Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fljótsdalur og Hengifoss svæðið
Hengifoss
Um Fljótsdal og Hengifoss svæðið
Fljótsdalur og ofanvert Fljótsdalshérað umhverfis Lagarfljót er þekkt fyrir veðursæld og skóga. Þar er Hengifoss, einn hæsti foss landsins, og önnur náttúrudjásn eins og Hallormsstaðaskógur ásamt þekktum sögustöðum.
Fyrir útivistarfólk eru Fljótsdalur og nágrenni paradís með ótal göngu- og hjólaleiðir við allra hæfi hvort sem er inni í skógi að upp á sjálft Snæfell sem drottnar yfir dalnum. Vatnajökulsþjóðgarður er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu og þar er margt að sjá. Hann er sérstakur á heimsvísu vegna fjölbreyttra landslagsforma sem hafa orðið til vegna samspils eldvirkni og jökla.
360° Sýndarferðalag um Fljótsdal og Hengifoss svæðið
Hér getur þú farið í sýndarferðalag um Fljótsdal með 360° útsýni og lesið þér til um vissa áfangaðastaði, kynnt þér gönguleiðir og alla helstu þjónustu.