Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Egilsstaðir
Um Egilsstaði
Egilsstaðir er stærsti bærinn á Austurlandi enda er hann eins konar miðstöð fjórðungsins. Þar má finna alla þá þjónustu sem ferðalangur þarf á að halda. Hinu megin við fljótið er systurbærinn Fellabær. Samanlagður íbúafjöldi er um 3000 manns.
Það er auðvelt að komast í Egilsstaði. Þangað er flogið a.m.k. daglega frá Reykjavík og strætisvagnar tengja Egilsstaði við stærri bæina á svæðinu. Egilsstaðir er frábær miðpunktur til þess að fara í ýmis konar leiðangra út frá. Bærinn stendur bókstaflega við Lagarfljótið (þar sem hinn frægi Lagarfljótsormur býr) og margar gönguleiðir liggja um og umhverfis bæinn. Rétt utan við Fellabæ er ein perlan í frábæru baðstaðasafni Íslands, Vök Baths.