Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sunnudagsganga: Strútsfoss hringur

5. september

Sunnudagsganga - Strútsfosshringur með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs
5. september kl. 10:00
Brottför frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum
Erfiðleikastig: Miðlungs erfitt

Strútsfoss í Strútsá steypist fram af brúnum Villingadals inn af Suðurdal. Fossinn sem er tvískiptur, er með þeim hærri á landinu. Neðri hlutinn er um 100 m hár og sá efri um 20 m. Neðan fossins fellur áin í djúpu gili, Strútsgili. Gönguleiðin liggur frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal upp með Fellsá yfir brú á Strútsá upp á Villingafell yfir Strútsá ofan brúna komið að perlustauk í niðurleið. Strútsfoss er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs.

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Allar dagsferðir: Verð er 500 krónur og mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum nema annað sé tekið fram. Fólk er hvatt til að taka þátt í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri.

GPS punktar

N65° 15' 32.420" W14° 24' 1.496"

Staðsetning

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Fleiri viðburðir