Menningarhátíð undir kvöldhimni
Menningarhátíðin Dagar myrkurs hefst 28. október næstkomandi og stendur til 1. nóvember. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2000 og hefur fyrir löngu tryggt sér sess sem einn af helstu menningarviðburðum ársins fyrir austan þar sem íbúar fjórðungsins taka höndum saman og gera tilveruna bjarta þrátt fyrir takmarkaða dagsbirtu.