Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upp'á palli, inn'í skógi... Yfir sumartímann eru reglulega haldnar bæjarhátíðir um gjörvalt Austurland. Fjölskylduvænar skemmtanir, söngur, tónlist, dans og gleði!

 

  

Vopnaskak
Vopnfirðingar halda árlegu bæjarhátíðina Vopnaskak hátíðalega fyrstu helgina í júlí. Boðið er upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá þar sem lögð er áhersla á að allir geti skemmt sér vel.
Ormsteiti
Héraðshátíðin Ormsteiti er menningarviðburður sem stendur yfir í nokkra daga á hverju hausti á Héraði og á hún að leggja áherslu á þessi tímamót.
Franskir dagar
Franskir dagar eru fjölskylduvæn sumarhátíð, með frönsku ívafi, sem haldin er á Fáskrúðsfirði í lok júlí ár hvert.
Skógardagurinn mikli
Skógardagurinn mikli er árleg fjölskylduhátið sem haldin er í Hallormsstaðaskógi í júní. Dagurinn byrjar yfirleitt á skógarhlaupi og fjölskylduvænu skemmtiskokki. Formleg dagskrá hefst svo eftir hádegið og inniheldur meðal annars, Íslandsmótið í skógarhöggi, ketilkaffi, grillveislu og fjölbreytta skemmtidagskrá.
Neistaflug
Neistaflug er haldið árlega um verslunarmannahelgi í Neskaupstað. Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar gerir það að verkum að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Útsæðið
Útsæðið er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Eskifirði. Hátíðin er haldin í tengslum við afmæli bæjarins og var fyrst haldin árið 2016. Dagskrá hátíðarinnar hefur hingað til verið jafn frábær og hún er fjölbreytt þar sem að allt aldursrófið ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Bænum er skippt upp í hverfi og alls kyns keppnir standa yfir alla helgina. Má þar nefna best skreytta hverfið, besta kartöfluréttinn, flottustu afmæliskökuna og foosball keppni.