Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vorið kemur heimur hlýnar

16.-25. ágúst
„Vorið kemur heimur hlýnar“ er ljósmyndasýning með verkum Sóleyjar Vífilsdóttur. Sýningin er haldin í hennar minningu en Sóley hafði í hyggju síðasta sumar að halda eigin ljósmyndasýningu og var búin að ákveða þetta nafn. Sóley féll frá áður en sýningin varð að veruleika svo nú bjóðum við öllum að koma og sjá ljósmyndirnar hennar. Sóley ljósmyndaði gjarnan náttúruna og lífið í þorpinu en hún bjó í Þórshöfn stærstan hluta af ævinni en bjó um tíma í Neskaupstað og átti hér fjölskyldu og vini.
Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 16. ágúst frá 17.00 til 19.00 í Gallerí Þórsmörk og léttar veitingar í boði. Sýningin er sölusýning og hægt verður að kaupa prent af ljósmyndunum.
Sýningin verður opin til 25. ágúst og opnunartímar eru:
16. ágúst - Opnun sýningar 17-19
17. ágúst - 14-17
18. ágúst - 14-17
24. ágúst - 14-17
25. ágúst - 14-17
Á virkum dögum er einnig í boði að koma og skoða, hafið samband við Önnu Karen - akmarinosdottir@gmail.com

GPS punktar

N65° 8' 56.852" W13° 41' 10.790"