í þessa löngu liðnu tíma, þá ógn sem stöðugt vofði yfir en einnig hversdagslegar aðstæður og tískustrauma. Íslenska stríðsárasafnið geymir óvenjulega tíma í lífi íslensku þjóðarinnar og skapar ógleymanlegar stundir þeim sem það heimsækja. Safnið er opið alla daga kl. 13:00 - 17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.  
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin. Powered by Wikiloc
Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberandi í bænum. Til dæmis bera allar götur í bæjarins bæði íslenskt og franskt nafn.  Fáskrúðsfjörður varð löggildur verslunarstaður árið 1880, og frá seinni hluta 19. aldar fram til 1935 var þar aðalmiðstöð franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við austurströnd Íslands. Bærinn er vel þekktur fyrir þessa frönsku arfleifð og sterk tenging er við vinbæ Fáskrúðsfjarðar í norður Frakklandi, Gravelines (þaðan komu flestir sjómennirnir sem veiddu við Ísland). Rétt fyrir utan bæinn er grafreitur franskra og belgískra sjómanna sem létust við Íslandsstrendur. Miðpunktur bæjarins er Franski spítalinn sem byggður var árið 1903. Hann hefur nú öðlast nýtt hlutverk sem hótel og veitingastaður, auk þess sem húsið hýsir hluta safnsins Frakkar á Íslandsmiðum. Safnið er með þeim flottari á Íslandi en það veitir einstaka upplifun og innsýn í líf erlendra sjómanna sem stunduðu veiðar við Ísland.  Jarðgöng tengja Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð, en lengri leiðin, vegur 955 sem liggur með ströndinni, er einstaklega falleg og hana er skemmtilegt að keyra á góðum degi. Eyjan Skrúður er staðsett undan strönd fjarðarins. Henni tengjast fjölmargar þjóðsögur auk þess sem eyjan er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf, en þar er sérstaklega mikið um lunda og súlur. Umhverfis eyjuna eru háir klettar svo það þarf vænan skammt af hugrekki til að heimsækja hana en í klettabeltinu er hellir þar sem sjómenn áttu það til að leita skjóls í óveðri.  Áherslur Ganga – ef orkan er í hámarki skaltu skella þér á Sandfellið, 743 metra hátt líparítfjall sem stendur sunnan megin í firðinum. Ef metnaðurinn er minni, þá er líka skemmtilegt að rölta um bæinn og skoða frönsk tengsl í byggingum, götunöfnum og minjum. Bragð – finndu frönsk áhrif í matargerðinni á veitingastaðnum í Franska spítalanum, og njóttu mikilfenglegs útsýnis á meðan. Bíltúr – veldu lengri leiðina, um veg 955 í stað ganganna, en þar er rosalega fallegt útsýni.
Fransmenn á Íslandi
Frakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900 eða Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman. Frakkar á Íslandsmiðum er án efa eitt athyglisverðasta safn landsins. Ekki aðeins fyrir hönnun þess og nálgun við viðfangsefnið, heldur einnig vegna andrúmsloftsins sem tekist hefur að skapa. Lifandi nærmynd er brugðið upp af lífi sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið og skynjar áhorfandinn glöggt aðstæður þeirra og daglegt líf. Þá veitir safnið einnig glögga innsýn í starfsemi Franska spítalans og merka starfsemi hans upp úr aldamótunum 1900. Endurgerð Minjaverndar á Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði lauk sumarið 2014. Húsin eru alls fimm og eru auk Læknishússins og Franska spítalans, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið.  Endurreisnarsaga húsanna er með merkari framkvæmdum Minjaverndar og sú viðamesta utan höfuðborgarsvæðisins. Frönsku húsin gegna á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlíf Fáskrúðsfjarðar, en nú sem Fosshótel Austfirðir, sælkerastaðurinn l'Abri og safnahús Fransmanna á Íslandi. Litla kapellan hlaut blessun 26. júlí 2014 og er eina byggingin sem heldur upprunalegu hlutverki sínu.  Safnið er opið alla daga kl. 10:00-18:00 (15.maí - 30.september) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Vattarnes
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.
