Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heimamyndadagur á Djúpavogi

15. júní

Á heimamyndadeginum er almenningi er boðið að koma með heimagerðu kvikmyndirnar sínar, sýna öðrum á stóru tjaldi, og skiptast á fróðleik um myndirnar og miðlana. Gestir og gangandi upplifa fortíðina á lifandi máta og skemmta sér saman. Með þessu gefst fólki jafnvel tækifæri til þess að sjá efni sem ekki hefur verið aðgengilegt í lengri tíma, enda tækin oft úrelt eða týnd.

Tekið verður á móti myndefni á filmum, spólum, diskum eða öðru formi til 14. júní og er heimafólk hvatt til að taka þátt og koma með myndefni að heiman. Heimamyndateymið skoðar efnið og yfirfer filmur í samtali við eigendur. Valið efni er svo sýnt á viðburðinum 12. júní þar sem áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni.

Átt þú heimamyndir og villt sjá þær stóra tjaldinu? Myndbönd af fjölskyldunni í sumarfríi? Árshátíð grunnskólans? Börnum að leik, fólki að störfum, þorrablótum, fjallinu eða firðinum?

Fyrir frekari upplýsingar og afhendingu efnis hafðu samband við
hmd.samsteypan@gmail.com
Kamillu í s: 691-8640
Siggu Regínu í s: 868-8241

Verkefnið er styrkt af Austurbrú og Múlaþingi

GPS punktar

N64° 39' 9.015" W14° 17' 48.750"

Staðsetning

Langabúð

Fleiri viðburðir