Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Söfn

Á Austurlandi eru áhugaverð söfn og fjölbreyttir viðburðir fyrir alla fjölskylduna árið um kring.

Sjóminjasafn Austurlands
Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er staðsett í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem byggt var 1816. Safnið þykir einstaklega skemmtilega framsett, fjölbreytt og fróðlegt heim að sækja. Það er á tveimur hæðum. Safnið er opið alla daga kl. 13:00-17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Tækniminjasafn Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands hefur opnað á nýjan leik með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga Lítil landræma með fjölbreytta sögu og mannlíf Sýningin fjallar um sögu Búðareyrar frá 1880 til dagsins í dag og þær umbreytingar í búsetu, atvinnulífi, samfélagi og náttúru sem þar hafa átt sér stað. Breytingar sem segja ekki eingöngu staðbundna sögu heldur endurspegla jafnframt hluta af mun stærri sögu tækniframfara og mannlífsbreytinga síðustu 150 árin á Íslandi og víðar. Sýningin er til húsa í og við Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Eftir að fyrirtækið hætti starfsemi, hefur húsnæðið verið notað fyrir sýningar Tækniminjasafnsins. Saga Búðareyrar einkennist af miklum umbreytingum og er fjallað um þær út frá nokkrum þáttum sem þó skarast hver við annan: Upphaf byggðar Vélsmiðjan Samskipti og ritsíminn Hernámsárin Höfnin og fjörðurinn Verslun og viðskipti Náttúrufar og skriðuföll Opnunartímar Maí - ágústMánudaga - laugardaga kl. 10 - 17 September Mánudaga - föstudaga kl. 10 - 16 Október - aprílEftir samkomulagi : tekmus@tekmus.is AðgangseyrirFullorðnir: 1500 krBörn: 500 krLífeyrisþegar og nemar: 1000kr
Náttúrugripasafnið Neskaupstað
Íslensk náttúra í nærmynd í Safnahúsinu. Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga og ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Villtu íslensku spendýrin eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirskt plöntuvísindasafn og skordýrasafn.  Náttúrugripasafnið í Neskaupstað var stofnað 1965. Upphafsmaður að stofnun safnsins var Bjarni Þórðarson þáverandi bæjarstjóri. Hjörleifur Guttormsson líffræðingur var fyrsti forstöðumaður safnsins og vann að uppsetningu þess. Fyrsta sýningin var opnuð í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað sumarið 1970. Unnið hefur verið að umhverfisrannsóknum á vegum Náttúrustofu Austurlands, m.a. á hálendinu Norðaustan Vatnajökuls vegna virkjanaframkvæmda og annast stofan eftirlit og ráðgjöf vegna mannvirkjagerðar fyrir Náttúruvernd ríkisins. Á árinu 2002 tók Náttúrustofa Austurlands við rekstri safnsins af Fjarðabyggð. Safnið er eitt af þremur söfnum Safnahússins í Neskaupstað og er á þriðju og efstu hæð hússins. Safnið er opið alla daga kl. 13:00-21:00 (maí-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Minjasafn Austurlands
Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið. Hreindýrin á AusturlandiÁ sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum. Sjálfbær einingYfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu. Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins. Opunartímar: September-maí: Þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00 Júní – ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00 Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma. Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðu safnsins.
Steinasafn Petru
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði  áhuga á fallegum steinum alla ævi, en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra leitaði ekki mikið að steinum í öðrum landsfjórðungum. Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar. Fjölmargir sækja safnið heim á hverju ári og er Steinasafn Petru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi. Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem sækir safnið heim að Petra var afkastamikill steinasafnari. Færri vita að söfnunaráhugi hennar einskorðaðist ekki bara við steinasöfnun. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fleiri smáhlutum auk þess sem hún hefur safnað hverskonar náttúrugripum svo sem eggjum, skeljum og kuðungum í marga áratugi. Vissulega hefur hús Petru tekið á sig svipmót safns en það er þó fyrst og síðast heimili. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar. Kaffi Sunnó Árið 2015 varð gamall draumur að veruleika þegar Kaffi Sunnó var opnað. Þar gefst gestum kostur á að kaupa sér matarmiklar súpur og brauð, heita og kalda drykki og gómsætt bakkelsi. Opið frá 1. maí til 15. október, 09:00 - 17:00 alla daga vikunnar.
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður
Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger. Skriðuklaustur er einnig þekkt fyrir klausturminjar en á 16. öld stóð þar munkaklaustur af Ágústínusarreglu. Rústir þess voru grafnar upp á árunum 2000-2012. MInjasvæðið er aðgengilegt allt árið, rétt neðan við Gunnarshús. Hægt er að fá leiðsögn um minjasvæðið en sýning um sögu klaustursins er í húsi skáldsins. Þar er einnig veitingarstaðurinn Klausturkaffi.  Opnunartími Apríl og maí, kl 11-17Júní - ágúst, kl. 10-17September - 17. október, kl. 11-17    
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Fjölskylduvænir viðburðir

BRAS
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Hún var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og sem fyrr segir hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust.
List í Ljósi
Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.