Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjölmörg tjaldstæði eru um allt Austurland, flest þeirra eru opin frá maí og fram í september en einhver þeirra eru opin allt árið.

Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara. Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging. Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð. Opnunartími:  Gisting í smáhýsum er opin allt árið.Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08. Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.  
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald. Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu. Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús. Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt. Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús. Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Geldingafell
Gistirými: 16 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N64°41.711-W15°21.681. Annað: Timburkamína til upphitunar. Kamar. Gashellur til eldurnar. Tjaldstæði.Ath. skálinn er læstur allt árið.Þar er lyklaboxVinsamlegast hafið samband við skrifstofuFerðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númersími 863 5813
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opn allt árið í Brekkunni. Salerni, rafmagn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, bekkir og borð, grillaðstaða, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sundlaug (500 m), heitir pottar (500 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverlsun (600 m), bensínstöð (700 m), gönguleiðir, veiði, heilsugæsla (500 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst.
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði. Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“. Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul. Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari
Tjaldsvæðið Eskifirði
Tjaldsvæðið er í skógarreit við Bleiksána, rétt við innkeyrsluna í bæinn. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn og leiksvæði fyrir börnin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Eskifjaðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, rafmagn, sturta, sundlaug (200 m), heitir pottar (200 m), upplýsingamiðstöð (200 m), bekkir og borð, veitingahús (100 m), kaffihús (100 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (500 m), fjallasýn, gönguleiðir, leikvöllur, íþróttavöllur (100 m), veiði, golf (1,5 km), bátaleiga (2 km), heilsugæsla (800 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst.
Berunes
Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áhersla á að nýta stað- og árstíðarbundin matvæli frá sjó og landi og barinn býður upp á úrval drykkja frá nálægum brugghúsum. Hægt er að velja milli herbergja með sameiginlegu baði, leigu á gamla bænum og þægilegra smáhýsa, sem henta sérstaklega vel fyrir fjölskyldur.  Á svæðinu er úrval gönguleiða á mismunandi erfiðleikastigum og af tindum er útsýni yfir suðurfirðina. Mikið fuglalíf er á svæðinu og einstök steinasöfn á Djúpavogi og Stöðvarfirði.  Berunes er tilvalinn staður til þess að upplifa allt það sem Austurland hefur uppá að bjóða. Innan við 90 mínutna fjarlægð er Höfn, Egilsstaðir, Vök Böðin, Óbyggðasetrið, Seyðisfjörður og Stuðlagil. ______ Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.  
Tjaldsvæðin Hallormsstaðaskógi
Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru svo þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. Í Höfðavík ærslabelgur / hoppudýna. Á báðum tjaldsvæðum er rusl flokkað. Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll fyrir útivist enda fallegur staður. Það eru yfir 40 km af gönguleiðum á korti. Í skóginum er fjölskylduvænt Trjásafn með yfir 90 mismunandi gerðir trjáa. Þar er einnig Hótel Hallormsstaður með 100 herbergi og veitingastað. Verð 2024Fullorðnir: 2.000 kr á manninnEldri borgarar og öryrkjar: 1.500 krGistináttaskattur: 300 krBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngriRafmagn/sólahringur: 1300 kr Sturta: 500 kr. Sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr mynt. Eru staðsettar í Höfðavík.Þvottavélar og þurrkarar.: 500 kr eru staðsettar í AtlavíkEftir 4 nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr afslátt af gistinótt af fullur verði út sumarið. Afláttarkortið gildir einnig í Vaglaskógi.  Vefsíða hengifoss.is/en/hallormsstadurFacebook fyrir tjaldsvæðið www.facebook.com/Atlavik/Facebook fyrir Hallormsstað www.facebook.com/Hallormsstadur
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Breiðuvíkurskáli
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°27.830-W13.40.286. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.    
