Vinsælir áfangastaðir

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Regnbogagatan
Regnbogagatan á Seyðisfirði er líklega meðal mest mynduðu kennileita á Austurlandi, enda einstaklega skemmtilegt uppátæki hjá bæjarbúum sem hjálpuðust að við að mála götuna jafn fallega og raun ber vitni. Við enda regbogagötunnar stendur svo Bláa kirkjan sem laðar ekki síður að sér fagurkera.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Stórurð
Frá Vatnsskarði, á leiðinni til Borgarfjörður Eystri, er gengið í Stórurð sem er ein hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. Í urðinni er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun og best er að hefja hana uppi á Vatnsskarði, ganga inn eftir fjallasyrpunni og til baka neðri leiðina út í Ósfjall (um 16 km.). Einnig er hægt að halda áfram til Borgarfjarðar norðan eða sunnan Dyrfjalla. Í Stórurðargöngu þarf heilan dag til að njóta svæðisins að verðleikum. Gestabók er í Urðinni.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hengifoss
Hengifoss er í norðanverðum Fljótsdal á móts við innri enda Lagarfljóts. Hann er næst-hæsti foss landsins, 128 m hár. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn.Í berginu finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag, enda er sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss, Litlanesfoss, lukinn óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð.
Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá upphafsstað en það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum.
Hengifoss er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Eggin í Gleðivík
Eggin í Gleðivík eru útilistaverk sem sýnir 34 eftirmyndir eggja varpfugla sem verpa í nágrenni Djúpavogs. Mikið fuglalíf er á svæðinu og endurspegla eggin þá sterku tengingu sem Djúpavogur hefur við náttúruna.
Eggin í Gleðivík eru vinsæll áningastaður ferðamanna og eru orðin eitt af kennileitum Djúpavogs.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Stuðlagil
Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var lítt þekkt og kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (eða Jöklu) snarminnkaði. Þessi perla er Stuðlagil í Jökulsárgljúfri sem nefnt er eftir einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á Íslandi sem þar er að finna.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hafnarhólmi
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri, er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn sest upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann.
Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Bustarfell
Á Bustarfelli í Vopnafirði stendur einn
stærsti og best varðveitti torfbær landsins. Hann hýsir nú Minjasafnið á
Bustarfelli. Bærinn er að stofni til mjög gamall, að hluta frá því að hann var
endurbyggður eftir bæjarbruna 1770, en í honum var búið til ársins 1966. Sýningin
í safninu spannar því tveggja alda sögu búskapar- og lifnaðarhátta.
Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á
Bustarfelli, seldi ríkinu bæinn árið 1943 með því skilyrði að hann yrði byggður
upp og varðveittur um ókomin ár. Bærinn hefur verið í umsjá Þjóðminjasafnsins
síðan. Fyrst um sinn var safnið einkasafn, en árið 1982 afhenti Elín
Methúsalemsdóttir, dóttir Methúsalems og síðasti ábúandi í gamla bænum, Vopnfirðingum
safnkostinn til varðveislu og varð safnið þá að sjálfseignarstofnun.
Sérstaða Bustarfellsbæjarins er að það var
búið í honum óvenju lengi og fastasýning safnsins endurspeglar bæinn sem
heimili fjölskyldunnar, sem flutti þaðan árið 1966. Auk þess eru að jafnaði
tvær til þrjár sérsýningar í safninu.
Safnið er opið yfir sumarið og ofan við gamla
bæinn stendur kaffihúsið Hjáleigan, þar sem má gæða sér á kaffi og kræsingum. Á
staðnum er einnig lítið dýragerði með húsdýrum, sem gleðja jafnan stóra sem
smáa.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Hallormsstaðaskógur
Hallormsstaðarskógur er víðáttumesti skógur landsins. Hann liggur meðfram Lagarfljóti (Leginum) að austanverðu. Árið 1903 hófust þar tilraunir með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Nú hafa verið gróðursettar í Hallormsstaðarskógi um 50 tegundir erlendra trjáa frá 177 mismunandi stöðum. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Guttormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hallormsstað í 46 ár. Atlavík er innarlega í skóginum en við hana er vinsælt tjaldsvæði. Í Hallormsstaðarskógi hefur nú fjölmargt verið gert til að gera ferðafólki svæðið aðgengilegt, m.a. hafa verið lagðir göngustígar um skóginn auk þess sem opnað hefur verið trjásafn í gróðrarstöðinni Mörkinni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara á ferð um Austurland.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Saxa
Skammt utan við Lönd í Stöðvarfirði er Saxa. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbrigði, þar sem úthafssaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt upp í loft í tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með í brimgosunum.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Streitishvarf
Fallegt útsýni er frá Streitisvita, sunnan Breiðdals, út yfir hafið og skemmtileg merkt gönguleið liggur fyrir streitishvarf. Þetta er útivistarssvæði fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira

VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR
Ljósastapi
Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlandshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni.
Lesa meira
Ferðasögur
-
Höfuðstaður lundans á Íslandi
Koma lundans er einn af þessum ljúfu vorboðum á Íslandi og dregur hann fjölda ferðamanna til Austurlands ár hvert. Óhætt er að fullyrða að hvergi er betri staður til að skoða lundann og fleiri sjófugla en í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. -
Hækkandi sól fagnað á Seyðisfirði
Ein af perlum Austurlands er Seyðisfjörður, listrænn og litríkur bær sem er þekktur fyrir afslappað og skemmtilegt andrúmsloft. Margir þekkja Regnbogagötuna, hafa prófað eða heyrt af spennandi veitingastöðum og fjölda gönguleiða í firðinum. Á hverju ári standa íbúar einnig fyrir viðburðum og hátíðum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. -
Jólaævintýri á Austurlandi
Hreindýr hafa í gegnum tíðina ekki skipað stóran sess í íslenskum jólahefðum - nema kannski í amerískum jólakvikmyndum á skjám landsmanna þar sem hreindýr draga sleða jólasveinsins um himininn. Eftir því sem við best vitum koma íslensku jólasveinarnir nú bara á tveimur jafnfljótum til byggða. Hreindýrskálfarnir Garpur og Mosi, hafa þó unnið hug og hjörtu íbúa á Austurlandi í aðdraganda jólanna. -
Breiðdalsvík og Seyðisfjörður á lista Travel and Leisure
Veftímaritið Travel and Leisure gaf á dögunum út lista yfir þorp og bæi sem enginn ferðamaður ætti að láta fram hjá sér fara á ferð um Ísland. Tvö þorp á Austurlandi ná inn á listann, Seyðisfjörður og Breiðdalsvík, sem eiga að mati höfundar það samei…
Ferðaleiðir

Austurströndin
Austurströndin
Það er margt hægt að upplifa og skoða við Austurströnd landsins. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira

Flakkað um firði
Flakkað um firði
Á Austurlandi er margt að skoða og upplifa. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira

Um öræfi og dali
Um öræfi og dali
Það er margt hægt að upplifa og skoða á hálendi Austurlands. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjá daga í ferðina.
Lesa meira

Við ysta haf
Við ysta haf
Það er margt hægt að upplifa og skoða á við nyrstu strandir á Austurlandi. Við mælum með því að þið gefið ykkur að minnsta kosti þrjadaga í ferðina. Ef þið hafið ekki svo rúman tíma er alltaf hægt að velja eina eða tvær dagleiðir og koma aftur seinna.
Lesa meira

FERÐALEIÐ
Fljótsdalshringurinn
Fljótsdalshringurinn er ein fjölfarnasta ferðaleiðin á Austurlandi enda er hún sennilega sú vinsælasta á meðal heimamanna. Þú finnur tengingar við söguna við hvert fótmál, sjálfbærni og matur úr héraði er í hávegum höfð auk fjölda gönguleiða. Þar er einnig að finna einn hæsta foss Íslands, Hengifoss.
Lesa meira
Viðburðir
Bæjarfélög
Borgarfjörður eystri
Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað. Í þorpinu búa um 120 manns, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og
Djúpivogur
Á syðsta hluta Austurlands tekur fólk lífinu rólega. Hinn einstaklega fallegi bær Djúpivogur er hluti af Cittaslow (alþjóðlegt tengslanet bæja þar sem
Egilsstaðir
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að hald
Eskifjörður
Eskifjörður er eins og sýnishorn af Austurlandi, en það má segja að í firðinum sé allt dregið saman sem er heillandi við landshlutann í heild. Samspil
Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberand
Fljótsdalur
Fljótsdalur er veðursæll dalur á Fljótsdalshéraði á Austurlandi, kenndur við Lagarfljót, sem um hann rennur. Dalurinn er djúpur og breiður, veðursæll
Mjóifjörður
Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti. Mjóifjörður er 18 kílóm
Neskaupstaður
Neskaupstaður er sá þéttbýliskjarni sem stendur austast á Íslandi. Bærinn stendur á myndrænum stað við rætur himinhárra, fagurra fjalla. Fjörðurinn og
Reyðarfjörður
Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar e
Seyðisfjörður
Litagleði og sköpunarkraftur eru áberandi á Seyðisfirði en bærinn einkennist af litskrúðugum húsum og fjölbreyttu listalífi. Síðustu ár hefur staðurin
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþj
Vopnafjörður
Vopnafjörður er sá staður fyrir austan sem er einna þekktastur fyrir veðursæld. Fjörðurinn liggur milli Héraðsflóa og Bakkaflóa, víðlendur og veðursæl