Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Útfrá landfræðilegu sjónarmiði er Austurland ótrúlega fjölbreytt svæði. Þar er stórbrotin strandlengja, tignarleg fjöll og fossar, magnað hálendi og ýmist þröngir firðir eða víðáttumiklir. Meginhluti Austurlands er á blágrýtissvæðinu eystra, þar sem miklir fjallagarðar setja svip á landslagið, en norðvesturhlutinn er á móbergssvæði og þar er landið ungt og óþroskað, dalir mjóir og grunnir og lítið um önnur fjöll en eldfjöll.

Mikið er um flottar gönguleiðir og skemmtileg útivistarsvæði á Austurlandi þar sem hægt er að njóta þess austfirskrar náttúru til hins ýtrasta.

Reindalsheiði
Reindalsheiði er gömul vörðuð póstleið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar. Gangan tekur 7-10 klst og er bæði fögur og skemmtileg. Powered by Wikiloc
Gilsárfoss
Skemmtileg gönguleið liggur frá Vattarnesvegi, austanmegin við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði upp með Gilsá. Fjölmargir fallegir fossar eru á leiðinni og ganga má á bak við einn þeirra. Sá foss nefnist Gilsárfoss.  Um 15 mínútur tekur að ganga að fossinum frá veginum. Powered by Wikiloc
Snæfell
Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir benda til þess að fjallið kunni enn að vera virk eldstöð, aðrar telja svo ekki vera. Snæfell er fremur auðvelt uppgöngu, en þó ekki fyrir óvana. Þá er lagt af stað skammt sunnan við Snæfellsskála sem er undir vesturhlíð Snæfells, eða frá Sandfelli að norðanverðu. Að fjallinu liggur sumarvegur sem fær er fjórhjóladrifnum bílum og dugir dagurinn til að klífa það, sé lagt upp frá Egilsstöðum snemma að morgni. Gott er að reikna með um 7-9 tímum í göngu.
Hrakstrandarkofi
Hrakstrandarkofi er nýuppgerður gangnamannakofi á gönguleiðinni á milli Norður- og Suðurdals. Hægt er að ganga inn Norðurdal fram hjá Glúmsstaðaseli og inn að Hrakströnd og svo daginn eftir yfir í Þorgerðarstaðadal og fram Suðurdal. Bókanir í kofann fara fram hjá Óbyggðarsetri Íslands.
Rauðshaugur
Rauðshaugur er áberandi brjóstlaga hóll upp af Höfða og sést víða af Héraði. Þjóðsaga segir hólinn vera grafhaug Rauðs bónda á Ketilsstöðum, sem nefndur er Ásrauður í fornsögum, og sést þaðan til tveggja annarra frægra hauga, Bessahaugs í Fljótsdal og Ormarshaugs í Fellum. Sagan segir að Rauður hafi verið heygður með öll sín auðæfi og að fólk hafi reynt að grafa í hauginn en orðið frá að hverfa þar sem bærinn á Ketilsstöðum virtist standa í ljósum logum. Frábært útsýni yfir Fljótsdalshérað. Gengið frá skilti við Fagradalsveg ( N 6 5 ° 1 4 . 5 9 0 -W 1 4 ° 2 1 . 1 5 6 ) eftir vegaslóða áleiðis inn Egilsstaðahálsinn. Rauðshaugur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°12.77-W14°23.01   Powered by Wikiloc
Fossagangan
Í Jökulsá í Fljótsdal er fjöldi fossa af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir neðstu eru skammt fyrir innan eyðibýlið Kleif og síðan allar götur upp að Eyjabökkum. Á þeirri 20 kílómetra leið er fjöldi mikilfenglegra fossa. Fossagangan hefst við Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Þaðan er um 6 klukkustunda þægileg ganga um afar fallegt svæði meðfram Jökulsá í Fljótsdal. Áin rennur víða í gljúfrum og vestan hennar er Kleifarskógur, náttúrulegur birkiskógur sem gamaner að fara um. Nokkrar l´likkur eru á að rekast á hreindýr á leiðinni. Þegar inn á hásléttuna er komið bíða göngufólks náttúrulaugar við nýjan og glæsilegan fjallaskála við Laugarfell. Fyrir þá sem vilja ganga niður í móti er ágætt að byrja við Laugarfell og ganga niður að Óbyggðasetrinu. Bæði Laugarfell og Óbyggðasetrið bjóða upp á að skutla fólki milli staðanna fyrir eða eftir göngu.
Sænautasel
Sænautasel á Jökuldalsheiði er einstakur staður við friðsælt fjallavatn, Sænautavatn. Sænautasel er gamalt heiðarbýli en húsið var endurbyggt 1992 fyrir tilstuðlan Jökuldalshrepps og síðan hefur verið tekið þar á móti gestum á sumrin. Í Sænautaseli er hægt að fræðast um aðbúnað og lífsbaráttu þeirra sem bjuggu í heiðinni. Boðið er upp á leiðsögn um bæinn og sagðar sögur af fólkinu og búskaparháttunum á heiðarbýlum sem voru í byggð langt fram á 20. öld. Þar er hægt að fá léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.     Til að fara í Sænautasel er hægt að aka frá þjóðvegi nr. 1 norðan við Skjöldólfsstaði inn á Möðrudalsveg nr. 901 og beygja síðan eftir stuttan akstur inn á Brúarveg nr 907. Eða aka frá Brú á Jökuldal um Brúarveg nr. 907 til norðurs að Sænautaseli. Frá Sænautaseli er stutt í Skessugarðinn örlítið vestar á Jökuldalsheiði og einnig er stutt niður í Stuðlagil á Jökuldal.       Rétt fyrir miðja nítjándu öld hófst landnám í Jökuldalsheiði. Byggðin í heiðinni var að hluta reist á rústum fornbýla ogselja. Í heiðinni er einstaklega fallegt í sumarblíðu og erfitt að gera sér í hugarlund hvernig var að eiga þarna heima allan ársins hring. Fyrsta býlið sem reist var í heiðinni á þessu byggingarskeiði voru Háreksstaðir árið 1841. Á næstu tveimur áratugum risu alls 16 býli í Jökuldalsheiði, það síðasta 1862. Heiðarbýlin voru misjöfn að gæðum og ábúðartíminn var mislangur; frá einu ári á einhverjum þeirra og upp í nærfellt heila öld í Sænautaseli. Ástæður þess að heiðarbýlin byggðust voru einkum plássleysi í sveitum þar sem allar bújarðir voru í ábúð og þéttbýlismyndun og atvinnuuppbygging við sjávarsíðuna var enn lítil. Fólk hafði því fáa valkosti aðra en að vera vinnufólk eða íhúsmennsku hjá öðrum.     Búskaparskilyrði í heiðinni voru ekki á allan hátt slæm þótt víðast væri snjóþungt, enda flest býlin í yfir 500 metra hæð.Hlunnindi eins og silungsveiði í vötnum, rjúpna-, gæsa-, anda- og álftaveiði og grasatekja voru mikil búbót. Þá voru engjalönd sums staðar ágæt a.m.k. ef vel áraði. Hreindýr gengu þarna, en stofninn var þó í sögulegu lágmarki upp úraldamótunum 1900. Um 120 manns munu hafa búið í heiðinni samtímis þegar mest var. Í Öskjugosinu 1875 varð byggðin í heiðinni fyrir miklu áfalli og lagðist af tímabundið á öllum bæjum nema þeim nyrstu. Margir sem fluttust burtfóru síðar til Ameríku. Nokkrum árum síðar byggðust nokkur býlanna að nýju og hélst byggð fram á fyrstu tugi 20. aldar. Síðasta býlið fór í eyði 1946.    Sænautasel byggðist fyrst 1843 og þar var búið til 1943 að undanskildum 5 árum eftir Öskjugosið. Þar var lengst búið allra býla í heiðinni eða samtals í 95 ár. Búskapur á heiðum við erfiðar aðstæður og mikla einangrun hefur orðið íslenskum rithöfundum innblástur að skáldverkum. Margir aðdáendur Halldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu Sjálfstætt fólk. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratug 20. aldar. Heiðabúskapur var einnig viðfangsefni rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Jóns Trausta.  Gamlar sagnir sögðu að sést hefði sænaut í Sænautavatni og fylgdi jafnvel sögunni að það væru undirgöng úr vatninu til sjávar sem sænautin notuðu.    
Spanarhóll
Spanarhóll er í norðurenda Fjórðungsháls 591 m. Ekið inn Fellin að Refsmýri. Gengið frá skilti utan við Refsmýri upp með Þorleifará ca 0.5 km en síðan sveigt frá ánni og tekin stefna á Hlíðarsel og áfram upp gilið fyrir ofan rústirnar upp á Fjórðung á Fellaheiðinni. Þaðan er greið leið að Spanarhóli. Hólarnir eru fjórir og ætti fólk endilega að ganga að þeim öllum. Einnig er hægt að fara á Spanarhól með því að ganga upp með Ormarsstaðaánni eða frá Fjallsseli upp á brún og svo inn eftir. Hólkurinn er á stærsta hólnum. Spanarhóll er vel þekktur huldufólksstaður en nafnið er líklega dregið af líkingu stuðlanna við tréspæni. Spanarhóll er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°15.588-W14°41.446 Powered by Wikiloc
Möðrudalur
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Viðfjörður
Einn eyðifjarðanna við Norðfjarðarflóa. Viðfjörður er syðstur fjarðanna þriggja við Norðfjarðarflóa. Þórbergur Þórðarson skrifaði bókina Viðfjarðarundrin, um mikinn draugagang sem átti sér stað í Viðfirði. Allt fram á síðustu ár hafa menn orðið vrir við undarlegar uppákomur í þessum ævintýralega firði. Margar fallegar gönguleiðir eru á þessu fallega svæði. Um þriggja klukkustunda stikuð og þægileg gönguleið liggur um Viðfjörð, Stuðla og Barðsnes meðfram sjó. Viðfjarðará er brúuð. Gönguleiðin fylgir að mestu gömlum ófærum vegaslóða. Þá er á þessari leið oft mikið af svartsnigli.
Hallormsstaður
Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni í miðjum Hallormsstaðaskógi, elsta þjóðskógi landsins. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með tjaldsvæðum, göngu- og hjólaleiðum ásamt trjásafni og folfvelli. Á Hallormsstað er líka stærsta hótel Austurlands með tveimur veitingastöðum. Ísbúð með helstu nauðsynjavöru er opin yfir sumarið hjá bensínstöðinni við þjóðveginn.Ofanvert Hérað er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Á Hallormsstað og í grenndinni finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Upplýsingar um þetta allt er að finna hér á síðunni.Frá Egilsstöðum er hægt að velja um tvær leiðir í Hallormsstað og sumir kjósa að keyra svokallaðan Lagarfljótshring í leiðinni. Hægt er að fara upp austan við Lagarfljót sem er styttri leiðin, 27 km. Þá er ekið fyrst eftir vegi nr. 95 og í stað þess að fara upp Skriðdal er haldið til hægri við Grímsá eftir vegi nr. 931. Hin leiðin liggur vestan við Lagarfljót (um Fell) sem er 40 km. Ef þú velur að fara upp vestanmegin beygirðu út af hringveginum á hæðinni ofan við Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Þar er vegur nr. 931 merktur og skilti sem benda á Fljótsdal og Skriðuklaustur. Þegar þú kemur inn að Fljótsbotni beygirðu til vinstri yfir stóra brú til að fara stystu leið yfir í Hallormsstað. Einnig er hægt að keyra áfram inn dalinn og fara yfir árnar þar. 
Frisbígolfvöllur í Guttormslundi
Nú er kominn spennandi og skemmtilegur 9 brauta frisbívöllur í Hallormsstaðaskógi, við Guttormslund.  Hægt er að leggja bílnum á bílastæði við þjóðveginn, merkt Guttormslundur. Tveir eigar eru á hverri braut A og B, hentar völlurinn því öllum tegundum spilara. Hvítu teigarnir eru mjög krefjandi og kúnst að þræða sig í gegnum þröngar brautirnar. Hægt er að finna nákvæmt kort af vellinum hér.
Vestdalur
Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta Fjallkonunnar, inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um Vestdal. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið „Gönguleiðir á Víknaslóðum“ sem fæst í upplýsingamiðstöðvum. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá fyrir sérstæðan gróður og menningarminjar. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið, ein sú fjölfarnasta á Austurlandi á árunum 1880-1910 og víða má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Við Vestdalsvatn fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn sumarið 2004. Við rannsókn kom í ljós að beinin og perlurnar tilheyrðu þrjátíu ára gamalli konu frá því um 940. Fundurinn telst vera með merkari fornleifafundum hérlendis.
Skessugarður
Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn. Garðurinn markar stöðnunar - eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs. Skessugarður mun vera næstum einstæður meðal jökulgarða að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu saman - fínefni vantar - en meðal einkenna jökulgarða er það einmitt að í þeim ægir saman misgrófu efni, frá jökulleir til stórgrýtis. Skýring þessa er sennilega sú að vatnsflóð hafi skolað burt fíngerðara efninu eftir að garðurinn myndaðist og stórgrýtið eitt orðið eftir. Þessi grjóthryggur er því merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri sem á fáa eða enga sína líka, hérlendis eða erlendis. Nafnið tengist gamalli tröllasögu; tvær skessur áttu að hafa hlaðið garðinn sem landmerki á milli sín. Sæmileg bílaslóð er af gamla Möðrudalsveginum um hálstaglið inn að vatninu og garðinum.
Eyvindará
Eyvindará er mikil og falleg á sem sprettur af þverám sem falla frá Fagradal, Gagnheiði og Fjarðarheiði. Áin fellur í bugðum um láglendi Héraðs og sameinast loks Lagarfljóti. Munnmælasögur herma að haugur Helga Droplaugarsonar sé í landi Eyvindarár, bæ samnefndum ánni, og er hann friðlýstur. Einnig eru þar friðlýstar tóftir sem taldar eru vera af bænum hans.  Á heitum sumardögum hafa ungmenni notað Eyvindarána til sunds og dýfinga, enda er svæðið kjörið til útivistar af öllu tagi.
Rauðubjörg
Falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar hafa löngum sagt að ef sólin glampar á Rauðubjörg að kvöldi, þá viti það á gott veður næsta dag.
Oddsskarð
Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s.  Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Þar er frábært skíðasvæði og skemmtilegar gönguleiðir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.
Kolfreyjustaður
Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.
Gjárhjalli
Gönguleiðin að Gjárhjalla liggur frá Glúmsstaðaseli í Norðurdal Fljótsdal og upp í vesturhlíð Múlans.  Gjárhjallinn er sérstakt náttúrufyrirbæri með sprungum og gjám, allt að 20 m djúpum. Gjárnar eru taldar hafa myndast við hægfara bergskrið (rock creep) á árþúsundum. Vegalengd: 2 km Brött og varast þarf jarðsprungur.
Víknaslóðir
Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu. Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.    
Ljósastapi
Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni. Eitt af einkennum Vopnafjarðar eru ótrúlegir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir. Ljósastapi er glæsilegur klettur sem stendur í sjónum rétt undan Skjólfjara og heima menn kalla „Fílinn“ vegna þess hvernig lögun klettarins minnir á fíl. Ljósastapi er einstaklega myndrænn og er vel þess virði að stoppa til þess að taka skemmtilegar myndir.    Til hægri við „Fílinn“ má sjá Búrið ganga í sjó fram. Búrið er hluti Fagradalsfjalla og þar er elsta megineldstöð á Austurlandi. Í þeim fjallgarði má finna litfagurt líparít sem svo sannarlega setur svip sinn á umhverfið. Merkt gönguleið er niður í Múlahöfn og að Þerribjargi, austan megin í Hellisheiði eystri, þar sem líparítið skartar sínu fegursta. 
Geithúsaárgil
Geithúsarárgil er gil sem liggur niður frá mynni Sléttudals undir rótum Grænafells innst í Reyðarfirði. Áin sem rennurniður gilið heitir Geithúsaá er sameinast Norðurá þegar hún kemur niður í fjörðinn. Gilið er stórfenglegt og stórbrotið með þverhníptum hamraveggjum til sitt hvorra handa og hefur mótast af Geithúsaánni í gegnum aldirnar. Áin hefur þannig mótað gilið og er enn að, en gil eru sögð einkenni „ungra vatnsfalla“.  
