Föstudagseftirmiðdag 7.nóvember stoppar Rithöfundalestin á Breiðdalsvík. Upplesturinn verður klukkan 16:30 í Gamla Kaupfélaginu.
Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 6.-9. nóvember. Í ár eru eftirtaldir höfundar í lestinni: Ásgeir Hvítaskáld sem kynnir sögulega skáldsögu um austfirska atburði sem heitir Saklaust blóð í snjó; Nína Ólafsdóttir með sína fyrstu skáldsögu, Þú sem ert á jörðu, sem hefur fengið góða dóma; Óskar Þór Halldórsson með áhugaverða bók um Akureyrarveikina og Gunnar Helgason kynnir sína nýjustu barnabók, Birtingur og símabannið mikla.
Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast fleiri rithöfundar í hópinn.
Hægt er að kaupa bækurnar sem kynntar eru á staðnum.
Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast fleiri rithöfundar í hópinn.
Hægt er að kaupa bækurnar sem kynntar eru á staðnum.
Rithöfundalestin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar, Skaftfells, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarsviðs Múlaþings og menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps.
Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað, Bílaleigu Akureyrar, Gistihússins á Egilsstöðum sem og bókaforlaganna Forlagisins, Svarfdælasýsls og Frjáls orðs.
Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.
Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Síldarvinnslunnar, Alcoa, Atlantsolíu, Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað, Bílaleigu Akureyrar, Gistihússins á Egilsstöðum sem og bókaforlaganna Forlagisins, Svarfdælasýsls og Frjáls orðs.
Allar upplýsingar um viðburðina er að finna á Facebook-síðum samtarfsaðilanna.
Upplestrarsamkomur Rithöfundalestarinnar 2025:
Fimmtudaginn 6. nóv. á Vopnafirði í Kaupvangi kl. 20:00
Föstudaginn 7. nóv. Í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík kl. 16:30 og Hótel Framtíð, Djúpavogi kl: 20:00
Laugardaginn 8. nóv. Barna- og ungmennaupplestur með Gunnari Helgasyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttir í Safnahúsinu Neskaupstað kl. 13:00 og upplestur með öllum rithöfundunum kl. 14:00. Laugardagskvöldið stoppar lestin í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20:00.
Sunnudaginn 9. nóv. á Skriðuklaustri kl: 13:30 - viðburðurinn verður líka í streym
Fimmtudaginn 6. nóv. á Vopnafirði í Kaupvangi kl. 20:00
Föstudaginn 7. nóv. Í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík kl. 16:30 og Hótel Framtíð, Djúpavogi kl: 20:00
Laugardaginn 8. nóv. Barna- og ungmennaupplestur með Gunnari Helgasyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttir í Safnahúsinu Neskaupstað kl. 13:00 og upplestur með öllum rithöfundunum kl. 14:00. Laugardagskvöldið stoppar lestin í Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20:00.
Sunnudaginn 9. nóv. á Skriðuklaustri kl: 13:30 - viðburðurinn verður líka í streym