Vattarnesviti
Á Vattarnesi stendur Vattarnesviti en það hefur verið viti á Vattarnesi frá árinu 1912. Appelsínuguli vitinn sem þar stendur í dag var byggður árið 1957. Þægilegar göngueiðir liggja um nesið svo það hentar einstaklega vel til útivistar.   Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin. 
Skrúður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni.Einnig höfðu bændur þar beitiland.  Vel þekktar eru sagnirnar af bóndanum í Skrúðnum, en hann var einn þriggja bræðra. Hinir risarnir höfðust við í Skrúðskambi við Streitishvarf og í Papey. En þeir bræður sáu hver til annars og gátu kallast á. Mikið fuglalíf er í eyjunni og var eggja- og fuglatekja stunduð á árum áður. Eyjan sést einnig frá Reyðarfirði. Við Fáskrúðsfjörð eru ennfremur eyjarnar Æðasker og Andey.    
Sandfell
Sandfell (743 m) er fallegt líparítfjall sunnan Fáskrúðsfjarðar og er það dæmigerður bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins má sjá hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekju. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið. Powered by Wikiloc
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþjónustu og listi en mikill sköpunarkraftur kraumar í Stöðvarfirði sem líklegast er innblásinn, allavegana að hluta til, af stórbrotinni náttúru svæðisins.  Eins og í flestum Austfjarðanna gnæfa fjöll yfir strandlínunni í Stöðvarfirði. Norðan megin í firðinum rísa Steðji og Hellufjall hátt, en sunnan megin Súlur. Jarðfræðileg saga svæðisins er merkileg, en auðveldasta leiðin til þess að upplifa ótrúlega fjölbreytni steina og steintegunda á Austurlandi er að heimsækja Steinasafn Petru Sveinsdóttur. Petra safnaði steinum allt sitt líf og nú er fyrrum heimili hennar eins og fjársjóðskista, fullt af alls kyns jarðfræðilegum gersemum.   Á meðal náttúrufyrirbæra í firðinum, sem áhugavert er að skoða eru fossar, klettar og hinn einstaki sjáverhver Saxa. Í þorpinu er sköpunarkrafturinn áberandi í litlum listagalleríum og á sumrin er Salthúsmarkaðurinn opinn en þar selja heimamenn listmuni og handverk, sem eru frábærir minjagripir. Gamla frystihúsi staðarins hefur verið breytt í Sköpunarmiðstöð, sem rekur vinnustofur og íbúðir fyrir gestkomandi listamenn, verkstæði og fleira. Þar er meira að segja hljóðver.   Áherslur  Ganga – inn Jafnadal sem gengur inn úr firðinum, þar eru merktar göngustígar sem m.a. leiða að steinboga í hlíðum Álftafells. Á leiðinni að steinboganum er farið fram hjá klettaborginni Einbúa, stórum kletti sem stendur einn á annars sléttu svæði.  Bragð – heimagerðar kökur og súpa í söluturninum sem stendur fyrir framan Steinasafn Petru.  Bað – í sundlaug staðarins, hún er kannski lítil en að sjálfsögðu er sundlaug á staðnum.  Bíltúr – í norður úr þorpinu, til þess að skoða sjávarhverinn Söxu. Þar gengur úthafsaldan inn í klettaskoru og spýtist svo hátt upp í loft. Nafnið Saxa varð til vegna þess að þegar sjórinn gengur í gegnum klettaskoruna saxast þari í smátt og þeytist upp með „gosinu.“ 
Hafnarnesviti
Vitinn á Hafnarnesi lætur ekki mikið yfir sér en gönguferð þangað er vel þess virði að fara. Á Hafnarnesi eru heilmiklar minjar um byggð sem lagðist að mestu af á ofan verðri 20. öld en fór alveg í eyði um 1970. Flestir urðu íbúarnir um 100 talsins. Árið 1939 var Franski spítalinn fluttur út á Hafnarnes og stóð þar um 70 ára skeið. Vegleg byggingin myndar nú kjarnann í frönsku húsaþyrpingunni á Fáskrúðsfirði.
Saxa
Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt í loft upp með tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með brimgosunum. 
Steinasafn Petru
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum. Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi. Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili. Opið frá 1. júní til 31. ágúst, alla daga vikunnar, 10:00 - 17:00 Kaffi Sunnó Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi.