Kárahnjúkavirkjun
Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og um leið stærsta raforkuframleiðsla landsins. Virkjunin var reist til þess að sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir raforku. Ferð inn í Kárahnjúka er tilvalin bílferð fyrir fjölskylduna. Malbikaður vegur liggur úr Fljótsdal alveg inn að Kárahnjúkastíflu. Hægt er að fara hring um hálendið og fara út Jökuldal eða Jökuldalsheiði til baka en það eru ekki allir hlutar þeirra leiða malbikaðir. Kárahnjúkasvæðið er kjörið til útivistar. Það er skemmtilegt að skoða Kárahnjúkastíflu sjálfa og Hálslónið. Þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall myndast fossinn Hverfandi við vestari enda stíflunnar og þar steypist vatnið um 100 metra niður í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er svakalega aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu, til dæmis er skemmtileg gönguleið með fram Hafrahvammagljúfri og í Magnahelli en til þess að komast að upphafsstað merktu gönguleiðarinnar þarf fjórhjóladrifinn bíl. 
Fjallahjólaleið á Hallormsstað
Skemmtileg og fjölbreytt fjallahjólaleið, heildarlengd um 5 km. Leiðin byrjar við Hallormsstaðaskóla, hjólað er upp í Bjargselsbotna, þar byrjar leiðin niður, sem er um 2 km. Þegar komið er niður, er hjólað inn skóg í Hallormsstaðaskóla. Leiðarlýsing  Powered by Wikiloc
Hengifossárgil
Hengifossárgil er með einstökum berglögum og stuðlum. Tveir gríðarlega fallegir fossar eru á leiðinni, annars vegar Stuðlabergsfoss (Litlanesfoss) sem kumkringdur er einstaklega fallegu stuðlabergi og hins vegar Hengifoss, sem er með hæðstu fossum á landinu, um 128,5 m hár. Nokkuð brött gönguleið liggur upp með gilinu, en um tvo tíma má reikna með í göngu fram og til baka. Hækkun um 300 m. Hægt er að ganga upp fyrir Hengifossinn, vaða á og ganga niður hinum megin. Fara þar sérlega varlega yfir ánna því þar geta vatnavextir verið miklir. Nálgast má upplýsingar hjá Snæfellsstofu um gönguleiðir innan Vatnajökulþjóðgarðs. Óbyggðasetur Íslands býður uppá fjölbreytta útivist og afþreyingu. Powered by Wikiloc
Flögufoss
Flögufoss er glæsilegur foss í Breiðdal. Fossinn er nokkuð hár, um 60 metrar, og er staðsettur í einstaklega fallegu og jarðfræðilega merkilegu umhverfi en Breiðdalurinn er hluti af hinni fornu megineldstöð Austurlands. Rétt fyrir ofan Flögufoss er annar lítill foss sem fellur niður á stall en þaðan rennur fossinn undir lítinn steinboga. Athyglivert er að þó áin hafi verið til staðar í þúsundir ára þá breytti hún leið sinni til þess að fossinn rynni undir steinbogann ekki fyrr en um aldamótin. Þetta gerði fossinn enn glæsilegri en hann þegar var.  Þægileg gönguleið liggur frá þjóðveginum að fossinum. 
Hamarsfjörður
Hamarsfjörður, sem liggur á milli Berufjarðar og Álftafjarðar, er algjör náttúruparadís. Fjörðurinn er einstaklega fallegur og býður upp á marga möguleika til útvistar. Melrakkanes skilur á milli Álftafjarðar og Hamarfjarðar og út af því er Melrakkanesós sem er þröngt sund á milli Stapaeyjar á Starmýrarfjörum og Þvottáreyja sem eru í mynni Hamarsfjarðar, en um ósinn falla firðirnir til hafs. Annað þröngt sund, Holusund, er austan megin Þvottáreyja og liggur þar að Búlandsnesinu. Við norðanverðan Hamarfjörð er Hálsfjall, en upp af firðinum til vestur gengur Hamarsdalur og eru efstu drög hans við rætur Þrándarjökuls. Í dalnum er að finna grösuga staði en þó er hann víða nokkuð uppblásinn. Um dalinn fellur Hamarsá, sem hefur meginupptök uppi á Hraunum og Hamarsdalsdrögum. Í hana blandast jökulvatn frá Þrándarjökli og getur hún oft verið æði vatnsmikil. Áin rennur fram af mörgum klettabríkum á leið sinni niður framdalinn og myndar fallega fossa. Þegar í dalbotninn er komið fer áin um eyrar, þar til hún rennur til sjávar í botni Hamarsfjarðar. Úti fyrir Hamarsfirði og Búlandsnesi á Papagrunni er stærsta eyja Austfjarða, Papey, um 2 ferkílómetrar að stærð. Á Búlandsnesi við sunnanverðan Berufjörð er kauptúnið Djúpivogur. Mælt er með því að taka góðan tíma á ferð um Hamarsfjörð og Álftafjörð, til þess að njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða. 
Völvuleiði
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.  Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina.  Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við.  Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.
Gönguskarð
Fuglabjarganes
Fuglabjarganes er hluti af strandlengju Vopnafjarðar, norðan megin í firðinum.  Fuglabjarganes er á Náttúruminjaskrá Íslands vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs. Gengið er í fjörunni niður á nesið þar sem taka við þverhnípt björg beint niður í sjó, klettadrangar sem gnæfa upp úr sjónum innan við nesið, gróðursæl víðátta og víðsýni yfir opið hafið. 
Húsavík
Búlandstindur
Búlandstindur er 1069 metra hátt basaltfjall í Djúpavogshreppi og er talinn vera um 8 milljón ára gamall. Búlandstindur er tákn Djúpavogs enda þykir fjallið almennt vera í hópi formfegurstu fjalla á Íslandi. Í austur af Búlandstindi gengur fjallsraninn Goðaborg sem er um 700 m yfir sjávarmáli og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir kristnitökuna til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni. Aðrar heimildir segja Goðaborg sé hamrastallur hátt uppi í Búlandstindi, breiður og sléttur að ofan. Bratt og harðsótt er þar upp en sumir segja að í vatni sem er þar uppi hafi verið þvegin innylfi þeirra dýra sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar.  Fjöldi fólks leggur leið sína á tindinn á hverju ári. Best er að fara eftir vegarslóða sem liggur meðfram Búlandsá sunnanverðri og alveg inn að stíflu sem er innarlega á dalnum. Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur og skriður innan við Stóruskriðugil í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þar á eftir rekur leiðin sig sjálf þar til efsta tindi er náð. skoða má loftmynd með af stikaðri leið upp aá tindinn á heimasíðu Teigarhorns . Hátindurinn er mjór og brattur klettarimi og þar er útsýni feyki gott. Mjög mikilvægt er að gæta þess að ganga ekki of langt til austurs ef eitthvað er að skyggni eða ef hált er, því að austurhlíð fjallsins er þverhnípt og hömrótt. Gott GSM samband er á tindinum.
Hallormsstaðahringur
Skemmtileg gönguleið fyrir alla fjölskylduna. Leiðin er óstikuð en liggur inn á þrjár stikaðar gönguleiðir. Gengið er frá Hallormsstaðaskóla (Húsó), niður að Kliftjörn, þaðan í gegnum tjaldsvæðið Höfðavík og svo niður í Trjásafn. Frá Trjásafni er gengið upp í skóg og komið niður hjá Hótel Hallormsstað og hringnum lokað hjá Hallormsstaðaskóla. Hægt er að ganga leiðina í báðar áttir. Vegalengd: 5,4 km Fjölskylduvæn skógarganga
Torfhús við Hjarðarhaga
Gömlu fjárhúisn við Hjarðarhaga eru það sem eftir stendur af sex húsa þyrpingu en hin húsin voru fjarlægð um 1970 vegna nálægðar við hringveginn. Nú hafa þessi eftirstandandi hús verið gerð upp í upprunalegri mynd og er grunnformþeirra upprunalegt.   Húsin voru í notkun fram undir 1980 og kallast Efstahús og Miðhús.   
Smjörfjöll
Fjallgarðurinn á milli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar nefnist Smjörfjöll. Fjallgarðurinn samanstendur af háum og bröttum fjöllum en þau hæstu er um 1.250 metra há. Norðan við fjallgarðinn er Hellisheiði eystri en um hana liggur einn hæsti fjallvegur á landinu, í um 655 metra hæð og var sú leið lengi helsta tenging Vopnafjarðar við Hérað.  Vegna þess hve hátt vegurinn liggur var aldrei hægt að halda veginum opnum yfir háveturinn og í dag er leiðin einungis opin á sumrin. Það er skemmtilegt að taka rúnt yfir Hellisheiðina í góðu veðri en útsýnið er stórkostlegt, bæði yfir Vopnafjörðinn norðan megin og Héraðsflóa austan megin. 
Gljúfursárfoss
Gjúfursárfoss í sunnanverðum Vopnafirði fellur fram í litfögru gljúfri rétt fyrir neðan bílastæðið. Fossinn er glæsilegur er hann fellur um 45 metra ofan í gilið.   Gljúfursá var á fyrri tíð mikill farartálmi þegar ferðast þurfti austur fyrir Hellisheiði eystri. Mörg slys urðu þegar fólk var að reyna að þvera hana fótgangandi eða á hestum. Ef gengið er frá bílastæði upp með ánni er komið að gömlu brúnni yfir Gljúfursá. Þar má sjá hleðslur frá fyrstu brúnni sem var byggð yfir ána rétt um aldamótin 1900 og þótti þá mikið mannvirki.  Sagt er að fyrsta brúin yfir ána hafi verið byggð í kjölfar banaslyss sem þar átti sér stað þegar maður á hesti freistaði þess að komast yfir ána að vetri til.   Frá bílastæðinu liggur einnig merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og um Drangsnes.  
Valtýshellir
Gengið frá skilti við þjóðveg 1 austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133). Farið er framhjá rústum Hátúna en þar var myndarbýli í árdaga Íslandsbyggðar og er sagt að þar hafi verið 18 hurðir á járnum. Sjást þar enn merki um hlaðna grjótgarða. Á 19. öld fannst þar fornt sverð, sem var brætt upp og úr því smíðaðar skaflaskeifur og aðrir þarfir hlutir. Áfram er gengið og komið að sléttum grasvelli, sem kallast Kálfavellir. Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt innan og norðan af Hjálpleysuvatni. Gangan í heild er um 8,4 km. Hólkurinn með gestabók og stimpli er rétt innan við skútann. Valtýshellir er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°06.410-W14°28.517 Powered by Wikiloc
Hólmatindur gönguleið
Hólmatindur, 985 metra hár, er stolt Eskfirðinga en glæsilegur tindurinn stendur austan megin í firðinum, gengt þorpinu. Krefjandi gönguleið liggur á fjallið en á toppnum geta göngugarpar kvittað í gestabók.  Hólmatindur er eitt af „Fjöllunum fimm í Fjarðabyggð “ en það er verkefni sem skólabörn fundu upp en Ferðafélag Fjarðamanna hrinti í framkvæmd.    Powered by Wikiloc
Þverárgil
Þverárgil í Vopnafirði er einstaklega fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð, sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjallanna fyrir ofan gilið. Fuglalíf á þessu svæði er líflegt, en þar er sérstaklega mikið um íslenska mófugla. Útsýnið yfir Hofsárdalinn, og út á haf, er stórfengilegt . Gönguleiðin er miðlungs erfið, um tveggja klukkustunda löng og liggur aðeins upp á við.  Upphafsreitur göngunnar er við veg 919, Sunnudalsveg.
Skrúður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni. Einnig höfðu bændur þar beitiland.  Vel þekktar eru sagnirnar af bóndanum í Skrúðnum, en hann var einn þriggja bræðra. Hinir risarnir höfðust við í Skrúðskambi við Streitishvarf og í Papey. En þeir bræður sáu hver til annars og gátu kallast á. Mikið fuglalíf er í eyjunni og var eggja- og fuglatekja stunduð á árum áður. Eyjan sést einnig frá Reyðarfirði. Við Fáskrúðsfjörð eru ennfremur eyjarnar Æðasker og Andey.    
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í hágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní - 30. september.
Selskógur
Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan við Eyvindará. Um skóginn liggja stígar í fallegu umhverfi. Hann er kjörinn til útivistar allt árið og hentar vel hvort sem þú ert á leið í göngutúr, hjólatúr eða á gönguskíði. Á veturnar er lagt gönguskíðaspor í skóginum sem er upplýst á kvöldin. Þú finnur upplýsingar hér um ástand sporsins.  Stígarnir eru flestir greiðfærir og liggja ýmist í gegnum skóglendi eða meðfram ánni. Auk þeirra eru torfærari stígar sem gaman er að kanna, fótgangandi eða á hjóli. Gönguleiðirnar um skóginn eru nokkrar og ættu allir að geta fundið leið við hæfi. Víða eru áningarstaðir með bekkjum þar sem gott er að tylla sér niður og njóta umhverfisins. Í skóginum er einnig leiksvæði þar sem er að finna leiktæki fyrir börn á öllum aldri og grillaðstöðu. Þar er einnig stór grasflöt þar sem hægt er að fara í fótbolta eða leiki.  Einnig er útileikhús í skóginum en þar eru reglulega haldinir tónleikar og leiksýningar undir berum himni.  Fáðu þitt eintak af korti af Selskógi hér. 
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður er 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 13,7% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna einstök dæmi um samspil elds og íss, landmótunar jökla og vatnsfalla. Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 9. júní 2008 en markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Innan austursvæðisins er að finna náttúruperlur eins og Snæfell, Eyjabakka, Lónsöræfi, Kverkfjöll, Hvannalindir, Hveragil og margt, margt fleira.
Tangasporður
Vopnafjarðarkauptún stendur á Kolbeinstanga og tala íbúar í sveitinni gjarnan um að fara út á Tanga þegar farið er í kaupstað. Ysti hluti tangans nefnist Tangasporður. Þar er engin byggð en landslagið er mjög sérstakt með óvenjulegum klettamyndunum og ljósum sandfjörum. Á Tangasporði eru þrjú fell, Fagrafjall fremst, Miðfell og Taflan yst.  Skemmtilegt er að ganga út á Tangasporðinn eftir vegarslóða sem liggur frá vegamótunum, þar sem vegur 85 og 917 skarast, fyrir ofan þorpið. Þá er gengið eftir svokölluðum námuvegi í gegnum lítinn skógarlund og þaðan út á Tangann. Mikið fulgalíf er á Tangasporðinum, sérstaklega austan megin, og í fjörunni yst á Tanganum má oft sjá seli slaka á í fjöruborðinu.  Einnig er hægt að ganga eftir vegarslóða sem liggur frá veginum sem liggur að Leiðarhöfn, austan megin á Tanganum. Þessar leiðir tengjast en einnig er skemmtilegt að ganga meðfram klettabrúnunum austan megin og fara þannig hring í kringum fellin þrjú á Tangasporðinum. 
Víðivallaskógur
Víðivallaskógur er í landi Víðvalla Ytri I og II. Þar er skemmtilegt samkomusvæði sem hentar vel fyrir ýmiskonar viðburði. Nánari upplýsingar má fá hjá ábúendum á Víðivöllum, Bjarka Jónsson í síma 698-6237 eða Kristínu Gunnarsdóttur í síma 690-1276. 
Stapavík við Héraðsflóa
Utan við bæinn Unaós, skammt frá ósum Selfljóts stendur Stapavík. Milli 1930 og 1945 var þar uppskipunarhöfn og er staðurinn nátengdur verslunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Víkin er þverhnípt og var varningur fluttur í land af skipum með handknúnu spili en leifar þess standa enn í víkinni til minningar um þennan tíma. Víkin sjálf er gríðarfalleg og útsýni til norðurs er stórfenglegt á góðum degi. Merkt gönguleið liggur frá Unaósi með fram Selfljóti þaðan sem Héraðssandar og Hellisheiði eystri blasa við. Gangan tekur um klukkustund hvora leið en frá Stapavík er einnig hægt að fylgja merktri leið um Gönguskarð niður í Njarðvík. Powered by Wikiloc
Vallanes
Vallanes er kirkjustaður frá fornu fari og margir þjóðþekktir einstaklingar hafa gengið þar um götu.  Þar er stunduð lífræn ræktun undir vörumerkinu "Móðir Jörð". Grænmeti og korn er ræktað og úr því unnin matvæli og hvers kyns olíur.  Í jaðri jarðarinnar eru "Iðavellir" sem státa af góðri aðstöðu til hestamennsku og litlu félagsheimili samnefndu. 
Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.
Kóreksstaðavígi
Kóreksstaðavígi er fallegur stuðlabergsstapi. Þar á Kórekur að hafa varist óvinum sínum um stund áður en hann féll. Hann var heygður við Vígið. Ekið er framhjá félagsheimilinu Hjaltalundi og síðan afleggjarann að Kóreksstöðum. Stoppað við bílastæði og skilti rétt hjá hliðinu heim að Kóreksstöðum. Gengið út eftir að Kóreksstaðavígi. Hólkur með gestabók og stimpli blasir við þegar komið er gangandi að Víginu. Gaman er að fara upp á Kóreksstaðavígi. Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°32.782-W14°10.591 Powered by Wikiloc
Einbúi í Jafnadal
Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr  flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.   Powered by Wikiloc
Helgustaðanáma gönguleið
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni.  Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurberg er kennt við Ísland á fjölörgum tungumálum, til dæmis er enska heitið Iceland spar. Mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim kemur úr Helgustaðanámu en einhver stærstu og tærustu eintök silfurbergs í heiminum hafa fundist í námunni. Silfurberg er sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít en bergið gegndi veigamiklu hlutverki í þróun margvíslegra rannsókna á eiginleikum ljóss. Í dag er silfurbergið friðlýst og stranglega bannað er að nema það brott. 
Dyrfjöll
Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað. Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.   Powered by Wikiloc
Asknes gönguleið
Að Asknesi í Mjóafirði má sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma. Þegar umsvif stöðvarinnar voru í hámarki unnu þar um 200 manns en í dag búa aðeins um 40 manns í Mjóafirði öllum. Það liggur enginn vegur út á Asknes en þangað er skemmtilegt að ganga frá veginum innst í firðinum.
Fossahringur
Fossahringur er 8 kílómetra gönguhringur sem byrjar og endar í Laugarfelli, það tekur um 2 -3 klukkutíma að ganga þessa leið. Á gönguleiðinni má sjá 5 fossa og eitt gljúfur. Sumir þessara fossa eru meðal vatnsmestu fossa á Austurlandi og þekktastir þeirra eru Kirkjufoss og Faxi en þeir eru í Jökulsá í Fljótsdal sem rennur út í Lagarfljót.  Gangan er stikuð og nýtur sívaxandi vinsælda meðal göngufólks. Tilvalið er í lok göngu að baða sig í náttúrulaugunum í Laugarfelli.
Álftafjörður
Álftafjörður er nokkurs konar sjávarlón en Starmýrarfjörur, sem eru ekki breiðari en svo að stórbrim ganga yfir þær, skilja á milli lóns og hafs. Fjörðurinn er allmikill um sig, en tiltölulega grunnur og þorna stór svæði hans á fjöru. Nokkrar eyjar eru í honum og er Brimilsnes þeirra stærst. Fyrir sunnan fjörðinn rís Krossanesfjall, rúmlega 700 m hátt beint upp úr sjó en þar fyrir norðan er Mælifell og Sellönd. Þegar þessu sleppir taka við fjórir dalir sem ganga upp af Álftafirði, til vesturs. Þeirra syðstur er Starmýrardalur. Mynni dalsins er þröngt, en þegar innar kemur opnast hann lítillega en há fjöllm, Flötufjöll og Miðfell að sunnan og Selfjall að norðan, rísa hratt upp. Um dalinn liggur Selá og á hún upptök sín efst í Starmýrardal. Í dalsmynninu fellur áin um Sjónarhraun og þaðan í sveig til norðvesturst yfir Stekkjartún þar sem hún sameinast Starmýrará, sem á upptök sín í Hæðum. Þaðan fellur Selá í Krossavík við sunnanveðan Álftafjörð. Norðan Selfjalls liggur Flugustaðadalur, um 14 km. langur. Líkt og Starmýrardalur er hann þröngur og undirlendi lítið. Til austurs um dalinn fellur Suðurá / Flugustaðaá, sem á upptök sín í Bláskriðum í botni dalsins, undir Tungutindum og Flugustaðatindum. Undir Tungutindum við Tungusporð sameinast áin Hofsá, sem kemur ofan úr Hofsvötnum austan Hofsjökuls og saman falla þær til austurs um Hofshólma í vestanverðan Álftafjörð. Mynni Flugustaðadals er sunnanvert við árnar en mynni Hofsdals að norðanverðu, helst skipting þannig uns Tungutindar taka við og skilja dalina að, þannig að Flugustaðadalur teygir sig áfram í vestur en Hofsdalur sveigir sig til norðvesturs. Báðir dalirnir eru nokkuð vel grónir og er þar talsvert birkikjarr. Þegar upp dalina er komið blasa Jökulsgilsgrindur, Grísatungur og Hofsjökull (1280 m). Við norðanverðan Hofsdal taka við snarbrattar fjallshlíðar og er Selfjall (950 m) hæst tinda og handan fjallgarðsins er Geithelladalur, um 18 km langur. Há fjöll eru bejja vegna dalsins allt vestur fyrir Þrándarjökul (1248 m) að sunnanverðu, en þegar í dalbotninn er komið rís land hratt og hásléttan norðaustur af Vatnajökli, svokölluð Hraun, blasa við. Dalurinn er grösugur og töluverður skógur er þar. Um dalinn rennur Geithellaá, sem er talsvert vatnsfall og hefur meginupptök sín í stóru vatni inn á hrauni.. Fellur hún um Geithelladal í fossum og gljúfrum uns niður á láglendi er komið. Þaðan rennur hún um malareyrar og fellur í kvíslum í vestanverðan Álftafjörð. Mælt er með því að taka góðan tíma á ferð um Álftafjörð og Hamarsfjörð, til þess að njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða. 
Vattarnes
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.
Kúahjalli og Hrafnatindur
Margar merktar gönguleiðir liggja frá- og í kringum þorpið Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Ein þeirra liggur upp á Kúahjalla og Hrafnatind ofan við þorpið. Gengið er upp með Bakkaá og þaðan á Hrafnatind en frá honum er einstakt útsýni yfir þorpið og Borgarfjörð allan. Áfram er gengið út Kúahjalla og niður að minnisvarða um listmálarann Jóhannes S. Kjarval við Geitavík þar sem hann ólst upp.  Gangan tekur um þrjár klukkustundir og liggur hæst í 350 m hæð. Skammt ofan við minnisvarðann er stígur að rústum smalakofa Kjarvals undir Kúahjalla.
Saxa
Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt í loft upp með tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með brimgosunum. 
Lagarfljót og Lögurinn
Lagarfljót er stærsta vatnsfall Austurlands og eitt af mestu vatnsföllum Íslands. Vatnasvið þess nær frá Eyjabakkajökli til Héraðsflóa, eða um 140 km leið. Þar sem það rennur um Fljótsdalshérað er það bæði fljót og stöðuvötn í senn. Stærsta stöðuvatnið, gjarnan kallað Lögurinn, nær frá Fljótsbotninum í Fljótsdal og út undir Lagarfljótsbrú við Egilsstaði. Það er um 53 ferkílómetrar að stærð og er meðaldýpi um 51 m en mesta dýpi 112 m. Sagt er að þar séu heimkynni Lagarfljótsormsins. Samkvæmt gamalli þjóðtrú er talið að skrímsli hafist við í Lagarfljóti, Lagarfljótsormurinn og er fyrsta skjalfesta frásögnin af orminum frá 1345. Stóð mönnum mikill stuggur af ormi þessum fyrr á öldum og þótti það boða ill tíðindi ef hann sást skjóta kryppum upp úr vatninu. Hin síðari ár hefur minna borið á honum en þó eru þess dæmi að nýlega hafi náðst sæmilega skýrar ljósmyndir af honum. Áningarstaðir eru víða kringum fljótið og þar er kjörið að staldra við og líta eftir orminum.
Prestagil
Prestagil er lítið gil innst í Mjóafirði, sunnanmegin. Nettur en fallegur foss rennur um gilið sem dregur nafn sitt af þjóðsögu um tröllskessu sem tældi tvo presta inn í gilið. Þetta er einstaklega fallegt útivistarsvæði.
Stapinn í Stapavík
Í Stapavík, á milli Álftafjarðar og Hafnar, rís um 20 metra úr sjó tignarlegur stapi. Hann er landfastur og stendur rétt örlítið frá bjarginu. Þykir mörgum gaman að koma þarna að og er mál manna að stapinn og ströndin sunnan Álftafjarðar séu einstakar náttúruperlur og því ómissandi viðkomustaðir þegar farið er um svæðið.
Skjólfjörur
Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni. Eitt af einkennum Vopnafjarðar eru ótrúlegir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir. Ljósastapi er glæsilegur klettur sem stendur í sjónum rétt undan Skjólfjara og heima menn kalla „Fílinn“ vegna þess hvernig lögun klettarins minnir á fíl. Ljósastapi er einstaklega myndrænn og er vel þess virði að stoppa til þess að taka skemmtilegar myndir.    Til hægri við Fílinn má sjá Búrið ganga í sjó fram. Búrið er hluti Fagradalsfjalla og þar er elsta megineldstöð á Austurlandi. Í þeim fjallgarði má finna litfagurt líparít sem svo sannarlega setur svip sinn á umhverfið. Merkt gönguleið er niður í Múlahöfn og að Þerribjargi, austan megin í Hellisheiði eystri, þar sem líparítið skartar sínu fegursta. 
Þerribjarg og Múlahöfn
Nokkuð brött og erfið ganga. Ekið er upp á Hellisheiði, beygt til hægri (ef komið er að austan) og ekið eftir vegarslóða þar til komið er efst í Kattárdalsdrög. Vegarslóðinn liggur niður í Kattárdal. Þar er skilti þar sem bílum er lagt og gangan hefst. Stikað er frá skiltinu fram á brún ofan við Múlahöfnina. Þaðan (65°45.144-W14°21.964) liggur kindagata niður fyrir brúnina niður skriðuhrygg og niður í Múlahöfn. Höfnin er frábær náttúrusmíð gerð af meistarans höndum, umgirt bríkum og dröngum á tvo vegu. Múlahöfn var gerð löggilt verslunarhöfn 1890 en aðeins var skipað þar upp einu sinni þar sem erfitt var að koma vörum til byggða. Frá Múlahöfninni er síðan gengið meðfram sjónum í norður út á ytri tangann. Þar blasir við Þerribjarg og þar undir Langisandur. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við stíginn niður á sandinn. Allir ættu að ganga sandinn undir Þerribjargi áður en haldið er til baka. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. Powered by Wikiloc
Magnahellir
Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar, sem liggur í Hafrahvamma og Magnahelli. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í hellinum. Það var siður Brúarbænda að fornu að hafa sauðfé sitt inni í hvömmum nokkrum við Jökulsá á vetrum í helli þeim, sem þar er og kallaður er Magnahellir. Tekur hann nafn af Magna, bónda, sem fyrrum bjó á Brú, og fann fyrstur upp á að hafa þar sauðfé á vetrum um tíma. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N64°99.252-W15°71.683   Powered by Wikiloc
Hengifoss
Hengifoss í Fljótsdal er einn af þekktari áfangastöðum Austurlands og einn hæsti foss landsins. Fossinn er um 128 metra hár og afar tignarlegur. Góð gönguleið er að fossinum og þjónustumiðstöð við bílastæði. Nágrenni Hengifoss er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Í grenndinni finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Hengifoss fellur í Hengifossgljúfur sem staðsett er í norðanverðum Fljótsdal, rétt innan við enda Lagarfljóts. Bergveggir gljúfursins sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar, blágrýti í bland við fagurrauð millilög sem gefa fossinum einstaka ásýnd og eru sívinsælt myndefni. Hengifossá á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði og rennur í gegnum gljúfrið og ofan í Lagarfljót. Á leiðinni er annar magnaður foss sem heitir Litlanesfoss. Sá er krýndur stuðlabergi sem er með því hærra á landinu og einstaklega myndrænt.Hvernig er best að komast að Hengifossi?Frá Egilsstöðum er um tvær leiðir að velja. Hægt er að aka austan megin við Lagarfljótið í gegnum Hallormsstaðaskóg (vegur nr. 95 að Grímsá og þaðan yfir á veg nr. 931) eða norðan megin við Fljótið í gegnum Fellabæ (vegur nr. 931, malarvegur á stuttum kafla) en vegalengdin er svipuð, um 35 km. Það er góð hugmynd að skoða ferðaleiðina Fljótsdalshringinn, en þar er að finna tillögur að skemmtilegum viðkomustöðum í kringum Hengifoss og Lagarfljót.Gönguleiðin upp að HengifossiFrá bílastæðinu við Hengifoss liggur þægileg og vel merkt gönguleið upp að fossinum báðum megin ár. Það tekur um 40-60 mínútur að ganga alla leið upp en leiðin er í heildina um 5 km. Fyrsti áfanginn frá bílastæði og þjónustumiðstöð er upp tröppur en síðan tekur við fremur álíðandi malarstígur. Þegar þú ert u.þ.b. hálfnaður upp, um 1,2 km frá bílastæðinu sérðu Litlanesfoss með sína fallegu stuðlabergsumgjörð. Þar liggja slóðir niður í gilið neðan við fossinn en þeir eru brattir og í lausri möl svo að það er vissara að fara varlega ef þú ætlar þér niður í gilið. Alls staðar á gönguleiðinni er rétt að gæta varúðar við gilbarminn þar sem er hætta á að falla fram af og sérstaklega ef börn eru með í för. Tvær göngubrýr eru á ánni. Önnur er efst áður en gengið er inn í gljúfrið með fossinum. Hin er neðst við bílastæðið. Upplýsingaskilti og bekkir eru á nokkrum stöðum á gönguleiðinni. Hægt er að ganga inn í gljúfrið sjálft og nær alveg að fossinum eftir uppbyggðum göngustíg. En mikilvægt er að fara varlega þar sem hætta er á grjóthruni. Þjónusta við HengifossGönguleiðin að Hengifossi er opin allt árið. Þjónustumiðstöð er við bílastæði og þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið frá landvörðum. Yfir vetrartímann er mikilvægt að göngufólk búi sig vel til fararinnar og skoði veðurspá og aðstæður vel áður en lagt er af stað. Nauðsynlegt getur reynst að vera með göngubrodda og ísaxir. Áhugaverðir staðir í nágrenninuÍ Fljótsdal og í nágrenni hans er ógrynni skemmtilegra viðkomustaða sem vert er að heimsækja fyrir eða eftir göngu upp að Hengifossi. Það er til dæmis tilvalið að líta við í Snæfellsstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem er m.a. hægt að fræðast um gróðurfar og dýralíf svæðisins. Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri, þar sem hægt er að skoða hið sérstæða heimili rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar og rústir miðaldaklausturs. Óbyggðasetur Íslands er innst í Fljótsdal og í Hallormsstaðaskógi er fjöldi göngu- og hjólaleiða og aðrir afþreyingarmöguleikar við allra hæfi auk ljómandi góðs tjaldsvæðis.Yfir sumartímann er hægt að aka ferðaleiðina Um öræfi og dali sem liggur upp á hálendi Austurlands og koma við í Laugarfelli, Kárahnjúkum og Stuðlagili en vegurinn er aðeins fær vel búnum fjórhjóladrifsbílum. 
Búðarárgil og Búðarárfoss
Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar. Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar. Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Búðarklettarnir eru mjög tignarlegir þar sem staðið er undir þeim, þar hafa bjargdúfur (Colombia livia) sinn dvalarstað, jafnframt er þar hrafnslaupur (Corvus corax) og niður í urðinni er talsvert af steindepli (Oenanathe oenanthe), músarindli (Troglodyted troglodytes) og snjótittlingi (Plectrophenaxnivalis). Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.
