Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Vopnafjörður
Um Vopnafjörð
Vopnafjörður er sá staður fyrir austan sem er einna þekktastur fyrir veðursæld. Fjörðurinn liggur milli Héraðsflóa og Bakkaflóa, víðlendur og veðursæll. Vopnafjarðarhérað skiptist í þrjá dali og um þá falla þrjár af þekktari laxveiðiám landsins, Hofsá, Vesturdalsá og Selá. Í Selárdal eru heitar uppsprettur og við þær er sundlaug, Selárlaug, sem engan á sinn líka með útsýni yfir Selána. Fyrir miðjum firði er Kolbeinstangi þar sem Vopnafjarðarkauptún stendur. Í kauptúninu Vopnafirði hefur verið verslunarstaður frá fornu fari. Þangað lágu einnig leiðir skipa er fluttu landnema til Vesturheims. Í sveitinni er stundað