Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menningarmiðstöðvar
Söfn
Á Austurlandi má finna margskonar söfn, setur og sýningar þar sem fjallað er um sögu fjórðungsins, náttúru, menningu og listir.

Listahátíðir

BRAS
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Hún var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og sem fyrr segir hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust.
Flat Earth Film Festival
Flat Earth Film Festival er kvikmyndahátíð sem fer fram í Herðubíó á Seyðisfirði. Á hátíðinni er lögð áhersla á að sýna verk sjálfstæðra og framsækinna kvikmyndagerðarmanna. Efnistök eru fjölbreytt og sýnd eru bæði stutt videoverk og kvikmyndir í fullri lengd. Hátíðin fer fram árlega í október og nóvember.
List í Ljósi
Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.
Ljósmyndadagar á Seyðisfirði
Á ljósmyndadögum á Seyðisfirði er ljósmyndun og kvikmyndagerð haldið á lofti. Það er Ströndin Studio sem stendur fyrir hátíðinni sem fer fram í maí ár hvert en á henni er boðið upp á fjölbreyttar ljósmynda- og kvikmyndavinnustofur og viðburði. Lögð er áhersla á að ná til fólks á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins, allt frá áhuga- og heimafólki til fagfólks frá öllum heimshornum.
Vor / Wiosna
Vor / Wiosna Pólska listahátíðin Vor / Wiosna, fer árlega fram í Sláturhúsinu – menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Hátíðin er einn af fáum árlegum menningarviðburðum á Íslandi sem helgaður er listrænni tjáningu innflytjenda og byggir þannig brýr milli tungumála, landamæra og kynslóða.

Tónlistarhátíðir

Bræðslan
Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystri í gamalli síldarbræðslu sem hentar, ótrúlegt en satt, frábærlega fyrir tónleikahald. Hátíðin er haldin í lok júlí.
Hammondhátíð
Hammondhátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan en hún er nú ein af elstu tónlistarhátíðum landsins.
KÖLD
Tónlistarhátíðin KÖLD er árviss viðburður í Neskaupstað í febrúar og sú eina sem fram fer í svartasta skammdeginu.