Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

BÆJARHÁTÍÐ

Útsæðið

Frábær og fjölbreytt fjölskyldskemmtun

Útsæðið er bæjarhátíð sem haldin er árlega á Eskifirði. Hátíðin er haldin í tengslum við afmæli bæjarins og var fyrst haldin árið 2016. Dagskrá hátíðarinnar hefur hingað til verið jafn frábær og hún er fjölbreytt þar sem að allt aldursrófið ætti að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Bænum er skippt upp í hverfi og alls kyns keppnir standa yfir alla helgina. Má þar nefna best skreytta hverfið, besta kartöfluréttinn, flottustu afmæliskökuna og foosball keppni. 

Aðrir viðburðir á dagskrá þessa helgi eru m.a. unglingadiskó, hverfagrill, markaður, barnadiskó, fjölmörg tónlistaratrið og Eskfirskt ball. Ekki láta þig vanta á næsta Útsæði!

Upplýsingar