Beljandi
Í Breiðdalsá, skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg við Breiðdalsvík, er fossinn Beljandi. Raunar eru fossarnir tveir; ytri og innri, og samnefndir hylir þar við. Fossarnir eru ekki sérstaklega háir en þeir eru mjög fallegir og vel þess virði að skoða. Stutt gönguleið er frá þjóðveginum um Breiðdalsvík að fossunum. Svæðið er einstaklega fallegt og skemmtilegt til útivistar.
Múlakollur
Þingmúli skiptir Skriðdal í Norðurdal og Suðurdal en hringvegurinn liggur einmitt um Suðurdal til Breiðdals. Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga í nokkrar aldir og eru Múlasýslurnar nefndar eftir honum. Fremsti hluti Þingmúla er Múlakollur. Gengið frá skilti beint upp hrygginn, um það bil 400 metra hækkun. Síðan er gaman að ganga inn fjallið og niður austan megin nokkuð innan við Múlastekk. Á þeirri leið má sjá fallegt kubbaberg. Einnig er hægt að ganga inn með fjallinu upp frá Múlastekk. Þingmúli er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°01.624-W14°38.049   Powered by Wikiloc
Hellisfjörður
Skemmtileg gönguleið í fallegan eyðifjörð. Fallegur og gróðursæll eyðifjörður, sem gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Þar má enn sjá leifar gamallar hvalstöðvar sem starfrækt var í byrjun 20. aldar. Um þriggja klukkustundar gönguleið liggur í Hellisfjörð um Götuhjalla og er hluti hennar stikaður. Ekið er frá aðalvegi sunnan Norðfjarðarár út undir Grænanes. Þaðan liggur stikuð leið út Búlandið, upp á Götuhjalla og þaðan inn í Hellisfjörð. Hestfær leið, fyrrum aðalgönguleið milli staðanna og um hana var fjársafnið rekið frá Sandvík, Suðurbæjum, Viðfirði og Hellisfirði, meðan fjárbúskapur stóð í blóma á Norðfirði Powered by Wikiloc
Rangárhnjúkur
Gengið frá skilti við hliðið að Fjallsseli og genginn vegarslóði fyrir ofan bæinn. Þegar upp er komið er farið út af veginum og gengið út á Rangárhnjúkinn þar sem hólkurinn með gestabók og stimpli er. Gaman er að fara niður hjá Egilsseli og ganga síðan veginn til baka í Fjallssel. Er þá gengið framhjá Dansgjá, sem er sérkennileg gjá eða sprunga í gegnum klettaás, vestur af Staffellsbjörgum rétt við veginn. Rangárhnjúkur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°19.410-W14°35.498 Powered by Wikiloc
Eyjabakkar
Landið austan Snæfells er í dag kallað Eyjabakkar þó hinir eiginlegu Eyjabakkar séu aðeins austan ár utan við Bergkvíslarnes, þetta svæði er einstök gróðurvin á hálendinu og er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.  Náttúrufegurð er mikil, ekki síst við  sporð samnefnds jökuls, og þar er að finna eitt fjölbreyttasta gróðursvæði hálendisins. Á Eyjabakkasvæðinu sem er í 650-680 m hæð hafa fundist 133 tegundir háplantna. Innan til á svæðinu fella stórir hópar heiðagæsa flugfjaðrir og eru í sárum í júlí. Austurbakkarnir eru þurrir og þægilegir yfirferðar. Svæðið nýtur alþjóðlegrar friðlýsingar RAMSAR sáttmálans, sem er samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Handan Blöndukvíslar er skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs við Geldingafell og vestan megin við Snæfell er Snæfellsskáli.
Eiríksstaðahneflar - gönguleið
Eiríksstaðahneflar eru tvö hliðstæð fjöll á Jökuldalsheiði, einnig þekkt sem Fremri-Hnefill (947 m) og Ytri-Hnefill (922 m). Skemmtileg gönguleið liggur á Hneflana. Þá er gengið frá skilti við Þverá sem er innan við Eiríksstaði á Jökuldal. Fyrst er haldið á Fremri-Hnefil og þaðan á Ytri-Hnefil og niður í Eiríksstaði. Fyrir þá sem vilja lengja gönguna svolítið er gaman að ganga að Hneflaseli, heiðarbýli sem fór í eyði árið 1875 og þaðan til baka á milli Hneflanna nður í Jökuldal. Leiðin er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°08.617-W15°28.195  
Loðmundarfjörður
Loðmundarfjörður er fallegur eyðifjörður norðan við Seyðisfjörð. Líklega var byggð í firðinum allt frá landnámi og vitað er að 143 einstaklingar bjuggu þar árið 1860 en þeim fór fækkandi eftir það. Loðmundarfjörður fór í eyði árið 1973. Enn má sjá heilmikla minjar um byggð á svæðinu og enn stendur lítil kirkja við Klyppstað. Í dag er Loðmundarfjörður vinsæll viðkomustaður göngufólks enda er fjörðurinn hluti af Víknaslóðum. Hægt er að keyra til Loðmundarfjarðar seinni hluta sumars, en nauðsynlegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl. 
Virkisvík
Virkisvíkin er undurfagur staður en litadýrð setlaga víkurinnar blasir þar við ásamt stuðlabergi og foss steypist fram af þverhníptum björgunum. Elsta þekkta ofansjávarberg á Íslandi er á Austfjörðum og Vestfjörðum. Það er 15-16 milljóna ára og því frá míósentíma á tertíer. Jarðlagastaflinn frá tertíer er myndaður úr hraunlagasyrpum með stöku setlögum á milli. Slík setlög, í þykkari kantinum, hafa löngum verið viðfangsefni rannsókna, enda finnast oft í þeim gróður- eða dýraleifar sem geta gefið töluverðar upplýsingar um loftslag á þeim tíma sem setið settist. Í Vopnafirði eru tvö slík setlög, allþykk. Annað er í Virkisvík en hitt er í Bustarfelli í Hofsárdal.
Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar
Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m. hæð eru snjóflóðavarnargarðar, en frá þeim er stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð. Á sumrin er hægt að keyra að varnargörðunum á fjórhjóladrifnum bíl, en það er einstakt tækifæri fyrir þá sem treysta sér ekki í fjallgöngur til þess að njóta útsýnisins. Vegurinn liggur frá Fjarðarheiði og akstur að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.
Grænafell
Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu.  Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar.  Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.
Álfkonusteinn gönguleið
Töluverðan spöl fyrir ofan bæinn Bustarfell í Vopnafirði stendur stór steinn sem kallast Álfkonusteinn. Tiltölulega létt er að ganga frá Bustarfelli að steininum en honum tengist skemmtileg þjóðsaga. Sagan segir að sýslumannsfrú á Bustarfelli hafi í draumi verið leidd inn í steininn. Þar kom hún til hjálpar álfkonu í barnsnauð, sem launaði fyrir sig með fallegum gullofnum vef eða klæði. Klæðið er haganlega gert, framandi og einsdæmi hér á landi, og er nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands. 
Hrafnafell
Ekið Fjallsselsveg upp á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Gengið frá skilti við veg að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli þar sem hólkinn með gestabók og stimpli er að finna. Upplagt að koma við í Hrafnafellsrétt (N65°18.02-W14°29.23), sem er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Gaman er að ganga síðan út af Hrafnafellinu og inn með því að austanverðu og koma við í Kvíahelli (N65°18,359-W14°29,063). Ef farinn er hringurinn er hann 5.8 km og rauð leið. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°18,304-W14°29,098   Powered by Wikiloc
Skálanes
Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu. Í Skálanesi er náttúru- og meningarsetur og þar er starfrækt vísindaleg rannsóknarstöð á sviði náttúru- og menningar. Skálanes hefur hlutverk eftirlitsstöðvar í alþjóðlegu neti vísindarannsóknarstöðva sem kallast INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic).
Hvannárgil
Gengið frá skilti við Kverkfjallaveg F905. Hringleið frá Kjólsstaðaskoru um Vatnsstæði, inn í Hvannárgil neðsta og gegnum þau öll til enda. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Staukurinn er í efsta gilinu. Gengið til baka niður Slórdal. GPS: N65°16.868-W15°47.418   Powered by Wikiloc
Stekkjarvík
Stekkjarvík er útivistarsvæði fyrir fjölskylduna í um 4 km fjarlægð frá þéttbýlinu á Hallormsstað, skammt frá Hafursá. Þar eru leiktæki úr staðbundnum við, kolagrill og borð í fallegum rjóðrum.
Gerpir
Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð Ástæða er til að mæla með heimsókn á Gerpissvæðið við alla sem hafa áhuga á útivist.     Powered by Wikiloc
Stórakerald og Tyrkjaurð
Söguminjar á Stöðvarfirði Framan í fjallinu Steðja, sem er fyrir ofan þorpið, er stor geil inn í fjallið sem heitir Stórakerald. Þangað er sagt að Stöðfirðingar hafi flúið undan Tyrkjum og rutt síðan yfir þá grjóti þegar þeir sóttu að þeim. Urðin framan við Stórakeraldið heitir því Tyrkjaurð.
Sandvík í Vopnafirði
Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Svæðið er fjölskyldupardís af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.  Fyrir miðri ströndinni strandaði flutningaskipið Mávurinn 2. október 1981. Mannbjörg varð en enn má sjá glitta í skipsflakið þegar sjávarborðið er lægst.  Aðgengi að Sandvík er við vegslóða sem liggur niður að víkinni innan við golfvöllinn .  Fólk er hvatt til þess að fara varlega í fjörunni. Á vorin á Hofsá það til að flæða yfir en þá geta myndast kviksyndi.    
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er skíðasvæði Seyðfirðinga og er staðsett við þjóðveg nr. 93 milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk.  Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra long. Neðri lyftan er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun en efri lyftan er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun. Stafdalur hefur mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til. Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn fyrir alla gesti.
Stórurð
Stórurð er ein mesta náttúruperla Íslands og nýtur vaxandi vinsælda hjá göngufólki sem leggur á sig drjúga göngu til að skoða Stórurð og upplifa hrikaleik Dyrfjalla í návígi. Stórurð er mynduð úr risavöxnum móbergs- og þursabergsbjörgum sem fallið hafa ofan á skálarjökul sem legið hefur við Dyrfjöll og má enn sjá leifar af honum undir hömrum fjallanna. Í urðinni er einstök náttúra; sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, blágrænar tjarnir og sérstakur gróður. Saman mynda þessi náttúrufyrirbrigði ævintýralega veröld sem lætur engan ósnortinn. Fimm merktar gönguleiðir liggja að Stórurð. Sú mest gengna er frá Vatnsskarði en einnig liggur leið frá Héraði, úr Njarðvík og tvær frá Borgarfirði eystri. Ekki er ráðlegt að ganga í Stórurð án leiðsagnar staðkunnugra fyrr en orðið er snjólétt. Gera þarf ráð fyrir í það minnsta sex klukkustundum í ferðina.   Powered by Wikiloc
Austdalur – Skálanes
Létt og skemmtileg ganga á láglendi frá bílastæði við Austdalsá að Skálanesi. Ganga má svo áfram að náttúruperlunni Skálanesbjargi. Mikið fuglalíf er á Skálanesi, m.a. æðavarp. Sýnið því aðgát og fylgið merktum stígum. Tímalengt: 1,5 klst / Fjarlægð: 4,5 km 
Bleiksárfoss
Bleiksá og fossar hennar er það fyrsta sem fangar augað þegar beygt er af þjóðveginum inn til Eskifjarðar. Hæsti fossinn í fossaröð Bleiksár er nefndur Bleiksárfoss. Búið er að beina ljóskösturum upp að Bleiksárfossi og er það oft mikið sjónarspil að sjá hann á myrkrum vetrarkvöldum, hvort sem hann rennur niður hlíðina eða er í klakaböndum. Bleiksáin getur verið mjög mikil um sig í haust- og vorrigningum. Slíkar aðstæður gera Bleiksána og fossa hennar ekki síður áhugaverða.
Tjarnargarðurinn
Tjarnargarðurinn er lítill garður í hjarta Egilsstaða. Kjörinn staður til að njóta verðursældarinnar í skjóli trjánna, fara í lautarferð og allskyns leiki eða hreinlega slaka á og lesa bók. Einnig er Frisbee golf völlur í garðinum sem er kjörin afþreying fyrir alla aldurshópa og eru leiðbeiningar að því hvernig leikurinn virkar á skilti við innganginn í garðinn nær Minjasafni Austurlands. Einnig er hægt að nálgast frisbee diska á Egilsstaðastofu niðri á tjaldsvæði fyrir þá sem ekki eiga þá.
Hnjúksvatn
Gegnt Merki á Jökuldal uppi á heiðinni er Hnjúksvatn. Gengið frá skilti við veg nr. 923 upp með Hnjúksánni að Binnubúð við Hnjúksvatn. Þar er hólkurinn með gestabók og stimpli. Gaman er að ganga í kringum vatnið áður en haldið er til baka. Það var gömul kona af Jökuldalnum, Brynhildur Stefánsdóttir, ljósmóðir, sem lét reisa þetta hús á sinn kostnað fyrir fólk, sem vildi halda til við vatnið og ganga um þetta hálendi. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°14.333-W15°15.887 Powered by Wikiloc
Bessastaðaárgil
Bessastaðaárgil er innan við Bessastaði og Eyrarland. Hægt er að ganga frá Melarétt með aðalveginum og yfir brúna. Þaðan er farið upp með gilinu að utanverðu. Stærsti fossinn í gilinu heitir Jónsfoss um 30m á hæð nálægt miðju gilinu, en neðar eru Tófufoss og Litlifoss. Þar undir er Sunnevuhylur og sést í hann frá vegi. Litrík setlög eru í gilinu frá tertíertíma og surtarbrandsvottur með fornum gróðurleifum eins og í Hengifossárgilinu. Gilið má einnig skoða frá hálendisveginum sem liggur að Snæfelli en á einum stað liggur vegurinn alveg fram að gilbarminum. Ef farið er upp með ánni að innanverðu er komið að lítilli laut neðan við Tófufoss.
Trjásafnið í Hallormsstaðaskógi
Í Hallormsstaðaskógi er trjásafn með um 80 tegundum trjáa og runna víðsvegar að úr heiminum. Trjásafnið er einstakt á landsvísu. Hefjið gönguna um trjásafnið frá bílastæðinu við þjóðveginn, þar sem einnig er salernishús, og fylgið göngustígnum. Gott er að gefa sér góðan tíma, 2 til 3 klukkustundir til að skoða og njóta útiverunnar. Tilvalið er að ganga niður að Fljótinu, snæða nestið sitt og hlusta á fuglasönginn.Skógræktarstarf á Hallormsstað hófst árið 1903 með því að girt var 12 ha svæði sem nefnist Mörk. Útbúinn var græðireitur á um hálfum hektara sem var upphaf gróðrarstöðvarinnar. Árið 1905 voru gróðursett um 50 blágrenitré efst í Mörkinni. Af þeim standa enn fimm tré og eru þau elstu grenitrén í Hallormsstaðaskógi, skammt fyrir neðan bílastæðið við trjásafnið. Í áranna rás hafa einstök tré og þyrpingar af ýmsum trjátegundum og kvæmum verið gróðursett í Mörkinni og þannig varð trjásafnið til. 
