Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli

- Tjaldsvæði

Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði.

Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“.

Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul.

Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari

Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli

Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli

Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, re
Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður er 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 13,7% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna eins
Snæfell

Snæfell

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir b