Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Stormur Cottages
Gisting í smáum sumarhúsum. Hvert hús tekur allt að 3 fullorðna í gistingu, einnig kjörið fyrir barnafjölskyldur. Lítið eldhús með ísskápi fyrir einfaldar máltíðir. Stórt hjónarúm og tvöfaldur svefnsófi. Baðherbergi með sturtu. Rúmföt og handklæði innifalin. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  
Bragðavallakot
Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús. Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
Ferðaþjónustan Síreksstöðum
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsællum dal inn af Hofsárdal í Vopnafirði. Þar er frístandandi gistihús og tvö 32 fermetra sumarhús í boði fyrir ferðamenn er rúma 4 manns hvort, hlýleg og vel búin öllum þægindum. Verönd með gasgrilli eru við hvort hús og heitur pottur við annað húsið. Í gistihúsinu eru 7 tveggja manna herbergi og eitt þriggja manna svefnherbergi með koju og eins manns rúmi. Setustofa með sjónvarpi. Uppbúin rúm eða svefpokapláss. WC og sturtur til sameiginlegra afnota í miðrými hússins. Handlaugar eru í hverju herbergi.   Morgunverður borin fram í veitingarstaðnum sem er áfastur við gistihúsið. Hentugt fyrir alla þá er áhuga hafa fyrir að komast út og upplifa náttúruna og kyrrðina.  Á Síreksstöðum er einnig rekinn veitingastaðurinn „Hjá okkur“ sem býður upp á fjölbreyttan og góðan mat. Leitast er við að vera með sem mest af hráefni frá búinu og nágrenni. Veitingarstaðurinn er opin 1. júní til 1. september,  frá kl. 18 til 21. Á Síreksstöðum er stundaður hefðbundinn búskapur og  njóta gestir stúkusæta sem áhorfendur að bússtörfum. Hér eru griðavé til að upplifa  kyrrðina og rólegheitin, hlusta á fuglasönginn og skoða plöntulífið. Staðurinn er fjölskylduvænn og dvöl í sveitasælunni er vel þess virði að upplifa. Afþreying: Leiktæki, rólur, rennibraut, sandkassi. Minjasafnið Bustarfelli og "Hjáleigan" kaffihús 8km.  Gönguleiðir í nágrenninu. Veiði í ám og vötnum. Á slóðum Vopnfirðingasögu með leiðsögn. Nánari upplýsingar á www.sireksstadir.is 
Ferðaþjónustan Hafursá
Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum. Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls. Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli. Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin . ÞjónustaGestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð.  Afþreying Ganga um skóginn Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn Trjásafnið inn við gróðrarstöð Hengifoss/Litlanesfoss  10 km Hestaleiga 15 km Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km Óbyggðasafnið      25 km Vallanes 10 km  ( móðir Jörð ) Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. -  Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni ) Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km  Kárahnjúkastífla 75 km.
Hestaleigan Stóra-Sandfelli
Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni.  Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.  Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á  tjaldsvæði. Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.septemberTjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara. Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging. Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð. Opnunartími:  Gisting í smáhýsum er opin allt árið.Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08. Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.  
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald. Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu. Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús. Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt. Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús. Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 
Skipalækur
Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum. GISTING Í HERBERGJUM Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.FLOKKUR IHerbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- ogeldunaraðstaða með 6-10 mannsUppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.FLOKKUR IIFjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.FLOKKUR IIIHerbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjumUppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin. SUMARHÚSIN SKIPALÆK Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.
Hótel Framtíð
Hótelið hefur í heild til umráða 42 herbergi. 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Einnig býður hótelið uppá 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna eru í kjallara gamla hússins. Byggð hefur verið viðbygging við hótelið sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740 m2 sem skiptist í 250 m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði. Hótelið býður uppá þrjá veitingasali. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti. Mjög fjölbreyttur og góður matseðill er í gangi yfir sumarmánuðina. Sérstök áhersla er lögð á sjávarrétti úr glænýjum fiski, helst frá fiskimönnum staðarins. Fjögur sumarhús eru á lóð hótelsins auk þriggja íbúða til leigu. Starfsfólk okkar er vingjarnlegt og lipurt og gerir sitt besta til þess að gestum okkar geti liðið vel á meðan á dvöl þess stendur í þessu fallega fjalla- og fjarðahéraði.
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Ásbrandsstaðir
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920. Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum. Í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsinu og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með fallegu útsýni með grillaðstöðu. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi, einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsinu á tjaldsvæði.  Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni.  Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur.  Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.  Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur. Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum. Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.
Bragðavallakot
Bragðavallakot - sumarhúsÁ Bragðavöllum við Hamarsfjörð er boðið upp á gistingu í 2-8 manna sumarhúsum. Húsin er bjálkahús með öllu því nauðsynlegasta sem til þarf til að njóta lífsins á ferð um landið okkar. Öll húsin eru með ísskáp, örbylgjuofn og helluborði. Grill eru í boði fyrir þá sem það kjósa. Stutt er í alla helstu þjónustu á Djúpavogi eða aðeins um 10km. Fallegar gönguleiðir sem henta vönum sem óvönum ásamt því að möguleiki er á að rekast á húsdýrin á bænum, svosem hænur, endur, kindur, hesta og kanínur. Bragðavellir er friðsæll staður, stutt frá þjóðvegi eitt og kjörið viðkomustaður fyrir fjölskyldufólk á ferð um Austfirði. Hægt er að staldra við og ganga td að Snædalsfossi sem er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Bragðavöllum, sem er tignarlegur en um leið er umhverfið stórbrotið og friðsælt. Bragðavellir - Hlaðan veitingarhús Því miður er veitingarstaðurinn lokaður sumarið 2020, við stefnum á að opna aftur 1. Júní 2021. Hægt er að biðja um tilboð fyrir hópa 20manns eða fleiri meðan lokað er. Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð er að finna notalegan veitingarstað þar sem veitt er persónuleg þjónusta í gamalli hlöðu og gömlu fjósi. Einfaldur matseðill þar sem lögð er áhersla á staðbundið hráefni og heimilislega stemningu.

Aðrir (15)

Búngaló Borgartún 29 105 Reykjavík 445-4444
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Grásteinn sumarhús Grásteinn 700 Egilsstaðir 859-0852
Við-Bót Flúðir 701 Egilsstaðir 471-1917
Ferðaþjónustan Ekru Ekra 701 Egilsstaðir 8680957
Hof 1 og 2 Hof 2 701 Egilsstaðir 847-4103
Kaldá Kaldá 1 701 Egilsstaðir 618-9871
Hótel Svartiskógur Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir 868-7735
Sólbakki -sumarhús 701 Egilsstaðir
Ferðaþjónustan Stóri-Bakki Stóri-Bakki 701 Egilsstaðir 8478288
Stuðlagil Canyon Grund 701 Egilsstaðir 862-6519
Sumarhús Háaleiti Skarð 760 Breiðdalsvík 475-6798
Skarð Sumarbústaðaleiga Skarð 760 Breiðdalsvík 475-6798
Starmýri cottages Starmýri 2 766 Djúpivogur 847-4872
HH Gisting Hellisholt 2 781 Höfn í Hornafirði 820-9619