Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Hallormsstaður
Hallormsstaðaskógur
Hallormsstaður
Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni í miðjum Hallormsstaðaskógi, elsta þjóðskógi landsins. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með tjaldsvæðum, göngu- og hjólaleiðum ásamt trjásafni og folfvelli. Á Hallormsstað er líka stærsta hótel Austurlands með tveimur veitingastöðum. Ísbúð með helstu nauðsynjavöru er opin yfir sumarið hjá bensínstöðinni við þjóðveginn.
Ofanvert Hérað er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Á Hallormsstað og í grenndinni finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Upplýsingar um þetta allt er að finna hér á síðunni.
Hér getur þú farið í sýndarferðalag um Hallormsstað með 360° útsýni og lesið þér til um vissa áfangaðastaði, kynnt þér gönguleiðir og alla helstu þjónustu.