Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menningarmiðstöðvar
Söfn
Á Austurlandi má finna margskonar söfn sem segja þér sögu fjórðungsins. 

Listahátíðir

BRAS
BRAS er menningarhátíð þar sem börnum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðasta samhengi. Hún var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og sem fyrr segir hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust.
List í Ljósi
Hátíðin List í ljósi er haldin á Seyðisfirði í febrúar ár hvert, þegar fyrstu geislar sólar ná til bæjarins eftir fjögurra mánaða fjarveru.
LungA
Listahátið ungs fólks á Austurlandi, eða LungA eins og hátíðin er kölluð í daglegu tali, var fyrst haldin árið 2000. Um er að ræða alþjóðlega listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum, og lýkur með uppskeruhelgi (sýningum og tónleikum).
Rúllandi Snjóbolti
Rúllandi snjóbolti er listasýning sem leggur áherslu á samtímalist og haldin er í Bræðslunni á Djúpavogi á sumrin. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC í Xiamen í Kína.

Tónlistarhátíðir

Bræðslan
Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystri í gamalli síldarbræðslu sem hentar, ótrúlegt en satt, frábærlega fyrir tónleikahald. Hátíðin er haldin í lok júlí.
Hammondhátíð
Hammondhátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan en hún er nú ein af elstu tónlistarhátíðum landsins.
KÖLD
Tónlistarhátíðin KÖLD er árviss viðburður í Neskaupstað í febrúar og sú eina sem fram fer í svartasta skammdeginu.
LungA
Listahátið ungs fólks á Austurlandi, eða LungA eins og hátíðin er kölluð í daglegu tali, var fyrst haldin árið 2000.