Hallormsstaðaskógur
Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands. Nú þekur birkiskógur um 350 ha lands innan sömu girðingar auk þess sem aðrar trjátegundir hafa verið gróðursettar í 200 ha. Stór svæði hafa bæst við Hallormsstaðaskóg á seinni árum; Hafursá/Mjóanes til norðurs, þar sem gróðursettir hafa verið miklir lerkiskógar og Ásar/Buðlungavellir til suðurs, þar sem sjálfsgræðsla birkis er í algleymingi. Alls eru nú í skóginum um 85 trjátegundir frá um 600 stöðum víðs vegar um heiminn og skógurinn þekur um 740 ha lands.Land og skógur hefur umsjón með skóglendi víða um land fyrir hönd þjóðarinnar. Þeir skógar eru kallaðir þjóðskógar. Skógarnir eru opnir öllum, allan ársins hring. Í marga er auðvelt að komast eins og Hallormsstaðaskóg og ýmis konar aðstaða fyrir hendi. Annars staðar þarf að hossast í öflugum jeppa eða ganga upp bratta hlíð í ósnortinn skóg.Í Hallormsstaðaskógi eru meira en tíu mismunandi merktar gönguleiðir um fjölbreytt landslag skógarins og nokkrar hjólaleiðir. Allar leiðirnar eru litamerktar og gönguleiðakort er aðgengilegt á þjónustustöðum á svæðinu og einnig í kössum við upphaf margra gönguleiða. Hér er einnig hægt að sækja gönguleiðakortin á rafrænu formi - gönguleiðir.Tvö tjaldsvæði eru í Hallormsstaðaskógi með mismunandi þjónustustigi, Atlavík og Höfðavík. Tjaldverðir fara um svæðið og innheimta gjöld fyrir gistingu og annað. Nánari upplýsingar um verð og þjónustu á tjalda.is og á Facebook.Á gönguleiðinni milli tjaldsvæðanna er hægt að fara í fjársjóðsleit og taka þátt í Skógarævintýri sem er leikur spilaður með Turfhunt-appinu. Víða um skóginn eru áningarstaðir og góð grillaðstaða er í Stekkjarvík og leiktæki fyrir börn. Trjásafnið á Hallormsstað er einstakt á norðurhveli jarðar. 
Brúnavík
Brúnavík er næsta vík sunnan Borgarfjarðar eystri og er hluti gönguleiðakerfisins um Víknaslóðir. Gönguleiðin er alls um 12 km, þægileg og fögur dagleið. Gengið er frá bílastæði við Hafnarhólma og um Brúnavíkurskarð (360 m) austan Geitfells. Nokkuð bratt er niður að bæjarstæðinu og þarf að vaða eða stikla Víkurána ef farið er út á sandinn. Áin er oftast greiðfær niðri við sjó og vel þess virði að ganga niður í fjöru því hún er einstaklega litfögur. Til baka er gengið inn víkina, hvoru megin ár sem óskað er, inn að Brotagili en þar skammt frá er göngubrú yfir ána. Frá Brotagili er genginn vegslóði yfir Hofstrandarskarð (320 m). Gangan tekur um 5-6 klst. eftir vörðuðum leiðum og vegslóða.
Valþjófsstaður
Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuðbólum Svínfellinga, en nokkrir meðlimir þeirrar fjölskyldu voru fyrirferðamiklir í átökum Sturlungaaldar.  Krikjan sem nú stendur á Valþjófsstað var vígð árið 1966. Hurðin í innri dyrum kirkjunnar er eftirmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð sem Halldór Sigurðsson á Miðhúsum skar út á 13. öld. Gamla hurðin á upprunalega að hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðar nýtt sem innri hurð í stafkirkju sem stóð á Valþjófsstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti. Upprunalega hurðin er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.  
Heiðavatn
Fjölfarinn vegur liggur inn Breiðdal og yfir Breiðdalsheiði.  Efst á heiðinni er lítið og fallegt stöðuvatn.  Þarna eins og víðar á Austfjörðum má búast við að koma auga á hreindýr á leiðinni, tilvalið fyrir ferðamannin að stoppa og ganga í kringum vatnið og setjast síðan niður og borða nestið sitt á þessum fallega stað. 
Hallormur fyrir hjól
Einföld hjólaleið um Hallormsstað. Upphaf leiðarinnar er hjá Hótel Hallormsstað en hún liggur síðan í hring um neðri hluta skógarins. Hækkun er innan við 200 m. Vegalengd 10 km.
Hafnarhús
Við Hafnarhólma á Borgarfirði Eystri stendur glæsilegt aðstöðuhús sem tekið var í notkun árið 2020. Þar hafði lengi vantað aðstöðu fyrir sjómenn og starfsmenn Borgarfjarðarhafnar en einnig fyrir þann gífurlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína út í Hafnarhólma til að skoða lundabyggðina. Borgarfjarðarhreppur ákvað því að efla til hönnunarsamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um aðstöðubyggingu fyrir svæðið. Tillagan sem bar sigur úr bítum kom frá Anderson & Sigurdsson arkitektum. Húsið er er látlaust og fellur vel að umherfinu en hefur samt aðdráttarafl í sjálfu sér og fangar athygli ferðamanna.
Rjúkandi
Rjúkandi er fallegur foss sem fellur tignarlega niður nokkra klettastalla, fram af heiðarbrún og að þjóðvegi 1. Aðgengi að fossinum er mjög gott en stutt ganga er frá bílastæði sem er við þjóðveginn þar sem hann liggur um Jökuldal. 
Ranaskógur - Hjólaleið
Ný og krefjandi hjólaleið niður í gegnum Ranaskóg. Til að komast á upphafsstað er hjólað frá þjóðvegi upp línuveg sem er u.þ.b. 2 km innan við Hrafnkelsstaði, honum fylgt að stóru möstrunum og svo út Víðivallaháls þar til fer að halla niður að Gilsárgili, þar er tekin greinileg slóð til vinstri. Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal - (sjá hér).
Jórvíkurskógur
Jórvíkurskógur er skógræktarsvæði eins og þau gerast best.  Kjarr og ræktaður skógur, gamalt hús í lundi en lækjarsprænur liðast niður hlíðina. Fuglalíf er með líflegasta móti, þægilegir göngustígar og notaleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk.
Djáknadys
Djáknadys er laus grafhýsi (dys) norðan megin við Hamarsfjörð. Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir barist til dauða. Voru þeir báðir dysjaðir á staðnum og er nafn Djáknadysjar þannig tilkomið. Sagt er að sú kvöð hvíli á vegfarendum sem fara fram hjá dysinni í fyrsta sinn að þeir verði að kasta steinvölu í dysina, einni fyrir sig og einnig einni fyrir hvorn, hund og hest, ef með eru, annars muni þeir lenda í ógöngum. Aðrar sögur segja að leggja skuli þrjá steina í dysina. Um þetta er gamla vísan: Að flýta sér að fara af baki og fleygja steini yfir djákna aldurhniginn er það gæfa á ferðastiginn. Það skal tekið fram að í dag er dysin friðuð svo það er bæði bannað að bæta steinum við dysina og taka steina úr henni. 
Atlavík
Atlavík í Hallormsstaðaskógi var á árum áður vinsæll samkomustaður Austfirðinga og annarra, sérstaklega á meðan hinar frægu Atlavíkurhátíðir voru haldnar. Í Atlavík er rómantískt, friðsælt og skjólgott tjaldsvæði með góðri aðstöðu. Ekkert rafmagn er á tjaldsvæðinu svo þeir sem það kjósa geta til dæmis hreiðrað um sig í Höfðavík þar skammt frá. Veðursældin í Atlavík er engu lík og kjörið að njóta útivistar þar og annars staðar í skóginum. Hann er enda vinsælt útivistarsvæði með um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum. Þá er þar merkilegt trjásafn með yfir 70 trjátegundumvíðs vegar að úr heiminum, leiktæki og opin svæði og á heitum degi er hægt að busla í lignu Lagarfljótinu.  Hallormsstaðaskógur sjálfur er víðáttumesti skógur landsins og þekur um 740 hektara lands. Hallormsstaðaskógur var friðaður árið 1905 og varð þar með fyrsti þjóðskógur Íslands en Skógræktin hefur umsjón með þjóðskógum. Árið 1903 hófust þar tilraunir með plöntun erlendra trjáa en stórfelld ræktun hófst fyrst eftir 1950. Elsti lerkilundurinn var gróðursettur árið 1938 og heitir Guttormslundur, kenndur við Guttorm Pálsson sem var skógarvörður á Hallormsstað í 46 ár.     
Hafrahvammagljúfur
Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins. Þar sem gljúfrið er dýst eru um 200 metrar frá botni að brún og gljúfrið er um 8 kílómetrar að lengd. Merkt gönguleið er með fram gljúfrinu og niður að Magnahelli. Það þarf fjórhjóladrifsbíl til að keyra að upphafspunkti gönguleiðarinnar en hægt er að sjá hluta gljúfursins frá Kárahjúkum og þangað má komast á venjulegum fólksbíl.
Bjargselsbotnar - gönguleið
Gengið er af stað frá skilti rétt við Hallormsstaðaskóla (gamla Hússtjórnarskólann). Leiðin er merkt með ljósgrænum stikum.Gengið er um framhlaupsurð, sem myndaðist fyrir um 10.000 árum og nefnist Hólar. Áfram er haldið upp í Bjargselsbotna, inn eftir og undir Bjarginu að Þverbjargi þar sem Illaskriða hefur fallið. Út og niður af Illuskriðu er gengið niður að Leirtjarnarhrygg. Bjargselsbotnar eru hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°05.465-W14°43.031
Fjöllin á Stöðvarfirði
Súlur - Fremstar meðal jafningja. Fyrir áhugamenn um fjallgöngur er fjallahringurinn í Stöðvarfirði með áhugaverðari stöðum til slíkrar iðju. Ber þar fremstan að telja meðal jafningja Súlur, einkennisfjöll staðarins sem er mjög krefjandi gönguleið og aðeins á færi reyndra klifurkappa. Einnig má nefna Kumlafell, en þar getur að líta gat efst í fjallinu og sést í gegnum það til Fáskrúðsfjarðar. Beint fyrir ofan þorpið er fjallið Steðji. Við rætur þess eru Steðjatjarnir en ofar Stórakerald og Tyrkjaurð, svo eitthvað sé nefnt.
Stuðlagil
Stuðlagil er einstök náttúruperla í Efri-Jökuldal á Fljótsdalshéraði sem á undanförnum árum hefur fest sig í sessi sem inn af áhugaverðustu áfangastöðum Austurlands.  Gilið var lengi lítt þekkt enda kom það ekki almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun og Hálslón var myndað en við það minnkaði vatnsmagnið í Jökulsá á Dal (Jöklu) til muna. Jökla er ein af lengstu jökulám landsins og teygir sig um 150 km leið frá Vatnajökli að sjó. Áin getur verið mjög straumhörð, jafnvel þótt ekki séu sýnilegir vatnavextir í henni. Að gefnu tilefni biðjum við alla sem heimsækja Stuðlagil að sýna varkárni og muna að þeir eru á eigin ábyrgð á svæðinu.  Stuðlagil státar af einni stærstu og fallegustu stuðlabergsmyndun á landinu og er einstaklega myndrænt, sérstaklega þegar áin er tær. Blágræni liturinn á vatninu sem kallast á við litskrúðugt stuðlabergið gerir gesti agndofa. Þar sem um jökulvatn er ræða tekur áin breytingum milli árstíða svo í leysingum á vorin og þegar yfirfall er í Hálslóni fær hún á sig grábrúnan lit. Algengast er að yfirfall sé frá ágústbyrjun og fram í október en getur þó verið á öðrum tímum. Hægt er að fylgjast með vatnshæð lónsins hér. Gilið og áin eru þó alltaf mikilfengleg á að líta og ættu ferðamenn ekki að láta þennan einstaka stað fram hjá sér fara á ferðalagi um Austurland.  Að Stuðlagili erum 60 mín. akstur (52 km) frá Egilsstöðum og um 90 mín. akstur (112 km) frá Mývatni. Þegar beygt er af hringveginum tekur við akstur á malarvegi en hann er fær öllum bílum. Vegurinn er opinn allt árið en hafa ber í huga að akstursaðstæður geta breyst hratt yfir vetrartímann.  Hægt er að nálgast gilið úr tveimur áttum:  Útsýnispallur við Grund Keyrt er suður af hringveginum (vegi nr. 1) um Jökuldal rétt innan við Skjöldólfsstaði, inn á veg númer 923. Þaðan eru um 19 kílómetrar að bænum Grund sem stendur norðan megin við gilið. Þar eru bílastæði, salerni og örugg aðkoma að gilinu með stigum og pöllum en það tekur einungis um 5 mínútur að ganga niður á útsýnispallinn. Þar er gott útsýni niður í gilið og út eftir því og fjölbreytt stuðlabergið nýtur sín. Athugið að ef ætlunin er að fara ofan í gilið þarf að ganga frá bílastæði í landi Klaustursels sem er sunnan megin við gilið.  Gönguleið frá Klausturseli Keyrt er suður af hringveginum (vegi nr. 1) um Jökuldal rétt innan við Skjöldólfsstaði, inn á veg númer 923. Beygt er í átt að bænum Klausturseli og þar er að finna bílastæði á tveimur stöðum, annars vegar við brúna yfir Jöklu (um 10 km ganga báðar leiðir) og hins vegar við Stuðlafoss (um 5 km ganga báðar leiðir). Stuðlafoss er tignarlegur þar sem hann fellur fram af þverhníptu stuðlabergi og er þess virði að skoða á leiðinni niður í gilið. Það er síðan mögnuð upplifun að standa ofan í gilinu og upplifa ægifegurð íslenskrar náttúru. Hafa verður í huga að klettar og steinar geta verið blautir og þar af leiðandi sleipir svo fara þarf að öllu með gát ofan í gilinu.  Náttúran umhverfis Stuðlagil er ríkuleg en viðkvæm og eru gestir sérstaklega hvattir til að sýna svæðinu, dýralífi og náttúru virðingu og ganga snyrtilega um. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní verpa fjölmargar heiðargæsir á svæðinu og þá er sérstaklega mikilvægt að halda sig innan merktra gönguleiða til að styggja ekki fuglana. Efri-Jökuldalur er landbúnaðarsvæði og á haustin reka bændur fé sitt ofan af fjalli og er það áhrifamikil sjón.   Yfir sumartímann er hægt aka áfram eftir vegi nr. 923 inn á hálendi Austurlands. Þar er hægt að fylgja ferðaleiðinni Um öræfi og dali sem liggur m.a. að Kárahnjúkum, Laugafelli og niður í Fljótsdal. Hluti leiðarinnar er aðeins fær vel búnum, fjórhjóladrifnum bílum.  Frekari upplýsingar um Stuðlagil og þjónustu í nágrenni þess má finna á heimasíðu Stuðlagils.  
Héraðssandur
Héraðssandur
Laugavalladalur
Laugavalladalur er gróðurvin skammt vestan Jökulsár á Dal, um 20 km. norðan Kárahnjúka. Þar er unnt að lauga sig heitri laug og skola svo af sér í náttúrulegu steypibaði þar sem lækurinn fellur fram af kletti í litlum fossi. Gæta skal sérstakrar varúðar vegna ofhitnunar vatnsins á úrkomulitlum tímum.
Hraunlína
Frá útsýnisstaðnum er horft yfir Lónin, Skógarlón innar og Nýpslón utar. Lónin eru friðlýst vegna þess hve fjölskrúðugt dýralíf þrífst þar við sérstæð skilyrði. Fundist hafa yfir 40 tegundir smádýra í lónunum auk fiska og fugla. Skemmtilegt og fallegt er að ganga í fjöruborði Lónanna og fuglalíf er þar mjög mikið. Á útsýnisstaðnum eru skilti sem lýsa staðarháttum og segja frá áhugaverðum hlutum um Vopnafjörð.
Urðarhólar
Í Afrétt, innst í Borgarfirði Eystri, er fallegt framhlaup. Þangað liggur stikuð, um 3 km. létt gönguleið. Gengið er framhjá fallegu vatni, Urðarhólavatni. Ánægjulegt er að ganga um framhlaupið, þar sem skiptast á hólar og tjarnir, og lengja þannig gönguna að vild.
Streitishvarf
Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt að stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða. Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár.
Brimnes
Brimnes er eyðibýli sem stendur við norðanverðan Seyðisfjörð. Það stendur undir Brimnesfjalli sem virkar sem skjólgarður fyrir norðanáttinni og er hæst upp af Brimnesbænum þar sem heitir Ytra Rjúpnafell, 771 metra hátt. Illkleif og há klettabelti eru í efri hluta fjallsins en neðar eru hlíðarnar grænar, vaxnar kjarri og lyngi. Utar á skaganum er landið bratt og þar eru urðargil sem eru slæm yfirferðar. Útnesjagróður setur þar svip sinn á landið. Gönguferðút á Brimnes í góðu veðri er ógleymanleg. Náttúran er stórbrotin og útsýni til hafs og yfir fjörðinn fagurt. Það er einnig tilvalið að hugsa til sögu búsetu á þessum afskekkta stað. Best er að hefja gönguna við Selstaði en þangað liggurvegur nr. 951 frá Seyðisfirði. Vegarslóði var ruddur út í Brimnes áður en það fór í eyði en er ekki ekinn lengur. Sjóleiðin var lengst af aðalaðdráttaleið ábúenda.   Á Brimnesi var stórbýli á fyrri tíð. Þar þóttu landgæði til búskapar ágæt og sjósókn var stunduð. Nokkur smábýli vorueinnig í nágrenni við Brimnes, m.a. Brimberg sem er nálægt því sem vitinn stendur núna og Borgarhóll um einn km innan við Brimnes. Á Brimnesi var búið fram til 1961 en þá brann íbúðarhúsið. Þar var stunduð mikil útgerð á síðustu árum 19. aldar og í upphafi 20. aldar og myndaðist hverfi (Brimnesbyggð). Brimnesbærinn sjálfur stóð upp af Brimnestanga en skammt utan hans upp af Útvogi var byggt íshús 1894, annað af tveim fyrstu íshúsum landsins. Brimnesviti var byggður 1906 og stendur nokkru utan við Brimnesbæinn. Heimafólk á Brimnesi stundaði útgerð en einnig var fjöldi aðkomubáta sem sóttu þar sjó yfir sumarið og höfðu Brimnesbændur tekjur af þjónustu við þá. Allmörghús sem tengdust útgerðinni voru byggð á þessum árum en flest voru einungis notuð yfir sumartímann. Á tímabili undir lok 19. aldar reru allt að 40 árabátar frá Brimnesbyggð yfir sumarið, stór hluti þeirra var frá Færeyjum. Þessi útgerðlagðist af eftir að vélbátar urðu almennir þar sem ekki skipti lengur jafn miklu máli að það væri stutt að sækja á miðin. Tóftir gamalla bygginga má enn sjá á svæðinu. Skammt utan við bæinn er örnefnið Klausturskemmutangi semvitnar um að Brimnes var fyrr á tímum í eigu Skriðuklausturs í Fljótsdal.   Það er ekki bara fallegt, friðsælt og búsældarlegt á Brimnesi. Þar gat náttúran og lífsbaráttan líka verið hörð. Árið 1732 hljóp snjóflóð á Brimnesbæinn og létust þar níu manns en aðrir níu björguðust. Sumar heimildir geta þess að níu dögum síðar hafi fundist fjögurra ára stúlka á lífi í rústunum. Þessi vetur hefur líklega verið snjóþungur og var kallaður Brimnesvetur eftir þetta. Árið 1740 fórst bátur sem m.a. flutti sýslumann einn sem lét þar lífið. Báturinn strandaði á skeri sem síðar va nefnt Sýslumannsnaggur og er við Sléttanesvog um 1 km utan við Brimnesvita. Síðan var það að morgni 1. maí 1922 í logni og þoku að strandferðaskipið Sterling strandaði á þessu sama skeri. Allir um borð, um 50 farþegar og 30 manna áhöfn björguðust. Fólkið komst í land á björgunarbátum og bryti skipsins bar fram veitingar á svonefndum Ostabölum sem eru þar ofan við. Síðan fengu farþegar að sækja föggur sínar í skipið áður en danska varðskipið flutti þá til hafnar á Seyðisfirði. Vörum og ýmiskonar skipsmunum var bjargað úr skipinuen það eyðilagðist á strandstað. Til eru góðar heimildir um þetta strand, listi með nöfnum farþega og áhafnar og skrá um muni sem björguðust úr skipinu og voru seldir á uppboði. Þessi atburður vakti mikla athygli enda voru sjóflutningar lífæð fyrir byggðirnar á þessum tíma, þar sem strandferðaskipin fluttu fólk, póst- og vörur um landið. Sterling var meðal fyrstu skipa sem íslenska ríkið átti og var á þessum tíma eina strandferðaskipið.                      
Drangsnes
Frá Gljúf­ursár­fossi sem stendur sunnanmegin í Vopnafirði er merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og niður að sjó um Drangsnes.  Að ganga meðfram þver­hníptum klett­unum er mikil upplifun og lætur fáa ósnortna. Göngu­leiðin nær að Krumms­holti. þar se, eru vel sjáan­legar ævafornar tóftir frá víkingaöld, að því að talið er. Þar á Þorsteinn uxafótur að hafa búið.  Handan fjarð­arins má sjá kauptún Vopn­fjarðar sem stendur á tanga sem skagar út í fjörðinn. Tanginn er kall­aður Kolbein­stangi. 
Grjótgarður við Hjarðarhaga
Stutt ganga en nokkuð brött. Bílum er lagt við vegamótin að Hnefilsdal. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 stikaða leið upp með Sauðá upp á brún að Grjótgarðinum. Gengið út með Grjótgarðinum uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Haldið áfram í átt að Teigará út að vörðu og síðan aðeins til baka og niður stikaða reiðgötu um Hestagilið. Ekki er vitað hvaða tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°21.391-W15°00.061 Powered by Wikiloc
Stangveiði í Kelduá
Kelduá í Fljótsdal rennur um Suðurdal og fellur síðan út í Jökulsána. Í ánni er bæði staðbundinn urriði og bleikja. Veiðileyfi eru seld á Hengifoss gistihúsi. Gilsá fellur í Lagarfljótið skemmt fyrir innan Hallormsstaðaskóg. Silungur úr Fljótinu leitar upp í ósa árinnar, bæði urriði og bleikja. Skógræktin leyfir stangveiði í ósnum án endurgjalds. Jökulsá í Fljótsdal er tær stóran hluta árs eftir virkjun við Kárahnjúka. Í henni er staðbundin bleikja.  Veiðileyfi eru seld á Óbyggðasetrinu og einnig er hægt að leigja þar stangir.
Steinboginn í Jafnadal
Einstaklega heillegur og fagur steinbogi Í hlíðum Álftafells er einstæður steinbogi sem gaman er að skoða. Boginn er afar heillegur og þykir með þeim flottari á landinu. Álftafell gengur upp af Jafnadal, sem gengur inn af Stöðvarfirði. Á leðinni er klettaþyrpingin Einbúi, sem samanstendur af stóru sérstæðu bjargi. 
Bóndavarðan
Austan við kauptúnið á Djúpavogi er allshár ás sem heitir Bóndavörðuhraun og efst á honum Bóndavarða. Þar er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Frá Bóndavörðunni er hægt að ganga "út á land" í átt að svörtu söndunum.
Tröllkonustígur
Tröllkonustígur heitir gönguleið á milli Skriðuklausturs og Végarðs í Fljótsdals sem liggur m.a. eftir berggangi er skásker Valþjófsstaðafjall. Þjóðsagan segir gatan í fjallinu sé tilkomin vegna ferðalaga tröllskessu forðum daga. Gönguleiðin er stikuð og liggur um skóg ofan við Snæfellsstofu og út að Bessastaðarárgljúfri. Vegalengd: 5 km.
Klifbrekkufossar
Klifbrekkufossar er stórfengleg fossasyrpa innst inn í botni Mjóafjarðar. Þar falla margir litlir fossar í röð sem mynda fallega og myndræna heild. Fossarnir blasa við hægra megin við þjóðveginn þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.
Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldisstöð er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, vettvangur ítarlegra rannsókna enska jarðfræðingsins Georges D.L. Walker, ásamt öðrum slíkum á Austurlandi. Þessi eldstöð er prýdd stórum ríólít-innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum, Flögutindi í Breiðdal, Smátindum, Röndólfi, Slötti og Stöng. Suðurhlíðar Breiðdals eru sérstaklega litskrúðugar og berglögin óregluleg, sett miklum gjóskumyndunum. Eldstöðin er talin ná milli Fossárfjalls sunnan Berufjarðar norður í Bæjartind uppi af Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Vesturhlíðar hennar fylgja Ófærunöfnum til vesturs en austurhlíðin er mjög eydd, en spannar þó örugglega austur fyrir Kerlingartind suður af Fagradal í Breiðdal. Suðurhluti Breiðdals, nálægt eldstöðinni miðri, er niðurgrafinn og funhitinn ummyndaði bergið svo mjög að blágrýtið og andestítið urðu ljósgræn. Er því erfitt að greina þessar bergtegundir frá ríólítinu. Þessi ummyndun er einna skýrust við Innri-Ljósá og Blágil. Tindaröðin, sem talin er hér að framan myndaðist síðar, þegar ríólítið tróð sé upp á yfirborðið gegnum blágrýtislögin og mynduðu gúla ofan á þykkum gjóskulögum á gígbörmunum. Leifar þeirra koma fram í ríólíthömrum víða á svæðinu. Breiðdalseldstöðin er talin yngri en Álftafjarðar- og Reyðarfjarðareldstöðvarnar og gjóskulag ofan á Reyðarfjarðarlögunum hefur verið rakið. Það mun hafa komið frá Röndólfi, þekur u.þ.b. 430 m2 og er 6 m. þykkt. Þetta lag er kennt við fjallið Skessu suður af Reyðarfjarðarbotni. Jarfræðisafn tileingað George D.L. Walker má finna í Breiðdalssetri. 
Fólkvangur Neskaupstaðar
Sannkölluð útivistarparadís við bæjarvegginn. Fólkvangur Neskaupstaðar tekur við þar sem þéttbýlið endar á eystri mörkum Neskaupstaðar. Fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi eiga sér jafn ákjósanlegt friðland við bæjarvegginn. Landslag er tignarlegt, útsýni fagurt, auðugt lífríki og fjölbreyttar jarðmyndanir. Svæðið er því kjörið til útivistar, náttúruskoðunar og náttúrufræðslu. Margar og skemmtilegar gönguleiðir eru í friðlandinu, s.s. Páskahellir og Urðum. Þar er einnig fræðslustígur með ábendingum um ýmis náttúrufyrirbæri. Fólkvangur Neskaupstaðar er sá fyrsti sem settur var á fót hér á landi. Vorið 1971 lagði náttúruverndarnefnd Neskaupstaðar fram tillögu um stofnun fólkvangs utan Stóralækjar. Tillagan var samþykkt af Náttúruverndarráði og ráðuneyti og tók friðlýsingin formlega gildi 29. nóvember 1972. Nánar um fólkvanginn á vef Náttúrustofu Austurlands.
Hrafnkels saga Freysgoða
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðingja á 10. öld. Hrafnkelsstaðir í Fljótsdal heita svo vegna þess að þar bjó Hrafnkell um tíma. Skammt frá bænum er söguskilti sem er hluti söguslóar sem hægt er að fylgja yfir Fljótsdalsheiði og niður í Hrafnkelsdal.
Vöðlavík gönguleiðir
Vöðlavík, sem stundum er kölluð Vaðlavík, er eyðivík sunnan Gerpis en þar voru áður nokkrir sveitabæir. Vegarslóði liggur til Vöðlavíkur, sem er einungis opinn á sumrin og er þá fær er fjórhjóladrifnum bílum.  Tvær stikaðar gönguleiðir liggja til Vöðlavíkur frá Eskifirði /Reyðarfirði, annars vegar yfir Karlsskálastað og hins vegar fyrir krossanes. Frá Vöðlavík liggur gönguleið yfir í Sandvík. Það er um fimm klukkustunda ganga um Gerpisskarð, sem fer hæst í um 700 m.y.s.  Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus. Hörmuleg sjóslys hafa orðið við Vöðlavík á liðnum árum. Til dæmis strandaði skipið Bergvík SU í Vöðlavík í desember 1993. Mörgum er enn í minni að við tilraun til þess að ná skipinu á flot strandaði björgunarskipið Goðinn í víkinni þann 10. janúar 1994. Einn fórst við strandið en þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði öðrum skipverjum. Um þessa atburði er fjallað í heimildarmyndinni Háski í Vöðlvík.
Stuttidalur
Gengið frá skilti, rétt við þjóðveg 1 í átt að Haugaánni. Farið í gegnum gönguhlið og síðan gengið upp með girðingu ca 600 m. Haldið áfram eftir stikaðri leið. Stuttidalur liggur í austur á milli Hallbjarnarstaðatinds og Haugafjalls. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við tjörnina skammt innan við Sjónarhraunið. Upplagt að fara yfir ána og ganga um Haugahólana til baka niður að þjóðvegi. Haugahólar eru geysimikið berghlaup, eitt hið stærsta á Íslandi, sem fallið hefur úr Haugafjalli milli Stuttadals og Vatnsdals. Stuttidalur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N64°59.173-W14°35.217   Powered by Wikiloc
Fardagafoss gönguleið
Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum, við rætur Fjarðarheiðar. Hann er efstur fossanna í Miðhúsaánni en hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær fyrir utan seinasta spölinn sem er svolítið erfiður yfirferðar. Gengið er frá bílastæði við Áningatstein (við veg 93.) Á bak við fossinn er hellir en sagan segir að í honum hafi búið ferleg tröllskessa. Talið er að göngliggi í gegnum Fjarðarheiðina yfir í Gufufoss í Fjarðará í Seyðisfirði. Skessan undir Fardagafossi var fræg fyrir að eiga ketil fullan af gulli. Þegar skessan var orðin svo gömul að hún vissi dauða sinn nálægan þá renndi hún katlinum með gullinu niður í djúpan skessuketil sem er í miðjum Gufufossi, neðar í Miðhúsaánni. Sagt er að sjáist í handfangið á katlinum þegar lítið vatn er í ánni.  Powered by Wikiloc
Fjallkonustígur
Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn  nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum. 3,5 klst / 6 km Göngufæri frá júní og frameftir hausti. 
Húsey
Náttúrufar við Héraðsflóann er einstakt og heimsókn í Húsey er hrein náttúruupplifun. Þar liggja hundruð sela á sandeyrunum við Jöklu, lómur verpir í tugatali og þar er að finna stærsta kjóavarp í heimi. Skúmurinn gerir svo reglulega loftárásir á ferðamenn! Á staðnum er rekin ferðaþjónusta og merktar gönguleiðir liggja niður á sléttuna utan við Húseyjarbæinn. Húsey er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°38.775-W14°14.670 Powered by Wikiloc
Breiðavík
Vestdalsvatn
Skemmtileg gönguleið er yfir Vestdalsheiði frá Héraði yfir í Seyðisfjörð. Vestdalsheiði var áður fyrr fjölfarinn fjallvegur en gengið var upp með Gilsá yfir heiðina og niður Vestdal í Seyðisfjörð. Gengið er frá skilti á Fjarðarheiði (N65°15.577 - W14°13.524) og stefnt að vestari enda Bjólfsins. Vatnið blasir við þegar komið er á móts við Bjólfinn. Þetta er góð gönguleið um ávalar hæðir. Þegar komið er að Vestdalsvatni er um þrjár leiðir að velja ef fólk vill ekki fara sömu leið til baka. Niður Vestdal í Seyðisfjörð þar er stikuð leið. Niður Gilsárdal eftir greinilegri slóð að Gilsárteigi (austan við Eiða á Fljótsdalshéraði) eða fyrir vestan Bjólfinn niður í Stafdal. Hólkurinn með gestabók og stimpli er þar sem Gilsáin fellur úr vatninu. Vaða þarf ána ef gengið er af Fjarðarheiði. Kóreksstaðavígi er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°17.102-W14°17.887 Powered by Wikiloc
Gufufoss
Gufufoss er fallegur foss innarlega í Seyðisfirði. Nafnið er tilkomið vegna mikillar gufu sem fossinn gefur frá sér og sveipar hann ákveðinni dulúð. Vegurinn yfir Fjarðaheiði liggur rétt við fossinn og er aðgengi að honum mjög gott.
Mjóeyri
Mjóeyri er einstaklega fallegur staður utan við þorpið í Eskifirði. Þar eru viti og fjara þar sem skemmtilegt er að leika sér. Mjóeyri var síðasti aftökustaðurinn á Austurlandi og þar er að finna upplýsingaskilti á dys síðasta mannsins sem tekinn var af lífi á staðnum. Á Mjóeyri er í dag rekin blómleg ferðaþjónusta þar sem meðal annars er hægt að fá leiðsögn um svæðið.  
