Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Austurland að Glettingi - Ferðasýning á Reyðarfirði

Ágætu ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi! Brettum upp ermar og tökum vel á móti SAF í lok mars. Í tilefni af aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem haldinn verður á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. mars var ákveðið að nýta tækifærið og blása til austfirskrar ferðakynningar, einskonar MANNAMÓT á Austurlandi.

Ágætu ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi!

Brettum upp ermar og tökum vel á móti SAF í lok mars. Í tilefni af aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem haldinn verður á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. mars hefur verið ákveðið að nýta tækifærið og blása til austfirskrar ferðakynningar, einskonar MANNAMÓT á Austurlandi.

Ferðasýningin hefur fengið vinnuheitið AUSTURLAND AÐ GLETTINGI og mun Austurbrú sjá um skipulagningu og utanumhald. Viðburðurinn verður haldinn í Fjarðabyggðarhöllinni föstudaginn 27.mars milli 13:00-15:00.
Aðalfundargestir fara í skipulagða ferð fyrripart föstudagsins og enda svo í Fjarðabyggðarhöllinni á viðburðinum AUSTURLAND AÐ GLETTINGI, stefnumóti við austfirska ferðaþjónustu. Þar munu gestir fá að upplifa ferðaþjónustu á Austurlandi á áhrifaríkan og óvenjulegan hátt.

Milli 14-17 er svo ferðakynningin opin fyrir almenning og verður öllum íbúum Austurlands boðið að koma og kynna sér hvað ferðaþjónustan á svæðinu hefur upp á að bjóða.

Ferðaþjónustuaðilum á Austurlandi er hér með boðin þátttaka í þessu viðburði. Fyrirkomulag og hagnýtar upplýsingar.

• Útlínur Austurlands verða mótaðar í gervigrasið í höllinni á ca. 50x50 metra fleti.

• Gestir ganga yfir jökul á leið sinni til ferðaþjónustuaðila sem hafa komið sér fyrir á þeim stað á „kortinu“ sem þeir starfrækja sitt fyrirtæki.

• Lagarfljót og Ormurinn langi ásamt flugvellinum marka Fljótsdalshérað (sjá kort) og skilti verða sett upp við alla bæjarkjarna/sveitarfélög.

• Sjógáttinni á Seyðisfirði verða gerð góð skil. 

• Ekki verður sett upp sýningarkerfi en hver ferðaþjónustuaðili fær hringborð og hvert svæði fær pallettuborð fyrir sameiginlegt kynningarefni ásamt skilti með nafni bæjarfélags/bæjarkjarna. Ferðaþjónustuaðilar mega taka með sér útilegustóla en hugmyndin er að stemningin verði útilega – spjall við gesti og gangandi.

• Í Holuhrauni (sjá kort) verður hægt að hlýja sér, fá sér hressingu og tylla sér. Þar verður einnig skjávarpi og tjald fyrir myndbönd/glærukynningar. Ferðaþjónustuaðilar geta skráð sig með örfyrirlestur (5-7 mín) og verða þær kynningar auglýstar með tímasettri dagskrá til fundarmanna SAF. Örfyrirlestrar geta verið í því formi að segja frá fyrirtækinu og hvað það hefur upp á að bjóða eða segja frá einhverjum tilteknum stað sem menn hafa mikið dálæti á og langar að deila með þeim sem koma (Share the secret). Örfyrirlestur er upplagt tækifæri til að vekja frekari athygli á sér.

• Mikilvægt er að hafa umgjörð og viðhöfn sem einfaldasta fyrir alla þar sem ekki er langur tími til stefnu. Ferðaþjónustuaðilar mæta bara með kynningarefni og hugsanlega einhverja hressingu fyrir gesti, nammi í skál, harðfiskur eða annað sem tengir við hvert svæði/menningu.

• Mikilvægt er að muna að það er kalt í höllinni og allir þurfa að vera EXTRA vel klæddir.

• Fjarðabyggðarhöllin opnar kl. 12.00 föstudaginn 27.mars

MIKILVÆGT: Ferðakynningin Austurland að Glettingi verður haldin með fyrirvara um lágmarksskráningu á SAF aðalfund og skráningu ferðaþjónustuaðila.

Skráning:

• Þátttöku skal tilkynna í tölvupósti á east@east.is fyrir næsta föstudag, 13.mars.
• Stuttar kynningar á fyrirtrækjum/þjónustu – 5-7 mínútur – skráning á east@east.is
• Þátttökugjaldi er haldið í lágmarki en SAF greiðir hluta kostnaðar og leitað verður eftir kostunaraðilum til að dekka það sem upp á vantar.
• Þátttökugjald pr. ferðaþjónustuaðila er kr. 10.000.


Allar nánari upplýsingar veita: María Hjálmarsdóttir (maria@austurbru.is) og Lára Vilbergsdóttir (lara@austurbru.is)