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og til sjávar. Bátsferðir eru vinsælar frá gömlu höfninni.   Útsýnið úr þorpinu inn Breiðdalinn er alls ekki síðra. Breiðdalurinn er víðfeðmasti dalurinn á Austurlandi, umvafinn tignarlegum fjöllum sem ná yfir 1000 metra hæð beggja megin og tilkomumikil Breiðdalsáin , sem þekkt er fyrir laxveiði, liðast eftir dalbotninum til sjávar. Stórfengleg náttúran gerir Breiðdalinn að einstökum stað til þess að skoða og njóta fjölbreyttrar útivistar, allt frá gönguferðum til útreiða. Þar smá finna fossa og litla skóga, auk þess sem litskrúðug líparít fjöllin eru mögnuð að sjá.   Á Breiðdalsvík er hægt að ferðast aftur í tímann með heimsókn í matvöruverslun staðarins, Kaupfjelagið, sem hefur lítið breyst frá því á sjötta áratugnum. Í framhaldinu mælum við með heimsókn í handverksbrugghúsið í næsta húsi (já, 140 íbúa þorp þarf brugghús!). Einnig er áhugavert að kíkja í gamla Frystihúsið, þar sem meðal annars má sjá gamalt upphleypt íslandskort sem skemmtilegt er að skoða.  Áherslur  Ganga – sunnan við Breiðdalsvík er Streitishvarf, einstaklega skemmtilegt svæði með merktum gönguleiðum, vita og fallegu útsýni.   Bragð – hægt er að fá fisk, veiddan á staðnum, sem bragðast einstaklega vel með bjór frá handverksbrugghúsinu Beljanda, sem nefnt er eftir fallegum foss í Beiðdalnum.  Bíltúr – til tilbreytingar frá Þjóðveginum (vegi 1), er hægt að keyra veg 95 inn Breiðdalinn og áfram yfir Breiðdalsheiði, sem nær yfir hluta af hinni fornu Breiðdalseldstöð. Útsýnið yfir dalinn og strandlínuna er ógleymanlegt. Vegur 95 endar á Egilsstöðum.  
Beljandi
Í Breiðdalsá, skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg við Breiðdalsvík, er fossinn Beljandi. Raunar eru fossarnir tveir, ytri og innri, og samnefndir hylir við. Fossarnir eru ekki sérstaklega háir en þeir eru mjög fallegir og vel þess virði að skoða. Stutt gönguleið er frá þjóðveginum um Breiðdalsvík að fossunum. Svæðið er einstaklega fallegt og skemmtilegt til útivistar.
Aldamótaskógur við Tinnu
Í tilefni aldamóta árið 2000 og 70 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð. Plöntur Austurlands voru setta niður í landi Eydala Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka. Nokkrum áratugun áður, eða á sjötta áratug 20. aldar, var talsvert gróðursett í þessum sama reit upp við Tinnudalsá og því varð þar til skemmtilegt útivistarsvæði. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnu, út á þjóðveg 1. Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig að verða til útivistarsvæði.
Heydalir (Eydalir )
Kirkja hefur verið að Heydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum á Íslandi og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastur þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Heydölum. Kirkjan sem nú stendur í Heydölum var vígð 13. júlí árið 1975 og var gamla kirkjan afhelguð sama dag. Gamla kirkjan var smíðuð 1856 en hún brann til kaldra kola 17. júní 1982.   Nafnið á staðnum er eitthvað á reiki, sumir tala um Heydali og Heydala er getið bæði í Landnámu og Njálu. Aðrir talra um Eydali, sérstaklega eldra heimafólk í Breiðdal, auk þess sem sr. Einar Sigurðsson er gjarnan kenndur við Eydali. Staðurinn er jöfnum höndum nefndur Heydalir og Eydalir í gjörðabók Heydalasóknar sem hefur verið í notkun frá 1909 en í dag er opinbert nafn staðarins Heydalir. 
Meleyri
Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta svæðið mikið til útivistar, sérstaklega á veturna þar sem snjó festir ekki á sandinum. 
Streitishvarf
Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða. Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár.