Aldamótaskógur við Tinnu
Í tilefni aldamóta árið 2000 og 70 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð. Plöntur Austurlands voru setta niður í landi Eydala Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka. Nokkrum áratugun áður, eða á sjötta áratug 20. aldar, var talsvert gróðursett í þessum sama reit upp við Tinnudalsá og því varð þar til skemmtilegt útivistarsvæði. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnu, út á þjóðveg 1. Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig að verða til útivistarsvæði.
Svörtu sandarnir við Djúpavog
Svæðið á Búlandsnesinu utan við byggðina á Djúpavogi er kjörið til gönguferða, til að upplifa fegurð og ævintýri, leika sér, fræðast og njóta fjarri erli hversdagsins í anda hæglætisstefnunnar cittaslow. Þar er einstaklega fallegt og fjölbreytt landslag, litbrigði í svörtum sandi, grónum hólmum og spegilsléttum tjörnum, auðugt fuglalíf og fullt af sögu. Þar er einnig mjög fagurt útsýni til fjalla og hafs. Hefja má gönguna með því að ganga frá byggðinni á Djúpavogi í austur með viðkomu á Bóndavörðu. Þaðan er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Til landsins eru margir áberandi tindar og fjöll og er Búlandstindur einna fegurstur og nafnkunnastur, hár og brattur píramídi við sunnanverðan Berufjörð. Út til hafsins blasa við eyjar og sker eins og perlur á bandi og er Papey þeirra stærst og kunnust. Í umhverfi Djúpavogs vekja sérstaka athygli áberandi kambar eða háar og þunnar klettabríkur, tröllahlöð, sem standa samsíða og setja ævintýralegan svip á umhverfið. Þetta eru berggangar, löngu storknuð hraun sem fylltu sprungur í eldsumbrotum fyrir milljónum ára. Vegna þess hve bergið í þessum berggöngum er hart hefur ísaldarjökullinn ekki náð að jafna þessa kamba við jörðu.   Halda má göngunni áfram frá Bóndavörðu í norðaustur eftir Langatanga eða fara beint til austurs niður að ströndinni og svo áfram til suðurs að Grunnasundi og yfir það út á sandinn. Grunnasund gæti þurft að vaða eða taka krók inn með því og fara fyrir enda þess. Einnig er hægt að ganga beint út á sandinn til suðurs veginn sem liggur að flugbrautinniog þá leið má einnig aka áleiðis. Umhverfið á Búlandsnesinu er mjög breytt frá því sem var á fyrri tímum þegar hólmarnir á sandinum sem enn bera eyjanöfn t.d. Úlfsey, Hvaley, Sandey og Hrísey og fleiri voru raunverulegar eyjar með bátgengum sundum á milli. Vötnin sem bera enn nöfn voga svo sem Breiðivogur og Fýluvogur voru þá raunverulegir vogar eða víkur. Eyjarnar eru nú landfastar og sundin orðin að sandbreiðum eða votlendi en landris og mikill sandburður hefur valdið því. Ætla má að gróðurfar hafi einnig tekið breytingum þegar sandurinn sótti á.    Sunnan Grunnasunds liggur leiðin áfram í Úlfsey. Áður fyrr þegar sund var milli hennar og meginlandsins var róið þar í gegn á bátum. Smátt og smátt grynntist sundið og heimildir segja að það hafi verið orðið fullt af sandi fyrir meira en 100 árum eða nokkru eftir 1880. Á Úlfsey er sagður vera fornmanns haugur, sem líklega hefur heitið Úlfur. “Enginn maður má þar svo fæti á land stíga, að hann syngi ekki eitt vers við hauginn, gjöri þar bæn sína eða leggi stein í hauginn,” segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Haugur sá sem talinn er vera Úlfshaugur er hálfgróin grjótþúst norðaustast á Úlfsey.   Frá Úlfsey er hægt að ganga til suðausturs í Hvaley. Á innanverðri Hvaley var kallað Lundabakkar. Syðst í klettunum upp af Lundabökkum er Hellir, talinn náttúrumyndun en hann hefur fyllst af sandi. Hann var að hluta grafinn út fyrir nokkrum árum síðan en hefur aftur fyllst af sandi. Talið er að fólk sem nytjaði eyjuna hafi hafst við i hellinum. Í eyunni voru slægjur og eggjatekja auk þess sem að þar var fjárhús.     Áfram er haldið göngu með viðkomu í Kálki þar sem eru hústóftir og síðan út í Sandey. Mögulegt er að klöngrast ofan í fjöruna í Sandey ef það er fjara og skoða helli sem þar er að finna. Til að loka hringnum er hægt að ganga meðfram flugvellinum upp að vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi en fyrst má taka krók til vesturs yfir sandinn í Hrísey og Kiðhólma. Samkvæmt heimildum var búið í Hrísey fyrr á tímum og sjást þar tóftir. Heimildir eru um að á árabilinu 1500 fram undir 1600 hafi verið verslunarhöfn í Fýluvogi sem þá var skipgengur vogur. Þar hafi þá verið aðalhöfnin við Berufjörð en áður hafði höfnin verið í Gautavík á norðurströnd fjarðarins. Það voru þýskir kaupmenn frá Bremen, Brimarkaupmenn, sem versluðu við Fýluvog en Hamborgarkaupmenn versluðu við Djúpavog hinum megin á nesinu. Með tilkomu einokunarverslunarinnar árið 1602 lagðist verslun Þjóðverja af og eftir það voru Danir með verslun við Djúpavog. Talið er sennilegt að vörum hafi verið skipað upp á svonefnda Selaklöpp eða Selabryggjur sem eru klappir við Fýluvog. Sandburðurinn hefur gerbreytt aðstæðum og allar minjar sem eru sýnilegar við voginn núna eru taldar mun yngri en frá tíma hafnarinnar en frekari fornleifarannsókn gæti mögulega varpað ljósi á þetta. Fýluvogur hefur verið kallaður ýmsum nöfnum Fýluvogur, Fýluvík og Fúlivogur og Fúlavík. Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort þarna hafi raunverulega verið daunillt t.d vegna rotnandi þangs. En aðrir telja að nafnið komi frá Dönum og hafi upphaflega verið kennt við fugla þ.e framburðinn á dönsku.     Við Fýluvog standa nú fuglaskoðunarhús til að auðvelda fólki að fylgjast með fjölbreyttu og iðandi fuglalífi þar. Votlendi,tjarnir og fjörur á Búlandsnesi eru afar áhugaverð fuglasvæði og því tilvalin til fuglaskoðunar einkum á vorin þegar farfuglar koma og fuglavarp stendur yfir en einnig er umferð farfugla um svæðið á haustin. Þarna er fjöldinn allur af vaðfuglum og mjög fjölbreytt andavarp t.d. brandönd og skeiðönd. Einnig hefur flórgoði verpt við tjarnirnar. Fyrir utan fjölda varpfugla hafa margir vaðfuglar og endur viðkomu á svæðinu vor og haust m.a. áhugaverðir flækingsfuglar. Aukvotlendisfugla sem eru áberandi á Búlandsnesinu má sjá sjófugla við ströndina, mófugla á holtum og móum og sé farið upp í Hálsaskóg, skógarreit innan við Djúpavog má rekast á glókollinn minnsta fugl Evrópu og fleiri skógarfugla. Hálsar eru annars einnig tilvalið svæði til gönguferða og náttúruskoðunar. þar er fjölbreytilegt og óvenjulegt landslag með sérkennilegum berggöngum.   
Dalatangi
Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og giljum. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka á Íslandi. Við Dalatangavia opnast mikið útsýni til norðurs, allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri var reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne árið 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti með steinlími á milli. Yngri vitinn, sem nú er í notkun, var reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir. Við bæjarhúsin eru skrúðgarður og gróðuhús.
Þvottaá
Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá. Neysluvatn bæjarins kemur úr Þangbrandsbrunni, þar sem Þangbrandur er sagður hafa haldið tíðir í tjaldi sínu á Mikjálsmessu. Þar hlýddi heimafólk Síðu-Halls á messu og skírðist síðan daginn eftir. Við brunninn er Þangbrandstótt, sem er friðlýst. Þvottá var kirkjustaður fram á árið 1754 og prestsetur um skeið. Þar sést ennþá móta fyrir kirkjugarði. Mælifell (487m) er niðri við sjó og Sellönd eru nokkru norðar. Þetta svæði er prýtt litskrúðugu ríólíti og tröllahlöðum. Á þessum slóðum fann Björn Kristjánsson merki um ýmsa málma, s.s. gull, platínu o.fl., einkum í Geitursgili. Þessar bergmyndanir eru tengdar Álftafjarðareldstöðinni fornu, sem er að mestu horfin undir Álftafjörð.  Við Þvottá er minnisvarði um kristnitökuna og þar er skemmtilegt útivistarsvæði.
Ranaskógur
Ranaskógur er einn fegursti birkiskógur landsins að margra mati með óvenju sléttum skógarbotni. Hann vex ávestari gljúfurbarmi Gilsár á gömlum hreppa- og sýslumörkum fyrir botni Lagarfljóts þar sem Hrafnkelsstaðaháls endar í svonefndum Rana. Í skóginum er víða að finna hvítstofna, beinvaxin birkitré og skógarbotn þakinn blágresi og hrútaberjalyngi. Þá er töluvert af háum reyniviði innan um birkið og hvergi á landinu jafnmörg stór reyniviðartré á jafnlitlu svæði.  Mitt í skóginum við svonefndan Kiðuhól er lítill reitur með barrtrjám sem Metúsalem J. Kerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum, gróðursetti á árunum 1955 - 1961 til minningar um Pál bróður sinn. Af þeim 23 trjátegundum sem Metúsalem gróðursetti lifir 21 og eru hæstu trén að nálgast 20 metrana. Ranaskógur hefur haldist allt frá landnámi og er hans getið í heimildum frá 15. öld. Skógurinn á þessum slóðum kemur við sögu í Hrafnkels sögu Freysgoða en þar segir frá því að Hrafnkell hafi fellt mörkina á Lokhillu þegar hann flutti í Fljótsdal og byggt þar sem síðar heita Hrafnkelsstaðir. Í kjölfar deilna um skógarítök milli bænda á Hrafnkelsstöðum og Víðivöllum á 19. öld var neðri hluti skógarins að mestu felldur en hann teygði sig þá suður undir Kirkjuhamar. Af þeim hluta skógarins standa nú aðeins örfá birkitré á svonefndum Skógarbala. Fram undir miðja 20. öld var skógurinn nytjaður á hefðbundinn hátt til eldiviðar en 1951 keypti Eikríkur M. Kjerúlf skóginn og lagði hann undir nýbýlið Vallholt.  Ranaskógur er á náttúruminjaskrá ásamt Gilsárgljúfri og Gilsáreyri.
Heiðarendi
Ekið upp fyrir Heiðarsel og beygt inn á slóð til vinstri áður en komið er að Nátthaga. Gengið frá skilti sem er við gamla veginn fyrir ofan Nátthaga. Gengið upp á brún og síðan út eftir til hægri uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Gaman er að ganga út Heiðarendann, niður og inn með honum til baka eftir gamla veginum. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°23.085-W14°33.819
Sandvík
Heimkynni draugsins Glæsis. Eyðivík norðan við Gerpi, þar sem áður var austasta byggða ból á landinu. Við sandvík er kenndur draugurinn Glæsir, sem fylgir gjarnan Sandvíkingum og tekur ofan höfuðið þegar hann heilsar fólki. Stikuð leið liggur frá Stuðlum til Sandvíkur um Sandvíkurskarð. Gangan tekur um þrjár klukkustundir og fer hæst í um 500 m.y.s. Þá er hún brött en þokkalega greiðsfær. Var áður aðalleið Sandvíkinga á landi og þótti erfið hestleið. Útsýni úr Sandvíkurskarði er stórkostlegt. Í Sandvík er björgunarskýli, en þar er ekki nein ferðamannaaðstaða. Þangað þurfa ferðalangar að bera með sér allt viðurværi.
Þjófadalur
Þjófadalur er fallegur dalur sem liggur sunnan við Snæfell. Til að komast þangað þarf að fara gangandi og er þá gengið með Þjófadalsánni um Þjófadali á milli Snæfells og Þjófahnjúka. Dalurinn er fallegur og aðgengi einungis gott er líða fer á sumar. Ef gengið er austur í dalinn þá er mjög gott útsýni yfir Eyjabakka og Þóriseyjar.
Hengifoss í Seldal
Hæsti foss í Norðfirði fellur í samnefndri á úr Oddsdalnum niður í Seldal í afar fallegu og gróðursælu glúfri.
Hálsaskógur
Hálsaskógur er á Búlandsnesi, skammt vestan við Djúpavog. Skógurinn er afar skemmtilegur en hann hefur verið grisjaður og þar settar upp trjátegundamerkingar og upplýsingaskilti, borð og bekkir. Í skógræktinni eru kurli lagðir göngustígar og svæðið hentar því einkar vel fyrir þá sem kjósa léttar gönguferðir.
Tvísöngur
Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne og er hluti af listaverkaröð sem fjallar um form tónlistar. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað og var formlega opnað almenningi 5. september 2012. Verkið samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni yfir fjörðinn. Verkið býður upp á hljóðræna upplifun sem virkja má til söngs og hljóðtilrauna einstaklinga og hópa í einveru, í samsöng, til eigin yndisauka eða fyrir áheyrendur. Myndlist Lukasar Kühne snýst um samspil rýmis og tíðni. Hann býr í Berlín og Montevideo, Uruguay, þar sem hann stjórnar deildinni “Form og hljóð” í myndlistarhluta Ríkisháskólans. Verkið á Seyðisfirði tengist verki hans “Cromatico” sem er útilistaverk í Tallinn í Eistlandi, byggt árið 2011. Sjá nánar: www.lukaskuehne.com Til að skoða og upplifa Tvísöng þurfa gestir að ganga upp malarveg, í 15-20 mín, sem er staðsettur beint á móti Brimberg fiskvinnslu.
Strútsfoss
Gengið er frá skilti rétt hjá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er nokkuð langt inn dalinn. Þá er hægt að ganga upp með Strútsgili þar sem komið er að því. Þar uppi er hólkurinn með gestabók og stimpli. Ekki er hægt að komast alla leið að fossinum nema fara niður í gilið og vaða ána nokkrum sinnum sem getur verið varhugavert. Strútsfoss er á náttúruminjaskrá. Strútsfoss er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N64°54.194-W15°02.314
Sjö Tindar
Aðgengilegt yfir sumartímann. Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is
Teigarhorn
Teigarhorn við Berufjörð er þekkt annars vegar fyrir merkilegar jarðmyndanir og hins vegar atvinnu- og menningarsögu. Jörðin öll var friðlýst sem fólkvangur árið 2013 og var þá friðlýst náttúruvætti innan fólkvangsins einnig stækkað. Á Teigarhorni er heilsárslandvarsla og unnið er að uppbyggingu sem raskar ekki svæðinu. Við Teigarhorn er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum og tengist myndun þeirra miklu berggangakerfi frá Álftafjarðareldstöðinni. Af geislasteinum sem þar finnast má nefna skólesít, stilbít, epistilbít, mordenít, laumontít og heulandít. Þar finnast auk þess aðrar steindir, s.s. seladónít, ópall, kalsedón, bergkristall, kalsít og silfurberg. Geislasteinar frá Teigarhorni hafa verið notaðir í ýmsar rannsóknir í meira en 200 ár. Þar á meðal eru lýsingar á kristalformum, efnasamsetningu, innri byggingu kristalla og ljósfræði, og eru sumar þeirra meðal fyrstu lýsinga á viðkomandi steindum. Sýni frá Teigarhorni voru seld til safna víða um heim á seinni hluta 18. aldar, en síðan 1976 hafa helstu fundarstaðir verið friðlýstir sem náttúruvætti. Á Teigarhorni stendur Weywadthús sem byggt var af Níels P.E. Weywadt á árunum 1880-1882, en hann var faktor í verslun Örums og Wulff á Djúpavogi. Weywadthús hefur frá 1992 verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, sem hefur annast endurgerð þess. Dóttir Níels, Nicoline Weywadt, var fyrst íslenskra kvenna til að nema ljósmyndun og starfrækti ljósmyndastofu á Teigarhorni. Nicoline er auk þess talin hafa átt fyrstu saumavél á Austurlandi.
