Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Borgarfjörður eystri
Um Borgarfjörð eystri
Þú ert í góðum félagsskap á þessum fallega stað. Í þorpinu búa um 120 manns, ferðamenn koma til þess að njóta náttúrufegurðarinnar, Íslendingar koma í sína árlegu ferð á Bræðsluna og alls kyns fuglar heimsækja fjörðinn í nokkra mánuði á ári, auk þess sem konungbornir álfar búa á svæðinu. Já, þú getur meira að segja heimsótt þá í Álfaborgina, klettaborg sem stendur rétt við þorpið, þar sem drottning íslenskra álfa er sögð búa ásamt hirð sinni.