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Egilssel v/Kollumúlavatn
Gistirými: 20 svefnpokapláss . Sími: Enginn. GPS: N64°36.680 - W15°08.780. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Kamar. Tjaldstæði. Ath. skálinn er læstur allt árið.Þar er lyklaboxVinsamlegast hafið samband við skrifstofuFerðafélags Fljótsdalshéraðs til að fá númersími: 863-5813
Tjaldsvæðið Norðfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Drangagili, ofan við Víðimýri. Á svæðinu eru sturtur, snyrting, rafmagn, leiksvæði og strandblakvöllur. Ganga má upp á varnargarðana og njóta stórkostlegs útsýnis yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, rafmagn, bekkir og borð, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sturta, sundlaug (600 m), heitir pottar (600 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (1 km), gönguleiðir, veiði, hestaleiga (6 km), golf (6 km), heilsugæsla (300 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1.júní - 31. ágúst
Tjaldsvæðið Vopnafirði
Tjaldstæði Vopnafjarðarv/Lónabraut ofan Leikskólans Brekkubæjar Tjaldstæðið stendur á stöllum uppi í hæðunum miðsvæðis í þorpinu með fallegt útsýni yfir fjörðinn og flesta þjónustu í auðveldu göngufæri. Á tjaldstæðinu er salernis- og sturtuaðstaða og grillaðstaða.
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar
Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn. Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. á svæðinu er þjónustuhús með aðstöðu fyrir gesti. Eldunaraðstaða og seturstofa er í þjónustuhúsinu. Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottavél, þurrkari, borðsalur, eldunaraðstaða inni, frír aðgangur að interneti, útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc. Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, sauna og heitir pottar, handverksmarkaður, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu. Opið frá 1. maí til 30. september Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd forráðamanna. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.  
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður
Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum Gistirými: 38 svefnpokaplássGPS: N65°21.909-W13°53.787Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin. Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar
Tjaldsvæðið Breiðdalsvík
Á bak við Hótel Breiðdalsvík, við hliðina á leikskólanum, er tjaldsvæðið staðsett. Þar er heitt og kalt rennandi vatn og salernisaðstaða. Frábær aðstaða á frábærum stað og allt sem þig vantar í nágrenninu. Stutt í sundlaug, veitingahús, verslun, kaffihús, handverksmarkað, söfn og fleira. Frábært umhverfi fyrir fjölskyldufólk. Þjónusta í grennd við tjaldsvæðið telur íþróttahús með sundlaug, leiksvæði, útivistarsvæði. veitingahús, steinasafn, fræðasetur, handverksmarkað, banka, pósthús, verslun og bensínstöð. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldriborgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst
Ásbrandsstaðir
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920. Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum. Í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsinu og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með fallegu útsýni með grillaðstöðu. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi, einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsinu á tjaldsvæði.  Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni.  Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur.  Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.  Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur. Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum. Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.
Tjaldsvæðið Reyðarfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottavél og rafmagn, en losun fyrir húsbíla er hjá þjónustumiðstöð Olís, skammt frá tjaldsvæðinu. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin á sumrin í Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg.  Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:  Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla (400 m), þvottavél, þurrkari, rafmagn, sturta, bekkir og borð, veitingahús (400 m), kaffihús (1 km), vínveitingar (1 km), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (400 m), fjallasýn,gönguleiðir, leikvöllur (1,5 km), íþróttavöllur (1,5 km), veiði, golf, heilsugæsla (800 m).  Opinn eldur bannaður,hundar í bandi leyfðir.  
Tjaldsvæðið Djúpavogi
Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins, öll þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Miklir möguleikar eru á afþreyingu í Djúpavogshreppi. Má þar nefna að á Djúpavogi er ný og glæsileg sundlaug, mjög góður 9 holu golfvöllur, skemmtilegar gönguleiðir og boðið er upp á siglingu út í Papey. Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti. Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi. Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l. Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru. Afgreiðsla er á Hótel Framtíð.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári gönguferðir á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðunni www.ferdaf.is. Eins stendur ferðafélagið fyrir gönguferðum annan hvern sunnudag allan ársins hring. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur sex gönguskála. Þrír þeirra eru á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri; Í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Tveir eru við gönguleiðina á Lónsöræfum; Geldingafell og Egilssel við Kollumúlavatn og einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála.
