Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Barir og skemmtistaðir

Blábjörg Resort
Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.  Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 
Askur Taproom
Askur Taproom er handverksbar á Egilsstöðum. Í samstarfi við Austra Brugghús er boðið upp á fjöldan allan af handverksbjórum. Einnig er gott úrval kokteila í boði. Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu svo sem pílu, beerpong og borðspil. Þá er sýnt frá öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá. Happy hour er alla daga milli kl. 16 og 18. Hægt er að njóta veitinga frá Ask Pizzeria á staðnum.
Já sæll - Grill og bar
Veitingastaðurinn („Já sæll“) er opinn á sumrin. Á öðrum árstímum þjónar húsið sem félagsheimili.
Norð Austur - Sushi & Bar
Norð Austur sushi & bar er hluti af Hótel Öldunni, fjölskyldureknu hóteli í þremur byggingum staðsett á Seyðisfirði einungins nokkrum metrum frá Regnbogagötunni og Bláu Kirkjunni. Veitingastað urinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af fremstu sushi veitingastöðum landsins og hefur m.a. hlotið viðurkenningu fyrir besta sushi landsins. Nafn veitingastaðarins, Norð Austur er dregið af vindáttinni sem sem íbúar Austurlands þekkja vel. Veitingastaðurinn nýtir einungis ferskasta hráefni sem völ er á hverju sinni. Fiskurinn er allur veiddur á svæðinu sem tryggir ferskleika í hverjum bita.   Veitingastaðurinn er eingöngu opinn á sumrin og því er mælt með að bóka borð fram í tímann. 
Hótel Tangi
Hótel Tangi býður upp á 4 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og sjónvarpi. Þar af er eitt með aðgengi fyrir hjólastóla. Einnig eru 13 minni herbergi á efri hæðinni með handlaug og sjónvarpi en með sameiginlegum snyrtingum og sturtum. Heildarfjöldi rúma er 37. Einnig er í boði ein stúdíóíbúð fyrir allt að 4 manneskjur. Sjónvarp er í öllum herbergjum hótelsins. Á neðri hæð hússins er setustofa með sjónvarpi og veitingasalur með bar. Veitingasalurinn er opinn fyrir morgunverð frá kl. 07.00-09.00, en fyrir kvöldverð frá kl.17.00-20.00 að sumri en 18-20 að vetri. Skoðið matseðilinn okkar hér.  
Skaftfell Bistró
Skaftfell Bistro er staðsett á fyrstu hæð Listamiðstöðvar Skaftfells, að Austurvegi 42, á Seyðisfirði.  Veitingastaðurinn býður upp á nýstárlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum réttum með nýstárlegu ívafi. Hluti veitingastaðarins er einnig gallerý sem sýnir verk eftir bæði svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth, sem bjó og starfaði á Seyðsifirði síðasta áratug ævi sinnar og einnig verk samtímalistamanna á Austurlandi. Bistro-ið leggur upp með sjálfbærni og ber virðingu fyrir náttúrunni. Bistró vinnur með ferskt hráefni úr heimabyggð og styður við bakið á bændum, sjómönnum, framleiðendum á svæðinu. 

Aðrir (1)

Kaffi Lára - El Grilló Bar Norðurgata 3 710 Seyðisfjörður 4721703