Fara í efni
Bræðslan
Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystri í gamalli síldarbræðslu sem hentar, ótrúlegt en satt, frábærlega fyrir tónleikahald. Hátíðin er haldin í lok júlí.
Eistnaflug
Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin er aðra helgina í júlí ár hvert í Neskaupstað. Hátíðin byrjaði sem lítil, eins dags hátíð árið 2005.
Hammondhátíð
Hammondhátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan en hún er nú ein af elstu tónlistarhátíðum landsins.
KÖLD
Tónlistarhátíðin KÖLD er árviss viðburður í Neskaupstað í febrúar og sú eina sem fram fer í svartasta skammdeginu.
LungA
Listahátið ungs fólks á Austurlandi, eða LungA eins og hátíðin er kölluð í daglegu tali, var fyrst haldin árið 2000.