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði
Tjaldsvæðið á Fáskrúðsfirði er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þar eru klósett og wc-losun fyrir húsbíla. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldriborgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sigurðarskáli
Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er sameign Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur . Gistirými: 75 svefnpokapláss. Starfstími: Læstur á veturna. Skálavarsla yfir sumarmánuðina.. Sími: 863 9236. GPS: N64°44.850-W16°37.890. Annað: Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði. Gashellur til eldunar. Olíuvél til upphitunar.
Fljótsdalsgrund
Gistiheimili með veitingarekstri, 10 herbergi í gistiheimilinu ásamt 120m2 einbýlishúsi sem hægt er að leigja. Stórt tjaldsvæði með aðgangi að wc og sturtu, grillsvæði, leiksvæði og mögulegt að leigja sal fyrir allt að 160 manns til stærri viðburða. Staðsetning er ca 7 km innan við í Hengifoss, í hjarta Fljótsdalsins.
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Tjaldsvæðið Borgarfirði eystri
Tjaldsvæðisgestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og sturtum (sturta gegn vægu gjaldi), eldunaraðstaðan er frí fyrir gesti. Smá eldunaraðstaða er í þjónustuhúsinu og rafmagn fyrir smátæki. Sturtur eru í þjónustuhúsinu. Góð aðstaða og rafmagnstenglar fyrir hjólhýsi og húsbíla. Góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldstæði og móttaka endurnýtanlegs sorps í áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps. Móttakan er opin frá 08:00-16:30. Vatnssalerni eru í þjónustuhúsinu. Gönguleiðir eru frá tjaldsvæði umhverfis og upp á Álfaborg en þar er hringsjá. Fyrir hjólhýsi og húsbíla er góð aðstaða en þar er m.a. rafmagnstenglar og góð aðstaða til að losa úrgang úr húsbílum. Sorptunnur eru á tjaldsvæðinu. Íbúar Borgarfjarðarhrepps eru um 140. Talsvert er af hreindýrum á svæðinu, en þau eru stygg og oft erfitt að koma auga á þau. Hafnaraðstaða á Borgarfirði er slæm frá náttúrunnar hendi enda fjörðurinn stuttur og breiður, en við Hafnarhólma austan fjarðar hefur verið gerð góð smábátahöfn. Frábær aðstaða er til fuglaskoðunar við Hafnarhólma. Þar eru tveir pallar fyrir fuglaáhugamenn og óvíða er betri aðstaða til að fylgjast með lunda og ritu. Lundinn kemur um miðjan apríl, en hverfur allur á braut á einni nóttu um miðjan ágúst. Góð aðstaða er líka fyrir fuglaáhugamenn í fuglaskoðunarhúsi í þorpinu. Víknaslóðir við Borgarfjörð frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Þar er fjöldi áhugaverðra, vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi, bæði stuttar leiðir fyrir alla fjölskylduna og lengri leiðir fyrir „fullorðna“. Aðgengi er mjög gott svo og allur aðbúnaður. Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, svo sem góð tjaldstæði, fjölbreytt gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulagningu gönguferða og flutningar á fólki og farangri.
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni.  Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.    Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur. Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá.  Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Húsavík
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar . Gistirými: 33 svefnpokapláss. Sími: Enginn. GPS: N65°23.68-W13°44.42. Annað: Timburkamína til upphitunar. Gashellur til eldunar. Vatnssalerni. Sturta. Tjaldstæði, kolagrill en ekki kol.. Arh: Skálinn er læstur á veturna, en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin 

Aðrir (2)

Hótel Svartiskógur Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir 868-7735
Fossárdalur Berufjörður 765 Djúpivogur 820-4379