Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Austurlandi er fjölbreytt úrval af hótelum í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Hótel Hallormsstaður
Hótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100  
Hotel 1001 nott
Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, staðsett í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum. Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veitingastað. Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Gengið er frá hótelgarði inní hvert herbergi, sem eru rúmgóð, 22m2, með sér verönd, stórum glugga frá gólfi upp í loft, og miklu útsýni. Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta. með  sér baðherbergi,  hita í gólfum og frían aðgang að interneti.   Hótel 1001 nótt er staðsett í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallanes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði. Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steypist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum  er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jökulsá. Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2, sem náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir að séu stærstu samfelldu skófir á Íslandi. Norðausturland býður upp á óspillta náttúru. Þar eru villt hreindýr í fjöllunum, stærstu varpstöðvar gæsa á Fljótsdalsheiði, og auðvelt að rekast á rjúpur í göngutúr í skógarjaðrinum. Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.   Veitingastaður 1001 nótt Veitingastaður, bar og koníaksstofa eru hlýlega hönnuð með töfrandi útsýni yfir Lagarfljót, með Fljótsdal og Snæfell í bakgrunn. Kokkarnir leitast við að bjóða upp á árstíðabundna rétti með ferku hráefni, lífrænt ræktuðu grænmeti og góðu víni. Á morgunverðarhlaðborðinu er er boðið upp á ferskt brauð, ávexti og heimatilbúna rétti.
Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum. Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Glæsileg heilsulind, Baðhúsið, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt. Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins. Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir býður upp á gönguskíðaleigu yfir vetrarmánuðina. Í samstarfi við Snæhéra, sem er félagsskapur áhugafólks um skíðagöngu á Fljótsdalshéraði, verður hægt að nýta sér sporið annað hvort við Gistihúsið, í Selskógi eða við skíðaskála Snæhéra á Fjarðarheiði þegar aðstæður leyfa.
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Hérað | Berjaya Iceland Hotels á Egilsstöðum er glæsilegt hótel sem mætir væntingum gesta í hvívetna. Á hótelinu eru 60 herbergi og mjög góð aðstaða til ráðstefnu- og fundarhalda. Á Lyng, veitingahúsi hótelsins er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og þar er notalegur bar með verönd þar sem gott er að setjast niður og slaka á. Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Hótelið er staðsett í hjarta Austurlands, þar sem leiðir liggja niður á firði, inn í Hallormsstað og inn á hálendið. Náttúran á svæðinu er stórbrotin þar sem er að finna margar fallegar gönguleiðir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika 60 hótelherbergi Fyrsta flokks veitingastaður Lyng restaurant Hráefni úr héraði t.d hreindýr 24 stunda herbergisþjónusta Frábær fundaraðstaða Frítt internet  Bar með útsýnissvölum Brunch á sunnudögum Næg bílastæði fyrir utan hótelið
Hótel Eyvindará
Hótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn. Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baði og glæsilegu útsýni, 7 smáhýsi með baði. Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Gæludýr eru ekki leyfð. Matur eingöngu í boði fyrir hópa yfir 15 manns of þarf að bóka fyrirfram. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Gæludýr eru ekki leyfð. 
Veiðihúsið Eyjar
Veiðihúsið Eyjar er af mörgum talið með glæsilegustu gistihúsum landsins. Frábærlega staðsett á bökkum Breiðdalsár skammt frá Breiðdalsvík. Húsið hentar vel til hvers kyns fundahalda og er í senn frábært fyrir stórar fjölskyldur eða hópa til að eiga notalega stund. Átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, internet tengingu og gervihnattasjónvarpi. Glæsileg stofa og borðstofa með eldstæði, heitur pottur og sauna klefi til að losa um stressið og glæsilegt eldhús mynda umgjörðina í veiðihúsinu Eyjum. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í Breiðdal. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hótel Stuðlagil & Stuðlagil INN
Hildibrand Hótel
Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi. Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið.  Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is  Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.
Álfheimar Sveitahótel
Í Álfheimum eru í boði 32 tveggja manna herbergi, hvert um sig með baði, og veitingar með áherslu á hráefni úr héraði. Gistiheimilið er vel í sveit sett til gönguferða og unnt að bjóða eins til sex daga göngur í fylgd heimavanra leiðsögumanna. Hafnarhólmi í næsta nágrenni er kjörinn til fuglaskoðunar og Borgarfjörður ævintýraland til náttúruskoðunar og útivistar.
Hótel Aldan
Hótel Aldan býður upp á gistingu í þremur sögulegum húsum á Seyðisfirði. Hvert herbergi er innréttað með sínum eigin karakter og sjarma.  Auk hótelherbergja bjóðum við upp á skammtímaleigu á tveimur notalegum íbúðum í gamla hluta bæjarins.  Bjóðum uppá æðisleg sumartilboð í gistingu á heimasíðunni okkar. Hundar eru leyfðir í völdum herbergjum og íbúðunum.  
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma. Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.  Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.   
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er bygging franska spítalans sem var reist árið 1903 og í notkun til ársins 1939 eða þar til það var flutt út á Hafnarnes þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. Húsin eiga sér ríka sögu og hefur í einu þeirra verið sett upp sýning um franska sjómenn á svæðinu. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Á hótelinu er glæsilegur veitingastaður L'Abri. 47 herbergi Morgunverður í boði L'Abri veitingahús Bar Ókeypis þráðlaust net Safn Hleðslustöð Hluti af Íslandshótelum
Hótel Tangi
Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37. Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins. Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar. Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri. Skoðið matseðilinn okkar hér.  
Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði. Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti. Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins. Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu. Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Hótel Valaskjálf
Þitt heimili að heiman. Dveldu í rólegum og friðsamlegum hluta Egilsstaða. Hótel Valaskjálf er gamalt og virðulegt hótel sem býður upp á gistingu nýuppgerðum herbergjum, öll með sér baðherbergi. Á hótelinu er glæsilegur veitingasalur ásamt fundar- og ráðstefnusölum. Hótelið er sérstaklega vel útbúið fyrir stærri veislur og mannfagnaði. Tækjabúnaður er fullkominn fyrir ýmsan tónlistaflutning. Sími 471-1600 Valaskjálf býr að einum glæsilegasta bar á landsbyggðinni. Ölstofan býður upp á ljúffenga barrétti og spennandi hanastél. Happy hour er á sínum stað alla daga frá 17:00- 19:00  
Hótel Eskifjörður
Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða. Við höfum 17 tveggja manna herbergi, 9 í bankahúsi og 8 í bankastjóra-íbúðarhúsinu öll með eigin baðherbergi. Öll hönnuð með þægindi og notalegheit í fyrirrúmi. Í herbergjunum er að finna flatskjássjónvarp með sjónvarpsstöðvar víðsvegar úr heiminum, myrkva- gluggatjöld fyrir þá sem þola illa miðnætursólina og þægileg lýsing fyrir þá sem vilja lýsa skammdegið. Stílhrein baðherbergi með sturtu í hverju herbergi. Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti.
Hótel Staðarborg
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi. Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
Hótel Edda Egilsstaðir
Hótel Edda Egilsstaðir sem staðsett í heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum og býður upp á herbergi með sérbaðherbergi og sturtu. Veitingastaður hótelsins er með útsýni yfir ána þar sem gestir geta notið alþjóðlegrar matargerðar og fengið sér síðan góðan drykk á hótelbarnum eftir kvöldmatinn. Nærliggjandi svæði eru góð til gönguferða, veiði og annarrar útivistar. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, er 25 km frá hótelinu. Egilsstaðaflugvöllur er í minna en 5 mínútna akstursfjarlægð. Aðstaða á staðnum: Alls 52 herbergi Öll herbergi með baði Tveggja hæða fjölskylduherbergi Veitingastaður með útsýni yfir Lagarfljót Ráðstefnu- og fundaraðstaða Frítt internet Á lokunardegi lokum við á hádegi, síðustu gestir koma þá inn daginn áður Afþreying í nágrenninu: 25m útisundlaug Vaðlaug Níu holu golfvöllur Fjalla- og jöklaferðir Skógargöngur Fuglaskoðun Selaskoðun
Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.  Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 
Veiðihúsið Hálsakot í Jökulsárhlíð
Veiðihúsið Hálsakot er nýtt og stórglæsilegt gistihús staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Um er að ræða þjónustuhús með stórri stofu með arin, gervihnattasjónvarpi og frábæru útsýni til Dyrfjalla, stóru eldhúsi búnu öllum helstu tækjum, salerni, stórri geymslu og upphituðu herbergi sem kjörið er til að geyma útifatnað. Átta tveggja manna herbergi hvert með sér baðherbergi eru svo í minni húsum samtengd þjónustuhúsi með viðarpalli. Húsið hentar einstaklega vel til fundahalda í sveitasælunni skammt frá Egilsstöðum sem og fyrir fjölskyldur og aðra hópa að njóta samveru í fallegu umhverfi. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana. Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.  

Aðrir (3)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Hótel Svartiskógur Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir 868-7735
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800