Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Verslanir

Luxury by Sabina
Búðin Borgarfirði eystri
Búðin á Borgarfirði er lítil og vingjarnleg þorpsverslun í eigu Borgfirðinga. Þar er stefnan að hafa til gott vöruúrval nauðsynjavara fyrir heimamenn sem og ferðamenn sem leggja leið sína til Borgarfjarðar. Þar má einnig finna upplýsingamiðstöð Borgarfjarðar en þar geta ferðamenn m.a. aflað sér upplýsinga um áhugaverða staði og gönguleiðir á svæðinu.
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.   Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Hús Handanna
Hús Handanna á Egilsstöðum er staðsett á fjölförnustu gatnamótum Austurlands og í hjarta Egilsstaða. Verslunin var sett á laggirnar 2010 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að kynna og selja íslenska / austfirska vöru sem byggir á menningu okkar og lífstíl. Hús Handanna er umhverfisvæn og listræn lífstílsverlsun með fjölbreytta flóru af íslenskri vöruhönnun, listhandverki, grafískri hönnun, fatahönnun, myndlist, ritlist o.fl. Sérstök áhersla er á að bjóða vöru sem gerir umhverfinu og okkur sjálfum gott sem og sælkeravöru úr nærumhverfinu. Hjá Húsi Handanna færðu sjampóstykki í ferðaboxi, vaxklúta fyrir samlokuna, hlýja sokka, jafnvel góða bók, fallega gjöf og þinn eigin minjagrip um ferðalagið þitt. Ævinlega velkomin.

Aðrir (2)

Útilegukortið Ármúli 36 108 Reykjavík 552-4040
Sápu- og kertagerð Gunnarsstaðir 4 681 Þórshöfn 892-0515