Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðasögur

Stuðlagil. Ljósmyndari: Bjarki Jóhannsson

Hvernig væri að prófa eitthvað nýtt?

Haustið er komið með sínum mögnuðu litum, norðurljósin dansa á himnum og fjallstindar eru farnir að hvítna. Á Austurlandi hitum við kakóið og hugum að ævintýrum vetrarins sem eru ekki síðri en sumarævintýrin.
Útsýnið af Bjólfi yfir Seyðisfjörð. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Aktíf á Austurlandi

Sólin skín fyrir austan. Það er vart að hún setjist, og þér finnst ef til vill rétt að nýta alla þessa dagsbirtu. Austurland er rétti staðurinn til þess.
Frá LungA hátíðinni á Seyðisfirði. Ljósmynd: Ingvi Örn

Menningarsumarið á Austurlandi

Þú ert kannski nú þegar búin(n) að átta þig á því en á Íslandi erum við mjööög spennt fyrir sumrinu!
Askur Taproom, handverksbrugghús á Egilsstöðum. Ljósmynd: Jessica Auer

Brugghús á Austurlandi

Bjóráhugi landans hefur heldur betur aukist á undanförnum árum með opnun handverksbrugghúsa um landið allt og hafa íbúar Austurlands og gestir svo sannarlega fengið að njóta þess. Hér fyrir austan eru starfandi þrjú handverksbrugghús sem leyfa hugmyndauðgi og forvitni að ráða för í framleiðslunni. Staðbundið hráefni, hvort sem það eru villtar austfirskar jurtir eða íslenskt wasabi – jú eða örnefni landshlutans, sem drykkirnir draga nafn sitt gjarnan af, gera þessa göróttu austfirsku drykki einstaka.
Mynd: Gunnar Freyr Gunnarsson | @icelandic_explorer

Höfuðstaður lundans á Íslandi

Koma lundans er einn af þessum ljúfu vorboðum á Íslandi og dregur hann fjölda ferðamanna til Austurlands ár hvert. Óhætt er að fullyrða að hvergi er betri staður til að skoða lundann og fleiri sjófugla en í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra.
Herðubreið, 2019. Boris Vitásek (SK). Second Litany. Ljósmyndari: Chantal Anderson

Hækkandi sól fagnað á Seyðisfirði

Ein af perlum Austurlands er Seyðisfjörður, listrænn og litríkur bær sem er þekktur fyrir afslappað og skemmtilegt andrúmsloft. Margir þekkja Regnbogagötuna, hafa prófað eða heyrt af spennandi veitingastöðum og fjölda gönguleiða í firðinum. Á hverju ári standa íbúar einnig fyrir viðburðum og hátíðum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Jólaævintýri á Austurlandi

Hreindýr hafa í gegnum tíðina ekki skipað stóran sess í íslenskum jólahefðum - nema kannski í amerískum jólakvikmyndum á skjám landsmanna þar sem hreindýr draga sleða jólasveinsins um himininn. Eftir því sem við best vitum koma íslensku jólasveinarnir nú bara á tveimur jafnfljótum til byggða. Hreindýrskálfarnir Garpur og Mosi, hafa þó unnið hug og hjörtu íbúa á Austurlandi í aðdraganda jólanna.

Breiðdalsvík og Seyðisfjörður á lista Travel and Leisure

Fjallahjól í Hallormsstaðarskógi

Solla Sveinbjörns, Local Icelander segir frá fjallahjólaferð í Hallormsstðarskógi:"Það að hjóla umkringdur skógi gefur svolítið nýja upplifun, lyktin setur punktinn yfir i-ið. Hallormsstaðarskógur er svo sannarlega skemmtilegur áfangastaður til að hjóla."

Dyrfjallahlaup COROS verður haldið í fimmta sinn í sumar.

HLAUPIÐ EFTIR NÝJUM LEIÐUM UM VÍKNASLÓÐIR
Ljósmynd: Þráinn Kolbeins

Fjallaskíði á Austurlandi

Vorin eru tími fjallaskíðunar og oftast á maður bestu dagana á þeim tíma árs, þegar sólin er farin að hækka á lofti og veðri farið að skána. Vorskíðun er svo sannarlega með þeim betri á Íslandi, þar sem snjórinn verður eins konar kornsnjór sem jafnast oft á við góðan púðursnjó. Hér fyrir neðan ætla ég að fara yfir nokkra tinda á Austurlandi sem að er skemmtilegt að fara á fjallaskíðum, suma hef ég farið á sjálf og aðrir eru á listanum. Að þessu sinni urður fjórir toppar fyrir valinu, en þeir spanna fjölbreytt landsvæði á Austurlandi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Austfirsku alparnir, falin fjallaskíðaperla

Austfirsku alparnir bera svo sannarlega nafn með rentu. Eftir ferðalög um alla Evrópu í leit að bestu brekkunum eru Austfirsku alparnir ennþá með þeim efstu á listanum. Það er eitthvað við þessi tignarlegu fjöll og sjávarsýn, sem dregur mann að.