Fara í efni

Barir og skemmtistaðir

Askur Taproom
Askur Taproom er handverksbar á Egilsstöðum. Í samstarfi við Austra Brugghús er boðið upp á fjöldan allan af handverksbjórum. Einnig er gott úrval kokteila í boði. Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu svo sem pílu, beerpong og borðspil. Þá er sýnt frá öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá. Happy hour er alla daga milli kl. 16 og 18. Hægt er að njóta veitinga frá Ask Pizzeria á staðnum.
Blábjörg Gistiheimili
Gistiheimilið Blábjörg er staðsett í gamla Frystihúsinu í miðju Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Húsið var byggt árið 1946 og hófst vinnsla þar tveimur árum síðar en lagðist af seint á árinu 1991. Húsið stóð að mestu ónotað fram til ársins 2006 þegar núverandi eigendur keyptu húsið. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu undanfarin ár og gistiheimilið opnaði 18.júní 2011. Við bjóðum upp á bæði herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig íbúðir af mismunandi stærðum. Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur áherslu á ferskt, staðbundið hráefni. Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðunni okkar. Spa&Wellness: innisvæði: heitur pottur, innrauð sauna.útisvæði: nuddpottur, viðarpottur, gufubað, kaldur pottur.  Frábært útsýni út Borgarfjörðinn Fundarherbergi Einstakt fuglalíf í fjörunni við húsið Góðar gönguleiðir í nágrenninu Netfang: blabjorg@blabjorg.isBókanir: bookings@blabjorg.is
Hótel Tangi
Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37. Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins. Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar. Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri. Skoðið matseðilinn okkar hér.  

Aðrir (2)

Kaffi Lára - El Grilló Bar Norðurgata 3 710 Seyðisfjörður 4721703
Já sæll - Grill og bar Fjarðarborg 720 Borgarfjörður eystri 4729920