Landsendi
Gengið frá skilti sem er við veg nr. 917 (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól (N65°42.52-W14°24.41). Þaðan er svo gengið að Keri sem er forn verstöð og út á Landsendahorn. Þar er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. Ofan við þær eru um 2-300 m há björg og snarbrattar skriður, Móvíkurflug. Bergið í þeim er aðallega líparít sem skartar öllum regnbogans litum. Hólkur með gestabók og stimpli er á bakkanum fyrir ofan Ker. Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65° 43.352-W14°23.300 Powered by Wikiloc
Blábjörg í Berufirði
Norðan megin í Berufirði er áhugavert náttúrufyrirbæri í fjöruborðinu. Skammt austan við bæinn Fagrahvamm, rís sérkennilegur klettahamar sem er ólíkur öllu öðru bergi þar um slóðir, bæði að lit og áferð. Klettahamarinn nefnist Blábjörg enda er á honum blá slikja. Hér er um að ræða flikruberg, um það bil 9 milljón ára gamalt. Klettahamarinn er vitnisburður um stórkostlegan atburð í jarðsögu Íslands en flikruberg myndast við gjóskuhlaup í miklum sprengigosum. Þegar gosmökkurinn verður þyngri en andrúmsloftið fellur hann saman svo úr verður gjóskuhlaup þar sem brennheit gjóskan þeytist á ógnarhraða niður hlíðar eldfjalla. Er hraðinn slíkur að ekki er á færi nokkurs manns að forða sér undan slíku. 
Sanddalur
Sanddalur er fallegur dalur sem liggur suður af Snæfelli. Dalurinn er hrjóstrugur og ægifagur með grænum mosabreiðum og sérkennilegum bergmyndunum sem sveipa dalinn ævintýraljóma. Til að fara í Sanddal þarf fjórhjóladrifinn bíl en einnig er hægt að ganga þangað frá Kárahnjúkavegi. 
Meleyri
Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta svæðið mikið til útivistar, sérstaklega á veturna þar sem snjó festir ekki á sandinum. 
Sandfell
Sandfell (743 m) er fallegt líparítfjall sunnan Fáskrúðsfjarðar og er það dæmigerður bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins má sjá hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekju. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið. Powered by Wikiloc
Höttur
Höttur (Hátúnahöttur) er tignarlegt fjall, sem rís upp af fjallshryggnum milli AusturValla og Fagradals, og er af mörgum talinn bæjarfjall Egilsstaða. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133) í átt að Grjótánni aðeins utan við Víðihjalla og upp með ánni. Áfram upp á Hattarhólana og síðan beygt inn eftir og upp á Höttinn (1106 m). Höttur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°07.63-W14°27.25 Powered by Wikiloc
Vatnsskarð eystra
Sandfell Skriðdal
Sandfell er mikilfenglegt, hrygglaga líparítfjall er minnir á tjaldbúð því hlíðar þess eru með jöfnum halla, klettalausar að mestu. Á Sandfelli eru tveir toppar, dökkleitir. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 rétt innan við Gilsá. Gengin slóð í fyrstu, inn að girðingu en síðan er gott að ganga upp með girðingunni. Því næst skal halda upp hrygginn norðan í fjallinu og áfram beint af augum upp á topp 1157 m. Sandfell er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs GPS : N65°05.637-W14°30.298 Powered by Wikiloc
Innra Hvannagil
Innra Hvannagil er í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Frá bílastæði er gengið um 100 m upp með ánni, upp fyrir berggang sem byrgir útsýn inn í gilið. Þar opnast ævintýraheimur. Fallegar bergmyndanir eru í gilbörmunum og botn árinnar er mjög sérstakur á flúðum skammt uppi í gilinu.
Kambanes
Milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar liggja þrennar brattar skriður ofan úr fjallinu Súlum. Þjóðvegur var lagður um þær 1962. Þær nefnast (frá Breiðdal austur um) Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Kambanes er tilvalið til útivistar, enda er landslag þar mjög fagurt og tignarleg sýn til Súlna.
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin. Powered by Wikiloc
Hellisheiði eystri
Hellisheiði eystri liggur milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs. Þegar komið er frá Vopnafirði er ekið um Hlíðarveg nr. 917 fyrir fjarðarbotninn og svo út með suðurströnd Vopnafjarðar út í Böðvarsdal um 20 km leið. Þar liggur vegurinn áfram upp snarbrattar brekkur upp á Hellisheiði. Það eru um 14 km yfir heiðina. Þegar komið er frá Fljótsdalshéraði er ekið frá þjóðvegi 1 skammt norðan við brúna yfir Jökulsá á Dal inn á veg nr. 917 og áfram um 33 km leið út Jökulsárhlíð. þar til komið er út undir Héraðsflóa. Þar liggur leiðin uppá heiðina upp með Hellisá en vegurinn er hluti af ferðaleiðinni Við ysta haf.    Það er ævintýri að fara yfir Hellisheiði, vegurinn er einn brattasti og hæsti fjallvegur landsins og fer hæst í um 665 m hæð. Hann er þó vel fær öllum bílum yfir sumarið en lokaður og ekki ruddur yfir veturinn. Þar sem vegurinn liggur hátt leggur vetur að snemma á haustin og vorar að sama skapi seint. Gróðurinn uppi á heiðinni ber þess merki og má þar t.d. finna jöklasóley og fleiri fjallaplöntur og vorblómin sjást gjarnan þar þegar komið er vel fram á sumar. Umferð er að jafnaði ekki mikil um heiðina svo hægt er að fara sér rólega og njóta náttúru, friðsældar og útsýnis. Vopnafjarðarmegin, áður en komið er í drög Fagradals, er brekka sem heitir Fönn, enda leysir þar sjaldnast snjó með öllu á sumrin. Sagt er að þegar það gerist, boði þau náttúruundur mjög harðan vetur. Á björtum degi er útsýnið af austurbrún heiðarinnar stórfenglegt allt frá óravíddum hafsins til víðáttumikils láglendis og fjalla Fljótsdalshéraðs. Við ströndina erHéraðssandurinn, kolsvartur og oft brimkögraður fjalla á milli. Inn frá honum er víðlent, flatt og mikið gróið láglendi. Handan við flatlendið er tignarlegur fjallgarðurinn milli Héraðs og fjarða þar sem hin tilkomumiklu Dyrfjöll draga einkum að sér athyglina. Inn til landsins sér til dala Fljótsdalshéraðs og hálendis. Jökulsá á Dal og Lagarfljót hafa mótað flatlendið með framburði á jökulaur og sandi og með því að flæmast um flatlendið og finna sér mismunandi farvegi á leið sinni til sjávar og skera þannig landið sundur í eyjar. Mörg örnefni svæðinu bera eyjanöfn sem vísa til þess. Heimildir og rannsóknir benda til að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi bæði Jökulsá á Dal og Lagarfljót, að minnsta kosti að hluta, runnið til austurs yfir í farveg Selfljóts, sem rennur um Hjaltastaðaþinghá, og þá hafi öll fljótin runnið tilsjávar við Unaós við austurenda Héraðssands. Ósinn hafi þá verið skipgengur. Eftir að Kárahnjúkavirkjun reis fer jökulvatn að mestu um Lagarfljót og var ós þess grafinn út þar sem hentugt þótti að festa hann.    Útskaginn milli Héraðsflóa og Vopnafjarðar hefur ekki heildarheiti en stundum er talað um Kollumúla eða Múla. Kattárdalur og Fagridalur eru allmiklir dalir sem ganga inn í skagann norðanverðan, utan við Böðvarsdal. Milli þeirra er Dýjafjall, skærgrænt af dýjamosa og áberandi séð frá veginum um heiðina,. Utarlega á skaganum er miðja fornrarmegineldstöðvar sem kennd hefur verið við Fagradal og kölluð Fagradalseldstöð. Þessi eldstöð var virk fyrir um 14,5 milljónum ára og er elsta þekkta megineldstöðin á Austurlandi. Aðeins hluti eldstöðvarinnar er sýnilegur ofan sjávarmáls og einungis það sem hefur orðið eftir þegar ísaldarjökullinn rauf og mótaði svæðið. Afurðir eldstöðvarinnar sjást í fjölbreyttum gerðum bergs á stóru svæði kringum hana t.d. litríkt berg svo sem ljóst líparít. Vegurinn um Hellisheiði liggur innan áhrifasvæðis þessarar eldstöðvar þótt ummerkin um hana séu sýnilegri utar á skaganum. Það var lengi búið í Fagradal og þótti það góð hlunnindajörð með selveiði, reka, æðarvarpi og útræði. Þar var um tíma rekinnsérstæður skóli þar sem nemendur lærðu hljóðfæraleik, söng og hannyrðir auk bóklegra greina. Fagridalur fór í eyði 1964.   Fyrir tíma bílvega var Hellisheiðin ein af þeim leiðum sem farin var milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar. Hún var kaupstaðarleið þeirra sem bjuggu í Jökulsárhlíð en þeir sóttu verslun til Vopnafjarðar. Einnig var póstleið um Hellisheiði. Árið 1959 var rudd slóð yfir heiðina og um 1965 var opnað þar fyrir almennri umferð. Vegurinn var í fyrstu frumstæður og torfær en hefur mikið verið endurbættur. Það er um 40 km styttra að fara um Hellisheiði milli Vopnafjarðar og Egilsstaða miðað við að fara þjóðveginn um Háreksstaðaleið og Vesturárdal.    Af Hellisheiði er leið í Þerribjarg og Múlahöfn. Frá veginum yfir Hellisheiði neðarlega í Köldukinn liggur vegslóði til norðausturs yfir Dýjafjall til Kattárdals. Hann er ekinn þar til komið er að bílastæði og upplýsingaskilti í Kattárdalsdrögum. Þar hefst gönguleiðin niður í Múlahöfn og Þerribjarg. Leiðin er brött og nokkuð erfið og ætti helst einungis að fara í góðu skyggni. Stikað er frá skiltinu fram á brún ofan við Múlahöfn. Þaðan liggur kindagata niður fyrir brúnina niður skriðuhrygg og niður að Múlahöfn. Höfnin er náttúrusmíð gerð af meistarans höndum, umgirt bríkum og dröngum á tvo vegu. Múlahöfn er náttúruleg höfn en erfitt var að koma vörum sem þar var skipað upp til byggða. Frá Múlahöfninni er gengið meðfram sjónum í norður út á ytri tangann. Þar blasir Þerribjarg við og þar undir Langisandur. Þerribjarg og umhverfið má kalla meistarastykki í náttúrusmíð í hjarta hinnar fornu Fagradalseldstöðvar. Gulir, gulbleikir og svartir klettar með fjölbreyttum myndunum, toppum, dröngum og skriðum standa frá heiðarbrún og niður í fjöruna ofan við grænbláan sjóinn. Útsýnið yfir Héraðsflóann og út á opið haf er stórfenglegt.   Það eru margir áhugaverðir áningarstaðir aðgengilegir rétt við veg nr. 917 sitt hvoru megin Hellisheiðar sem tilvalið erað taka tíma í að skoða. Austanmegin má nefna gönguleið sem liggur út á Landsenda rétt áður en beygt er upp á Hellisheiði. Vopnafjarðarmegin má nefna, Skjólfjörur og Ljósastapa rétt innan við Böðvarsdal og nokkru innar eru Virkisvík, Gljúfursárfoss og Drangsnes.                            
Sveinsstekksfoss
Sveinstekksfoss, Fossárfoss eða Nykurhylsfoss Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í Fossá. Fossinn er um 15 metra hár og fellur hann niður um þröngt gljúfur þar sem áin kastast til, skiptist í flúðir og hyli og endar að lokum í Nykurhyl sem er um 9 metra djúpur þar sem mest er.  Vatnssvið Fossár er um það bil 113 km2. Aðalupptökin eru í Líkárvatni, þaðan fellur áin um 20 km leið í yfir 30 fossum út Fossárdal til sjávar í Berufirði. Rennsli árinnar er ákaflega misjafnt eftir árferði og tíðarfari og getur hún á skömmum tíma breyst úr litlum og sakleysislegum læk í hina mestu forynju sem engu eirir. Mælingar hafa verið gerðar á vatnsrennsli Fossár í yfir 50 ár. Nykurhylur er undir neðsta fossinum. Þar var nykur (Fossbúi), sem lengi var reynt að losna við en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í ána eftir skírn á bæ í dalnum. Nykur var vatnavera sem birtist oft í gervi hests eða ungs manns. Nykur bjó í vatni og reyndi að draga ungar stúlkur og börn í vatnið til sín. en hann mátti ekki heyra nafnið sitt og ekki þoldi hann að gert væri krossmark. Þá hvarf hann.
Eiðar
Eiðar voru stórbýli til forna, höfðingjasetur og kirkjustaður. Eiða er raunar fyrst getið í Droplaugarsona sögu sem á að hafa gerst á söguöld kringum aldamótin 1000. Þá bjó þar Helgi Ásbjarnarson, sonarsonur Hrafnkels Freysgoða og fremsti höfðingi Héraðsbúa á sinni tíð, með seinni konu sinni, Þórdísi Brodd-Helgadóttur úr Vopnafirði. Eiðakirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar 1197. Samkvæmt samkomulagi Þorláks helga 1179 við eigendur kirkjustaða á Austurlandi var kirkjan á Eiðum bændakirkja og átti Eiðajörð að hálfu á móti staðarbónda.  Þessi kirkjuskipan á Eiðum hélst allt til 1882 er Múlasýslur keyptu Eiðastól og þar var stofnaður búnaðarskóli sem tók við hlutverki Eiðabónda um forræði kirkjunnar. Árið 1883 var stofnaður þar bændaskóli en honum var svo breytt í héraðsskóla -Alþýðuskólann á Eiðum - árið 1918 sem starfaði sleitulaust en þó með breytingum í áranna rás allt til 1995 þegar hann var sameinaður Menntaskólanum á Egilsstöðum. Allt frá lokun skólans hafa verið uppi ýmis áform um að finna þessum sögufræga stað nýtt og verðugt hlutverk.  Kirkjumiðstöð Austurlands rekur vinsælar sumarbúðir fyrir börn við Eiðavatn og ferðaþjónusta er vaxandi á staðnum en þar er rekið gistihús og tjaldsvæði auk ýmissa afþreyingarmöguleika.
Búðarárfoss
Auðveld ganga upp að Búðarárfossi. Á leiðinni er upplagt að líta um öxl og virða fyrir sér stórfenglegt útsýni yfir bæinn. Vegna gríðarlegra sórrar aurskriðu sem féll í desember 2020 eyðilagðist hluti göngustígsins upp að fossinum Vinsamlegast farið varlega um svæðið.
Hafnarhólmi
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri , er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návígi við lunda. Lundinn est upp í hólmann um miðjan apríl ár hvert og elur þar unga sína fram í ágúst, þegar hann heldur út á haf aftur fyrir veturinn. Í Hafnarhólma er einnig allstórt æðarvarp auk þess sem þar má sjá ritu og fýl og aðrar fuglategundir sem halda til í og við hólmann. Borgfirðingar hafa undanfarin ár byggt upp góða aðstöðu fyrir fuglaáhuga- og útivistarfólk í kringum bátahöfnina. Fróðleikur um höfnina, fugla og náttúrufar eru til reiðu fyrir gesti og upp í hólmann liggja góðir göngupallar. Árið 2020 opnaði Hafnarhúsið þar sem meðal annars eru haldnar listasýningar og gestir geta sest inn á kaffihús og notið þess að fylgjast með hafnarstarfseminni og lífinu í Hafnarhólma.
Skúmhöttur
Skúmhöttur er næst hæsta fjall í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Fjallið er að mestu úr líparíti en sjálfur tindurinn er úr dekkra bergi. Ekinn þjóðvegur 1 framhjá bænum Litla Sandfelli, beygt til vinstri inn um hlið og ekið þar til komið er að gamalli brú yfir Þórisá. Þar er bílastæði. Gengið frá skilti við Þórisá og síðan eftir hryggnum framan í fjallinu alla leið upp á topp 1229 m. Skemmtileg fjallganga á áhugavert fjall. Skúmhöttur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs. GPS : N65°05.637-W14°30.298 Powered by Wikiloc