Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

 

Ferðalangar ættu ekki að vera í nokkrum vandræðum með að eyða fríinu sínu á Austurlandi enda nánast ótæmandi möguleikar til afþreyingar í formi útivistar, náttúruskoðunar, safna, skipulagðra ferða og viðburða árið um kring. Ferðaþjónar Austurlands bjóða upp á fjölbreytta kosti til dagsferða og afþreyingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stærri hópa.

 

Tinna Adventure
Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar. Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar. Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins. Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag. Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Bragðavallakot
Baggi er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í notalegum sumarhúsum. Við erum staðsett í sveitinni nálægt hringveginum á Austurlandi. Það tekur um tíu mínútur að aka til Djúpavogs þar sem finna má alla nauðsynlega þjónustu, svo sem verslun, sundlaug, veitingastaði og kaffihús. Við bjóðum upp á þrjár tegundir af sumarhúsum, eins svefnherbergja, tveggja svefnherbergja og sumarhús, sem henta fyrir stærri hópa eða fjölskyldur.
Arctic Fun
Við hjá Arctic Fun bjóðum upp á kajak ferðar á Austurlandi við Djúpavog - sérsníðnar ferðir sem henta öllum. Upplagt tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskylduna, vini eða jafnvel sem hópefli fyrir starfsfólk fyrirtækja. Það er svo dásamlegt að njóta náttúrunnar frá miðjum firði! Arctic Fun útvegar allann nauðsynlegan búnað svo sem þurrbúning, hanska, skó og öryggisbúnað. Endilega kíkið á síðuna okkar fyrir frekari upplýsingar og bókanir. Sjáumst í sumar!
Tanni ferðaþjónusta ehf.
Tanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi. Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.
Finnsstaðir
Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir. Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir.  Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september.  Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 
East Highlanders
East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi.  Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi.  Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra.  Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman.  DagsferðirUpplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur.  HallormsstaðurÍ skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.    Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið
Wildboys.is
Wildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir.  Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Volcano Heli ehf.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fjord Bikes
Fjord Bikes eða Fjarðarhjól er lítið fjölskyldufyrirtæki á Borgarfirði eystra sem sækist eftir því að efla fjallahjólreiðar á Austurlandi og ferðamennsku á hjólum.  Við beitum nýjustu tækni og þekkingu við að þróa fjallahjólreiðaleiðir, samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um hönnun slóða sem og viðmiðum sem við höfum sjálf þróað í gegnum ítarlegar rannsóknir. Markmið okkar er að koma Borgarfirði á kortið sem gæða áfangastað til fjallahjólreiða á heimsvísu.  Við bjóðum upp á leigu á fjallahjólum (hjálmur innifalinn) sem og ferðum um svæðið á hjóli, þar sem fjallahjól er innifalið í ferðinni. Í ferðum okkar heimsækjum við fallega staði innan Borgarfjarðar, skoðum fugla og heilsum upp á kindur. Það er hægt að sníða ferðirnar að hverjum og einum svo það henti öllum þátttakendum, frá byrjendum til lengra kominna.  Þið finnið okkur á Instagram hér. Þið finnið heimasíðuna okkar hér.Tölvupósturinn okkar er fjordbikes@gmail.com   Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Flugfélag Austurlands ehf.
Flugfélag Austurlands er flugrekandi sem býður upp á útsýnisflug yfir Íslandi. Starfsemin fer aðallega fram á Austurlandi og er flogið út frá Egilsstaðaflugvelli og Hornafjarðarflugvelli. Auk þess eru flugvellir á Austurlandi notaðir mest, en aðrir flugvellir á landinu verða einnig fyrir valinu þegar veðuraðstæður bjóða frekar upp á útsýnisflug í öðrum landshlutum. Flugfélagið sem er í eigu Austfirðinga býður einnig upp á leiguflug og er stolt af því að auka framboð afþreyingar sem er til staðar fyrir ferðamenn í fjórðungnum. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Skorrahestar ehf
Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði. Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði. Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Hildibrand Hótel
Hildibrand Hotel er íbúðahótel í Neskaupstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi. Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið.  Bókanir fara fram í síma 477-1950 eða á hildibrand@hildibrand.is  Veitingastaður Hildibrand þetta sumarið er Beituskúrinn sem er í göngufjarlægð frá hótelinu á Egilsbraut 26.
Puffin Adventures
Puffin Adventures er fjölskyldurekin ferðaþjónusta á Borgarfirði eystra sem býður upp á RIB safari ferðir þar sem náttúra og dýralíf gegna lykilhlutverki.  Við bjóðum upp á einstakt sjónarhorn af stórbrotnu landslagi, siglum undir klettabjörg og komum þér í návígi við dýralífið á svæðinu. Okkar markmið er að skapa ógleymanlegar minningar sem endast ævilangt.   Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram og á vefsíðunni puffin.is.   
Heimsókn til æðarbænda
Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á  tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara. Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Skoðað er hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu. Farið er í dúnhreinsistöð á Ytra-Nýpi þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunnri vöru. Boðið er upp á hressingu í gestastofu þar sem eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára. Heildartími: áætlaður 3 klst. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hestaleigan Stóra-Sandfelli
Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni.  Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.  Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á  tjaldsvæði. Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.septemberTjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
Travel East Iceland
Við sérhæfum okkur í skipulagningu ferða og viðburða um Austurland og tökum að okkur alla þætti skipulagsins. Við þjónustum einstaklinga, hópa og fyrirtæki og drögum fram sérstöðu og margbreytileika Austurlands í öllum okkar ferðum.  Reynsla í ferðaþjónustu, þekking á svæðinu, nákvæm vinnubrögð og brennandi áhugi til þess að gera vel tryggir ógleymanlega upplifun.  Hafðu samband, möguleikarnir eru óteljandi.
Eastfjords Adventures
Eastfjords Adventures er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á fjölbreyttar ferðir á svæðinu. Við trúum því að ævintýrin snúist ekki bara um adrenalín; Þau snúast um að uppgötva kjarna hvers staðar, upplifa umhverfið og kynnast sögunni. Við leggjum okkur fram um að veita meira en leiðsögn; Við viljum skapa minningar og mynda djúp tengsl milli þín og náttúrunnar. Við bjóðum upp á Gönguferðir og snjóþrúgugöngur Kayak ferðir á firðinum Rafmagnshjólaferðir jeppaferðir Sérsniðnar ferðir byggðar á þínum óskum Þú finnur nánari upplýsingar um okkur og framboð ferða á vefnum okkar
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.

Aðrir (17)

TourDesk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Happy-Cove travel service Bjarg 685 Bakkafjörður 778-6464
BergEy Ferðir Skálanesgata 4 690 Vopnafjörður 844-1153
Ásdís Helga Bjarnadóttir Útgarður 6 700 Egilsstaðir -
Spyrnir ehf. Fagradalsbraut 11 700 Egilsstaðir 580-7908
Exploring Seyðisfjörður Múlavegur 21 710 Seyðisfjörður 616-1396
Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Skálanes Náttúru- og Menningarsetur Suðurgata 2 710 Seyðisfjörður info@skala
Kayhike Fjarðarborg 720 Borgarfjörður eystri 869-2159
Katrine Bruhn Jensen Gilsá 760 Breiðdalsvík 862-5756
Hestaleigan Fell Fell 760 Breiðdalsvík 8974318