Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðin Hallormsstaðaskógi
Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru svo þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. Í Höfðavík ærslabelgur / hoppudýna. Á báðum tjaldsvæðum er rusl flokkað. Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll fyrir útivist enda fallegur staður. Það eru yfir 40 km af gönguleiðum á korti. Í skóginum er fjölskylduvænt Trjásafn með yfir 90 mismunandi gerðir trjáa. Þar er einnig Hótel Hallormsstaður með 100 herbergi og veitingastað. Verð 2024Fullorðnir: 2.000 kr á manninnEldri borgarar og öryrkjar: 1.500 krGistináttaskattur: 300 krBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngriRafmagn/sólahringur: 1300 kr Sturta: 500 kr. Sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr mynt. Eru staðsettar í Höfðavík.Þvottavélar og þurrkarar.: 500 kr eru staðsettar í AtlavíkEftir 4 nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr afslátt af gistinótt af fullur verði út sumarið. Afláttarkortið gildir einnig í Vaglaskógi.  Vefsíða hengifoss.is/en/hallormsstadurFacebook fyrir tjaldsvæðið www.facebook.com/Atlavik/Facebook fyrir Hallormsstað www.facebook.com/Hallormsstadur
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði. Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“. Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul. Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari