Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Afþreying á Seyðisfirði

Golfvöllurinn á Seyðisfirði
Golfvöllurinn á Seyðisfirði er Hagavöllur, 9 holu golfvöllur rétt innan við kaupstaðinn, hægra megin vegarins áleiðis upp á Fjarðarheiðina til Egilsstaða. Huggulegur golfskáli tekur á móti gestum áður en gengið er á 1.teig. Hagavöllur er annálaður fyrir breiðar brautir, einstaka kyrrð og nálægð við fjallahringinn.
Sundhöllin Seyðisfirði
Sundhöll Seyðisfjarðar þykir einstaklega heillandi. Hún er notaleg innilaug sem byggð var árið 1948. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði laugina og hefur hún ávallt vakið verðskuldaða athygli gesta. Auk laugarinnar eru tveir heitir pottar og sauna og svo má ganga út í garð og njóta ferska loftsins. Opnunartímar September til maí : Mánu-, miðviku-, og föstudaga frá klukkan 7:00-10:00 og frá klukkan 16:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Þriðju-, fimmtu-, og sunnudaga er lokað Júní til ágúst : Mánudaga til föstudaga frá klukkan 7:00-11:00 og 15:00-20:00 Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00 Sunnudaga lokað
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 á milli efri og neðri Stafs í Fjarðarheiðinni sem er á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Skíðasvæðið er í u.þ.b. 21 km. fjarðlægð frá Egilsstöðum og 8 km. frá miðbæ Seyðisfjarðar. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk. Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og er aðeins opin um helgar og hátíðardögum. Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun. Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun. Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn gestum. Í Stafdal er mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.
Fjallkonustígur
Gönguferð um Vestdal í Seyðisfirði að Vestdalsvatni og að skúta ?"fjallkonunnar"?. Vestdalur og Vestdalseyri eru á náttúruminjaskrá sökum sérstæðs gróðurfars og menningarminja. Hluti leiðarinnar er gömul póst- og verslunarleið er var ein sú fjölfarnasta austanlands á nítjándu öld og fram á hina tuttugustu. Má sjá fallegar gamlar veghleðslur og vörður. Sumarið 2004 fundust fyrir tilviljun bein, nælur frá Víkingaöld og mikið perlusafn  nokkru ofan við Vestdalsvatn, þar sem heitir Vatnsdalur. Rannsókn leiddi í ljós að beinin voru úr konu um þrítugsalldur frá því um 940. Telst beina- og perlufundurinn með merkari fornleifa-uppgötvunum hérlendis. Gönguleiðir upp að Vestdalsvatni, að skúta ?"fjallkonunnar" inn Stafdal, upp á Bjólf, yfir í Loðmundarfjörð eða yfir á Hérað liggja um dalinn. Sumar leiðanna eru stikaðar, aðrar eru merktar inn á kortið ?"Gönguleiðir á Víknaslóðum?" sem fæst í upplýsingamiðstöðvum. 3,5 klst / 6 km Göngufæri frá júní og frameftir hausti. 
Fossastígur
Ánægjuleg og létt gönguleið frá hjarta Seyðisfjarðarkaupstaðar meðfram Fjarðará inn að Fjarðarselsvirkjun. Gönguleiðin liggur að hluta til um lítið skógræktarsvæði, neðan klettabeltis sunnan megin ár.Fjölskrúðugur gróður, lækir, fossar og fögur fjallasýn prýðir þessa notalegu gönguleið. Heimsókn í elstu starfandi riðstraumsvirkjun landsins,Fjarðarsel (1913), er góður endapunktur, en þá þarf að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina í síma 472 1551 til þess að fá hana opnaða. Aðgangur er ókeypis. Berjaland er mikið inn við Fjarðarsel, þar má finna aðalbláber, bláber og krækiber seinnihluta ágúst, allt fram til frosta. Fossafúsum göngugörpum skal ráðlagt að halda áfram frá Fjarðarseli eftir stikuðu leiðinni sem liggur meðfram ánni að sunnanverðu .Leiðin liggur upp að svonefndum Neðri-staf; að minnisvarða um ferðafrumkvöðulinn Þorbjörn Arnoddson í um 300 m. hæð. Fögur fjallasýn, fossar, gróður og saga er skemmtileg blanda sem gerir þessa gönguferð ógleymanlega. 2,5 og 4 klst. / 2 - 6 km.Auðgengið frá júní fram til hausts. 
Sjö Tindar
Aðgengilegt yfir sumartímann. Með því að klífa sjö fjallatinda við Seyðisfjörð, -flesta vel yfir 1000 m. á hæð - gefst fólki kostur á að gerast "Fjallagarpar Seyðisfjarðar". Fjöllin eru: Sandhólatindur, Bjólfur, Nóntindur, Hádegistindur, Strandartindur, Snjófjall og Bægsli. Gestabækur og stimplar eru á toppi fjallana. Nánari upplýsingar og stimpilkort fást í upplýsingamiðstöðinni í Ferjuhöfninni, Einnig eru upplýsingar á www.seydisfjordur.is
Eastfjords Adventures
Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar. Við bjóðum upp á Gönguferðir og snjóþrúgugöngur Kayak ferðir á firðinum Rafmagnshjólaferðir jeppaferðir Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar
Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, og fleira. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslun og lítil kaffitería. Ferjuhúsið nýtist einnig sem biðstöð fyrir farþega Norrænu. 

Aðrir (3)

Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Coast Explorers Hamrabakki 8 710 Seyðisfjörður 839-1277
Skálanes Náttúru- og Menningarsetur Suðurgata 2 710 Seyðisfjörður info@skala