Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Austurland er þekkt fyrir fjölbreyttar matarhefðir þar sem staðbundin hráefni eru í hávegum höfð og þar er úrval veitingastaða og kaffihúsa. Ferðalangar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Veitingahús
Austurland er þekkt fyrir frábærar matarhefðir þar sem staðbundin hráefni eru í hávegum höfð. Hreindýr, lamb og ferskur fiskur með lífrænu grænmeti, villtum sveppum og berjum, auk mjólkurafurða í hæsta gæðaflokki. Á Austurlandi er úrval veitingastaða sem bjóða fjölbreytta og spennandi rétti úr staðbundnum hráefnum. Lítið er um formlega skemmtilstaði á Austurlandi en þess má geta að barstemming myndast á mörgum veitingahúsum þegar líða tekur á kvöld.
Beint frá býli
Staðbundin hráefni og fjölbreyttar matarhefðir eru í hávegum höfð á Austurlandi. Síðustu ár hefur sala á vörum beint frá býli aukist jafnt og þétt, auk þess sem fleiri veitingastaðir og kaffihús bjóða upp á rétti úr matvöru beint frá býli.
Kaffihús
Á ferð um Austurland er notalegt að tilla sér inn á eitthvert þeirra kaffihúsa sem finna má í fjórðungnum. Á flestum kaffihúsunum er boðið upp á heimabakað bakkelsi og sum bjóða upp á veitingar og vörur úr staðbundnum hráefnum.