Streitisviti
Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár. Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Djúpivogur
Á syðsta hluta Austurlands tekur fólk lífinu rólega. Hinn einstaklega fallegi bær Djúpivogur er hluti af Cittaslow (alþjóðlegt tengslanet bæja þar sem gott er að búa). Bæir sem taka þátt í Cittaslow hreyfingunni leggja áherslu á ósvikna framleiðslu, heilnæman mat í anda „slow food“ stefnunnar, heillandi handverkshefðir, og umhverfisvernd í takt við gleðina sem hlýst af hæglátu og friðsælu hversdagslífi.  Djúpivogur er friðsæll staður sem skapar svigrúm fyrir íbúa og gesti til gönguferða, könnunarferða, og að anda djúpt. Upplifðu rólegheitin, söguna og sköpunargleðina. Verslunarsaga staðarins nær aftur til ársins 1589, og elsta húsið á Djúpavogi (Langabúð, byggð 1790) hýsir nú söfn og kaffihús. Handverksfólk af svæðinu er með vinnustofur í bænum og óvenjulegar sýningar utandyra, og ekki má gleyma Eggjunum í Gleðivík eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið samanstendur af 34 eggjum í yfirstærð sem stillt er upp með fram strandlínunni. Þau minna á annan segul Djúpavogs en það er fjölbreytt fuglalíf svæðisins. Grunn lónin, vötnin meðfram ströndinni og leirurnar á svæðinu bjóða upp á kjöraðstæður fyrir margar tegundir fulga, en verndarsvæðið á Búlandsnesi er þekkt á meðal fulglaáhugafólks. Undan strönd Djúpavogs er Papey, lítil óbyggð eyja, þar sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim sem vilja sjá lunda. Það sem stelur senunni í landslaginu umhverfis Djúpavog er án efa Búlandstindurinn sem gnæfir yfir allt annað, í 1069 metra hæð. Þjóðsögur herma að á sumarsólstöðum geti fjallið látið óskir rætast og einhverjir trúa að það búi yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Áherslur Ganga – innan um fuglana í friðlandinu á Búlandsnesi, eða á Búlandstindinn ef þú leggur í eitthvað meira krefjandi. Bragð – heimagerðu kökurnar í Löngubúð, elsta húsinu í bænum. Bað – með heimamönnum í sundlaug bæjarins. Bíltúr – fylgdu hringveginum frá bænum til þess að sjá tilkomumikla náttúrufegurð. Haltu í norður til þess að skoða náttúruverndarsvæðið á Teigarhorni eða Berufjörðinn fallega, eða í suður til þess að sjá svörtu sandana og hrikalega klettana Stapavík.
Eggin í Gleðivík
Eggin í Gleðivík eru útilistaverk sem sýnir 34 eftirmyndir eggja varpfugla sem verpa í nágrenni Djúpavogs. Mikið fuglalíf er á svæðinu og endurspegla eggin þá sterku tengingu sem Djúpavogur hefur við náttúruna.  Eggin í Gleðivík eru vinsæll áningastaður ferðamanna og eru orðin eitt af kennileitum Djúpavogs.
Hálsaskógur
Hálsaskógur er á Búlandsnesi, skammt vestan við Djúpavog. Skógurinn er afar skemmtilegur en hann hefur verið grisjaður og þar settar upp trjátegundamerkingar og upplýsingaskilti, borð og bekkir. Í skógræktinni eru kurli lagðir göngustígar og svæðið hentar því einkar vel fyrir þá sem kjósa léttar gönguferðir.
Svörtu sandarnir við Djúpavog
Rétt fyrir utan flugvöllinn á Djúpavík eru hinir svonefndu Svörtu sandar. Þeir eru sannkölluð náttúruperla, en fuglalífið þar er algjörlega einstakt. Svæðið er frábært til hverskyns útivistar fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega fuglaáhugafólk.

Ferðaleiðir

Á Austurlandi ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar eru lítil þorp, stórbrotin strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll. Nálægðin við náttúruna er mikil og landslagið er heillandi. Hér eru frábærir og fjölbreyttir möguleikar til útivistar, allt árið um kring. Hálendið er stórbrotið og útsýnisferðir meðfram ströndinni við jaðar Norður-Atlantshafsins eru ógleymanlegar.