Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Flotmeðferð Vök Baths & Flothettu

23.-24. júní
Flothetta og VÖK Baths bjóða ykkur að stíga inn í töfraheim upplifunar, náttúru og þyngdarleysis í fallegum vatnaviðburði 23. og 24. júní kl. 22:00.

Flotið er undir handleiðslu hönnuðar Flothettu, Unnar Valdísar Kristjánsdóttur og samstarfskonu hennar Höllu Hákonardóttur. Boðið verður upp á djúpslakandi flot með mjúkri meðhöndlun í einstökum fljótandi náttúrulaugum Vök Baths.

Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur í samfloti hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta. Óhætt er að segja að framlag flothettunnar sé afar dýrmætt innlegg inn í baðmenningu og lýðheilsu þjóðarinnar en Flothetta hefur verið leiðandi í innleiðingu flotslökunar á Íslandi og reyndar öllum heiminum, því hönnunin Flothetta og Samflot eru al-íslenskar nýjungar í heilsu, hannaðar af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði Flothettu og áhugamanneskju um vatnavellíðan.

Unnur og Halla eru með víðtæka reynslu í flot- og vatnsmeðferðum og halda úti flotmeðferðum í Reykjavík allt árið.
Verð: 9.500 kr
Innifalið
-Aðgangur að VÖK Baths
-Flothetta og fótaflot
-Vatnsmeðhöndlun
-Nærandi drykkur
ATH. Takmarkað pláss.

GPS punktar

N65° 18' 11.477" W14° 26' 49.432"

Staðsetning

Vök Baths