Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markmið Áfangastaðastofu Austurlands er að kynna landshlutann sem spennandi áfangastað fyrir gesti en ekki síður heimamenn. Við höldum utan um opinberan ferðavef Austurlands, visitausturland.is og erum virk á Facebook og Instagram.

Áfangastaðastofan er í nánu samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Ef þú rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Austurlandi og hefur áhuga á að gerast samstarfsaðili hvetjum við þig til að hafa samband. Áfangastaðastofan kynnir landshlutann á ferðasýningum, sér um skipulagningu ferða fyrir blaðamenn og ferðaheildsala og aðstoðar ljósmyndara og áhrifavalda varðandi efnistök um svæðið. Við birtum mánaðarlega greinar á ensku og íslensku á visitausturland.is um staði, viðburði og annað áhugavert efni um landshlutann.

Árlega gefum við út upplýsingar um áfangastaðinn Austurland sem dreift er til ferðaskipuleggjenda. Austurlandskort er gefið út annað hvert ár og dreift um land allt.

Þú finnur nánari upplýsingar um starf Áfangastaðastofu Austurlands hér.