Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matur úr héraði

Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.   Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Lefever Sauce
Lefever Sauce Company stendur að baki fyrstu íslensku hot sauce sósunni og framleiðir matvöru úr chili. Lefever sósurnar eru íslenskt matarhandverk sem framleitt er á Djúpavogi úr hágæða ferskum hráefnum. 
Sauðagull
Sauðagull er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir matvörur úr sauðamjólk og er staðsett á Austurlandi.  Þau bjóða upp á einstakar handgerðar vörur eins og sauðamjólkurost (svipaður fetaosti), súkkulaðikonfekt og eina sauðamjólkurísinn á Íslandi, sem fæst úr Hengifoss food truck-inum þeirra. Sauðagull sker sig úr með því að endurvekja hefðbundna sauðamjólkurnyt og framleiða hágæða, staðbundnar kræsingar.
Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Þar er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. 
Geitagott
Geitagott er smáfyrirtæki á Austurlandi sem framleiðir ost og skyr úr geitamjólk.  Þau eru staðsett á Lynghóli í Skriðdal og er allt framleiðsluferlið í höndum bænda á Lynghóli. 
Hengifoss Food Truck
Við bjóðum upp á mat úr héraði og allt er heimatilbúið af okkur sjálfum. Bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpa, vöfflur eftir uppskrift ömmu minnar og Gúdd ís, ís sem við framleiðum einnig sjálf í Fljótsdal. Til viðbótar erum við einni staðurinn á Íslandi sem framleiðir og býður upp á ís úr sauðamjólk úr okkar kindum frá okkar litla fyrirtæki Sauðagull.  Einnig erum við með vegan og glútenfrí valmöguleika. Við erum hinum megin ána, séð frá stóra bílaplaninu. Hægt er að ganga yfir brúna við bílaplanið eða leggja hjá okkur. 
KHB Brugghús
Handverksbjór og brugglist við rætur DyrfjallaUpplifðu handverksbrugg í einstöku umhverfi á Borgarfirði eystri. KHB Brugghús er staðsett í einu af elstu húsum þorpsins þar sem bruggaðir eru vandaðir bjórar og sterkir drykkir úr hreinum íslenskum hráefnum. Í bruggstofunni geturðu smakkað úrval af bjórum á staðnum ásamt gini og smakkað hin eina sanna Landa. Framleiðsla KHB-brugghús hefur fengið alþjóðleg verðlaun, m.a. á London Beer og Spirits Competition undanfarin ár. Gestir geta notið drykkja í hlýlegu andrúmslofti bruggstofunnar, skráð sig í leiðsögn eða tekið þátt í smökkun.  
Kaffibrennslan Kvörn
Fyrsta sérkaffiristunin á Austurlandi. Þau rista gæða upprunabaunir í litlum skömmtum og vinna beint með bændum sem leggja áherslu á þroska, bragð og ábyrgð. Hver bolli segir sögu – um stað, umhyggju og takt. Hvort sem þú ert heimamaður, ferðalangur eða kaffiaðdáandi að heiman, þá býður Kvörn þér að hægja á, sopa og njóta.

Aðrir (1)

Könglar Víðivellir fremri 701 Egilsstaðir 847-1829